ALVEG ÖFUGT HJÁ MÉR OG ALBERTI.

Hræðsla Madonnu við að deyja á sviði er mér lítt skiljanleg. Ef ég mætti velja mér andlátsstað minn yrði sviðið ofarlega á blaði. Þegar Albert Guðmundsson spilaði með Stjörnuliðinu mínu í knattspyrnu þrýsti kona hans hart á mig að leyfa honum það ekki vegna þess að hann væri hjartveikur og það gæti kostað hann lífið.

Albert leit þveröfugt á málið. "Þetta er nokkuð sem ég vil fá að ráða sjálfur, " sagði hann, "ég heimta að fá að spila hvenær sem það er hægt. Hlustaðu ekki á hana. Ég get ekki hugsað mér yndislegri dauðdaga en að detta dauður niður með boltann á tánum fyrir troðfullu húsi."

Svo fór að Albert fékk kallið á biðstofu spítala og hvorki hann né kona hans fengu neinu ráðið um það.


mbl.is Óttast að deyja á sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Ómar er allur á iðinu

og ei skilur fjasið í liðinu.

Því hann segir það best

og betra en flest

að banastund eiga á sviðinu.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Skemmtilegt viðhorf.  Njótum lífsins og lifum lífinu lifandi. 

Svanur Sigurbjörnsson, 13.3.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er sennilega betra að hrökkva á vellinum eða sviðinu en á stofnun, löngu eftir að maður er búinn að gleyma hver maður er.

Villi Asgeirsson, 13.3.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband