Hvað varðar Abbas um hvíldartíma bílstjóra?

Forystumenn þjóðar, sem býr við aðstæður og neyð langt utan þess sem venjulegir Íslendingar geta ímyndað sér og er annar aðilinn að deilumáli sem getur sundrað heimsfriðnum, eru nú á Bessastöðum. Varla er hægt að hugsa sér meiri móðgun við hina erlendu gesti og skömm fyrir Íslendinga en þá að vöruflutningabílstjórar ætli sér að gera eldsneytisverð í einu ríkasta landi heims og hvíldartíma bílstjóra að stórmáli í tengslum við heimsókn gesta okkar.

Hafi bílstjórar haldið að með þessu myndu þeir vekja athygli erlendra fjölmiðla, þá hefði þeim líka tekist að gera Íslendinga að athlægi alheimsins.

Tugþúsundir manna hafa fallið í átökunum í Miðausturlöndum. Mestu mannsskaðar Íslandssögunnar blikna í samanburðinum.

Hvað hefðu menn sagt 1995, þegar fólk kom saman á Ingólfstorgi til að syrgja þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri, ef vörubílstjórar hefðu komið í halarófu eftir Aðalstræti og þeytt lúðra sína til að vekja athygli á kjaramálum sínum?


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sammála þér Ómar! Ég á ekki til neitt aukatekið orð, gjörsamlega hneykslaður!

Kjartan Pálmarsson, 22.4.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég tek heilshugar undir þetta ... á ekki til nein orð yfir hve út í hött þessi aðgerð atvinnubílstjóra væri ef þeir ætla virkilega að láta verða af þessari vitleysu sem hefur nákvæmlega ekkert að gera með Abbas.

Birgitta Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Sammála. Í upphafi hafði maður skilning á þeirra málstað en smátt og smátt hafa bílstjórar verið að ganga á það kapital. Nú hafa þeir enga meðaumkun lengur.

Örvar Már Marteinsson, 22.4.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það eina sem þeir fá áorkað með þessu er að gera sig að fíflum fyrir þjóðinni. Kannski heiminum.

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Úti á þekju. Hafði litla samúð með bílstjórum áður, en nú virðast þeir ætla að gera Ísland að athlægi með því að blanda saman rifrildi um hvíldartíma og bensínverð við opinbera heimsókn. Í alvöru.

 Legg til að við endurreisum Ríkisskip og setjum landflutningana aftur í skipin.

Guðmundur Auðunsson, 22.4.2008 kl. 12:36

6 identicon

Þið verðið nú að gera ykkur grein fyrir því að þetta einmitt lítur illa út fyrir Íslendinga og það eru einmitt stjórnvöld sem eiga að koma í veg fyrir svona. Hvernig? Jú með að koma til móts við vörubílstjóra í staðinn fyrir að sýna þeim með eindæmum óvirðingu.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:50

7 identicon

Gott hjá þeim að vekja athygli á þennan hátt.

Glanni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:50

8 identicon

Ólafur á semsagt að...  hvað á hann að gera.....   segja abbas að tala við frændur sína arabana í sádí og segja þeim að lækka olíuverðið? *hóst*

ari (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:50

9 Smámynd: Sævar Helgason

Fari þetta svo sem fréttir upplýsa ,að þessi verktaka hópur sem gerir út þessa stóru flutningabíla, ætli að gera hávaðaárás á Bessastaði þegar fulltrúi einnar kúguðustu þjóðar heims ,forseti Palestínu, á þar fund með forseta vorum- þá er þessi hópur búinn að úthýsa allri samúð á þeim málstað sem þeir segjast vera að berjast fyrir.

Ef rétt reynist er þessi gerningur þjóðarskömm. 

Sævar Helgason, 22.4.2008 kl. 12:50

10 identicon

til þeirra sem skrifa f. ofan.  Ólafur er ekki í ríkisstjórn, hann er þjóðarleiðtogi, ímynd þjóðarinnar.  Jafnvel þó að mótmælin færu fram við Alþingi aftur, hvað eiga stjórnvöld að gera, ekki geta þau lækkað heimsmarkaðsverð á olíu og dregið úr eftirspurninni. Þau geta heldur ekki gert e-ð jafn óábyrgt og að rýmka hvíldartíma, það eru dæmi um að menn sofni undir stýri og keyri á annað fólk.

ari (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:56

11 identicon

Þetta hefur ekkert með Abbas eða hitt hyskið á Bessastöðum að gera.

Það er hægt að lækka álögur á eldsneyti, opinberar álögur eru u.þ.b 70% af hverjum lítra.

Glanni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:18

12 Smámynd: Ingólfur

Þær voru um 70% af hverjum lítra sem var hærra en á löndunum í kring um okkur. Nú, með hækkandi heimsmarkaðsverði, hefur hlutfall ríkissjóðs minnkað og er núna rúmur helmingur af verðinu, þ.e.a.s. ca tvöfalldur vaskur, sem er minna en lagt er að eldsneyti í löndunum í kring um okkur.

Ingólfur, 22.4.2008 kl. 13:48

13 identicon

Hef enga trú á að Abbas hafi fundið fyrir þessu né að þetta hafi verið skömm fyrir Íslendinga þessi mótmæli sem bílstjórarnir stóðu fyrir. Mótmæli þeirra eins og það er kallað hér á landi hjá sumum eru léttvæg miðað við það sem gerist í miðausturlöndum. Það er dýrt að auglýsa í fjölmiðlum svo þetta var kannski góð leið hjá þeim til að fá athyglina á málstað sínum ókeypis. Væri ekki leið til að ná í fjármagn fyrir mögulegri málsókn að hengja auglýsingaborða á bílanna t.d. frá virtum Íslenskum útflutningsfyrirtækjum?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:54

14 identicon

Þeir ættu að ráðfæra sig "PR" fólk .  Þetta var ekki sniðugur leikur hjá þeim og þetta með að vera með einhverskonar túrban á höfði fannst mér hrikalega asnalegt og þeim ekki til sóma.

jonas (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:59

15 identicon

Þetta er nú meiri vitleysan hjá þér Ómar og flest allir sem skrifa undir. Farinn að þakka fyrir það að þú hafir ekki komist á þing.

Þröstur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:05

16 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alveg hjartanlega sammála þér, Ómar!

Marinó Már Marinósson, 23.4.2008 kl. 12:16

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég lagði til í Kastljósþætti skömmu eftir að mótmælin byrjuðu að ríkisstjórnin gerði þegar í stað einfaldan hlut: Lækkaði verð á dísiilolíu og hækkaði þá kannski eitthvað bensínverðið í staðinn til þess að heildarútkoman yrði svipuð.

Þá hefði ríkisstjórnin staðið við fyrirheit um lágt verð á dísilolíu sem þjóðhagslega hagkvæma.  

Ég lagði sem sé til tafarlausar, einfaldar aðgerðir, þótt mér fyndist aðgerðir bílstjóra valda of mikilli röskun og tjóni.

Ómar Ragnarsson, 23.4.2008 kl. 13:14

18 identicon

Bort úr ferðsögu rútu bílstjóra sem var á hringferð um fagra Ísland með erlenda ferðamenn  sem hingað komu til að njóta þess besta.

 Á Mývatni þegar ekið var frá Reykjahlíð eftir hádegisverð var stefnan tekin á Kröflusvæðið en á leiðinni áður en  þangað var komið við Græna lónið sem er á vinstri hönd á móts við Baðhúsið við Bjarnarflag var ákveðið að taka myndastopp vegna ósk gestanna. Rétt áður en bílstjórinn tók beygjuna til vintri til að komast á stað sem öruggt var að leggja rútunni sá hann í þann mund í baksýnisspeglinum að vegaeftirlitið var fyrir aftan rútuna og þeir eltu rútuna inn á planið þar sem rútunni var laggt. Bílstjórinn hugsaði um leið þegar hann sá í hvað stefndi með miklum pirringi gátu þeir nú ekki stílað á það að stunda sitt eftirlit í Reykjahlíðinni og eða á slíkum stöðum þar sem  rútur stoppa til að taka matarhlé og aðra þá hvíld sem þeim ber samkvæmt reglugerðum. Bílstjórinn opnar farþegahurðina til að hleypa ferðamönnunum út til að skoða vatnið og til að taka myndir. Þegar farþegarnir eru á leið út um farþegahurðina koma eftirlitsmennirnir inn um þá hurð á móti farþegunum þannig að þeir urðu að víkja sem inni voru en þá. Bílstjóranum fannst hann vera niðurlægður vegna þessara atgerða hvernig var staðið að þessu og var hinn óhressasti. Hann spurði hvort þetta væri eitthver sérsveitaæfing að þurfa að koma  svona aftan að bilstjóranum og það með svona freklegum hætti gagnvart  ferðamönnunum í leiðinni. Þegar þessu lauk fóru ferðamennirnir inn í rútuna að nýju og horfðu sumir hverjir á bílstjóran í leiðinni með tortryggilegum augum. Eftir þetta atvik tók bílstjórinn ákvöðun að hætta að hafa það að lifibrauði sínu að keyra ferðamenn eftir 7 farsæl ár í þessu starfi. Eineltið er of mikið frá eftirlitskerfinu: það skapar mikið stress og stress veldur slysum!

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband