29.4.2008 | 00:23
Gas-gas-gas-gas-gas-gas-gas-gas-gastónninn!
Það fór eins og ég spáði sama morguninn og þetta var hrópað í beinni útsendingu að þetta myndskeið myndi verða eitt af eftirminnilegustu myndskeiðum aldarinnar. Fyrir 60 árum man ég eftir að hafa heyrt revíulagið um gasmjólkina þar sem orðið gas er endurtekið átta sinnum áður en í ljós kemur að átt er við gasmjólkina. Við sama lag var líka sunginn annar texti um M-listann sem allir ættu að kjósa.
Nú er bara að vinda sér í það að gera nýjan texta við sama lag um gastóninn.
Gas! Hringitónn slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Passar líka vid lagid "Lax, lax, lax" :-)
Jóhann (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:02
Eigim við borgararnir ekki heimtingu á að það séu tilfinningalega þroskaðir menn og konur í lögreglunni ?
Fransman (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:16
Mótmælendur urðu gasalega hræddir við þennan vígalega laganna vörð.
Gas, gas, gas og aftur gas
Það eina sem þú hugsar um er bara gas, gas, gas.
Frá sólarupprás til sólarlags,
þú sérð ekkert nema gas, gas, gas.
Gas, gas, gas og aftur gas.
Var það ekki Guðmundur heitinn Jónsson sem söng þetta (sem lax, lax, lax?)
Theódór Norðkvist, 29.4.2008 kl. 13:07
Jú, það var Guðmundur. Ég ætti að muna það, gerði textann fyrir hann.
Ómar Ragnarsson, 29.4.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.