Áminning fyrir "íslensku leiðina".

Hvergi er lengri vinnutími en hjá Íslendingum. Það er vegna þess að grunnlaunum er haldið í lágmarki en í staðinn er það bætt upp með óhóflegri yfirvinnu. Aðrar þjóðir forðast þetta og vinnutilskipun ESB er ekki út í bláinn. Hún á að tryggja að í vandasömum nákvæmnisstörfum, ekki hvað síst þar sem um líf og limi fólks er að tefla, sé hætta á mistökum þreytts fólks haldið í lágmarki.

Í Landsspítaladeilunni glytti í þetta í gegnum hið flókna kerfismál sem almenningur skildi ekki. Upptaka vinnutímatilskipunar ESB hefði haft lækkun meðaltalslauna hjúkrunafræðinga í för með sér. Þeir áttu sem sagt að borga kosntaðinn.

Lengst af starfsævi minni hef ég unnið í harðri og hraðri fréttamennsku á tólf tíma vöktum og veit hve það kallar mjög á mistök. Þetta er ekki gott í fréttamennsku en getur verið banvænt í nákvæmnisstörfum heilbrigðisstétta þar sem engu má oft skeika.

Nýlega hef ég farið í gegnum nákvæmnisaðgerðir á spítala og skynjað þetta. Hvert tapað mannslíf á íslandi kostar að meðaltali 200 milljónir króna og er ómetanlegt tilfinningalegt tjón þá ekki meðtalið.

Ég sé menn stökkva upp og hrópa við tíðindin af LSH: Svona á að taka þetta! Aldrei að víkja frá ítrustu kröfum! Ég er ekki einn af þeim sem set allar kröfugerðir undir sama hatt. Það verður að vera skynsemi á bak við kröfur og það var það í þetta sinn og gott að hægt var að lenda málinu og öllum til sóma sem að því stóðu.

Eftir situr að fyrst það stendur í stjórnarsáttmála að rétta skuli hlut kvennastétta er tvöföld ástæða til þess að ríkið borgi kostnaðinn af nauðsynlegum öryggiskröfum í vinnufyrirkomlagi.

Hvíldartímaákvæði ESB um vöruflutningabílstjóra snýst um öryggi vegfarenda. Ef það kostar peninga að tryggja það öryggi þá verður að hækka flutningsgjöldin. Í sífellt flóknara og tæknivæddara þjóðfélagi er leið óhóflegs og hættulegs vinnuálags fyrir löngu búin að ganga sér til húðar og hefur þegar valdið miklum skaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvíldartímaákvæði ESB um rútu-og vöruflutningabílstjóra snýst um öryggi vegfarenda og er hún miðuð við staðla sem gerðar eru til umferðarmannvirkja  í ESB. 

Einnig var litið  til þess að ákvæðin tryggðu að að hægt væri að fara eftir henni með það í grunnin að ákvæðin skertu ekki samkeppnis umhverfið í einstöku landi innan ESS landanna s.s. vegna  lélega vegi, lélega aðstöðu fyrir bíla og bílstjóra sem stæðust ekki ESB kröfur. 

Sama tel ég vera vegna þessa auka eftirlitskerfis sem Vegagerðin sér um hún er með lögregluvald á ýmsum sviðum. Undirritaður telur það vera mannréttindabrot því  meiraprófsbílstjórar sem aka þessum bílum eiga rétt á að það séu eingöngu lögreglumenn sem fari með slíkt vald því það tryggir jafnræði fyrir dómstólum sem dæmi..

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rútu- og vöruflutningabílstjórar verða að fá að hækka laun sín. Ef það kostar hækkun á flutningsgjöldum sem þjóðinni vex í augum, er hægt að gera sérstakar ráðstafanir í þeim efnum.

Þessir bílstjórar eiga sama rétt og aðrir að það sé lögreglu- og dómsvaldið sem veifi refsivendi vegna lögbrota.

Raunar er grátt svæði til líkt og er hjá flugmönnum þar sem það eru flugmálayfirvöld sem rannsaka mál sem ef til vill verða að sakamálum. Flugmálayfirvöldum er heimilt að svipta flugmenn tímabundið flugréttindum á meðan mál eru skoðuð, ef þau þykja alvarleg. Þau gefa síðan viðkomandi flugmönnum kost á að taka hæfnispróf og fá skírteini að nýju.

Það er aðeins í örfáum undantekningartilfellum sem slík mál koma fyrir dómstóla.

Ómar Ragnarsson, 1.5.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

vegagerð sér um vörubílstjóra,flugmálayfirvöld um flugmenn,fiskistofa um sjómenn,hvað gerir þá lögreglan?

Davíð Þorvaldur Magnússon, 1.5.2008 kl. 02:48

4 identicon

Bílstjóri á flutingabíl með fisk innanborðs getur átt von á þremur eftirlitum á vegi sínum þ.a.s. lögreglunni, fiskistofueftirlitinu(ekki með lögregluvald) og vegaeftirlitinu (með lögregluvald)

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á endanum verður það alltaf einhver sem borgar fyrir það að haldið sé uppi öryggi, Sturla. Ef farin er leiðin sem þú vilt, þá á ríkissjóður að borga í gegnum lækkað eldsneytisverð.

Lægra eldsneytisverð þýðir minna í ríkiskassanna og þar með minna fé til þjóðþarfra hluta eins og skóla, spítala, vegaframkvæmda.

Þegar ég skoða það sem þú segir, Baldvin, þá sé ég, að sá munur er á fluginu og vegaeftirlitinu að svipting flugskírteinis getur ekki talist lögregluaðgerð, vegna þess að veitin flugskírteinisins er það ekki heldur.

Ef samræmi ætti að vera í hlutunum ætti vegaeftirlitið ekki að geta að geta stöðvað akstur hjá mönnum nema þeir hafi áður fengið sérstakt leyfi hjá því til að aka með farm um vegina. Gaman væri að vita hvort lögregluvald vegaeftirlitsins er með þessum hætti í nágrannalöndunum.

Ómar Ragnarsson, 1.5.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

1 litri af díselolíu í Noregi kostar 186kr

Davíð Þorvaldur Magnússon, 1.5.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki eiga allar vinnuverndarreglur ESB við á Íslandi, t.d. að banna börnum að vinna. Í Evrópu eru slíka reglur eðlilegar því þar hafa komið upp dæmi um barnaþrælkun. Slíkt gæti trauðla gerst í litlu samfélagi eins og Íslandi. Vinnan göfgar manninn, líka börnin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

fiskistofa (ekki með lögregluvald)ef ég svo mikið sem veiði 1 kíló framyfir kvóta eða skila ekki afladagbók (sem fer beint í ruslið)þá fæ ég sekt,mjög háa sekt og annað verra ég missi atvinnuleyfið í 2 vikur sem er algjörlega fáránlegt svo koma fiskistofumenn oft í heimsókn um borð í bátinn og skoða afladagbók og ef hún er ekki rétt útfyllt þá er ég í vondum málum,sagt er að hafró nýti sér gögn þessa afladagbóka en trúðu mé þeir henda þessu beint í ruslið.Svo eru einhverjir bílstjórar að væla,ég mundi glaður skipta við Stulla á hans áhyggjum og mínum

Davíð Þorvaldur Magnússon, 1.5.2008 kl. 14:40

9 identicon

Vegagerðin gefur út hópferðarleyfi sem skal endurnýjast einu sinni á ári sé leyfið ekki  í hópferðarbílnum getur Vegagerðin kyrrsett farartækið á staðnum. Áður en umferðarlögunum var breytt fyrir um 2 árum síðan voru lögreglubílar notaðir í þetta eftirlit sem voru þá líka merktir með merkjum Vegagerðarinar. þessir bílar voru mannaðir tveimur mönnum einn var lögreglunni og hinn var Vegagerðinni. Eftir breytingarnar á umferðarlögunum voru út búnir sérstakir bílar fyrir Vegagerðina til að sinna sínum þætti úr nýju umferðarlögunum sem þeim ber. Hvar er hagræðingin og skynsemin í þessum breytingum sem eingöngu var gerð til að tryggja Vegagerðinni tekjulind til að reka sinn eftirlitsiðnað að ég tel?

Dæmi til að upplifa vitleysuna: Ef slys verður á Mývatni og í nágrenninu er bíl frá Vegagerðinni að stunda sitt eftirlit með hópferðarbílum sem þar fara um og í þeim bíl er eingöngu mannaður mönnum sem eru veghaldarar og næsti lögreglubíl er staðsettur á Húsavík. Hvaða umferðarlög hefðu hentað betur í þessari stöðu þau gömlu eða nýju?

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ 

 gggggggggggg

hhhhhhhhh

B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:03

10 identicon

Davíð skil vel þína upplifun að þér finnist þú búa í lögregluríki. Þú og Stulli eigið þó eitt sameigilegt það er að eftirlitsiðnaðurinn er að borða frá ykkur brauðmolanna.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

P.S. Afsakið að ég hef rekist í  g og h takkannaátölvunni minni óvart í færslunni minni hér ofar.

B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband