Hvað segir Guðjón Arnar ?

Jón Magnússon spyr í bloggi sínu hvað ég segi um síðustu atburði í borgarkerfi Reykjavíkur. Hann virðist álíta að formenn stjórnmálaflokka eigi að sitja við það á flokksskrifstofunum að fara yfir mannaráðningar og hvaðeina sem gert er hjá sveitarstjórnarmönnum um allt land og láta síðan málin til sín taka.

Skrýtið er að Jón skuli ekki spyrja sinn eigin flokksformann um þetta úr því að hann telur að þetta sé svona mikið á þeirra könnu. F-listinn í Reykjavík, listi Frjálslyndra og óháðra, notaði listabókstaf Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum 2006, en I-listi Íslandshreyfingarinnar hefur ekki verið borinn fram í byggðakosningum, heldur bauð fyrst fram í Alþingiskosningum í fyrra.

Davíð var kannski með puttana á sínum tíma ofan í því hvað hans fólk var að gera í borgarmálefnunum, en aldrei kom það fram.

Borgarstjórnarfulltrúar eiga eins og Alþingismenn að fara eftir sannfæringu og samvisku sinni og niðurstaðan getur verið einstaklingsbundin eftir aðstæðum og mati hvers og eins. Það vildi svo til að efstu menn á F-listanum í byggðakosningum 2006 urðu í fararbroddi á I-listanum í alþingiskosningunum 2007 og nutu þá og njóta enn fyllsta trausts mín varðandi það að gera sitt besta og vinna eftir bestu samvisku, þótt sum vinni fyrir meirihlutann og önnur fyrir minnihlutann í Reykjavík.

Íslandshreyfingin hefur aldrei boðið fram til borgarstjórnar og ég hélt að Jón Magnússon vissi að listabókstafurinn sem um ræðir var F við síðustu kosningar.

Þess vegna segi ég við Jón: Af hverju spyr þú ekki hvað Guðjón Arnar hafi að segja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla hvorki að svara fyrir Jón Magnússon né Guðjón Arnar.  Guðjón Arnar bloggar ekki og er ekki upptekinn af umræðunni í bloggheimum.  Hann hlustar þó á grasrótina og fylgist með.

  Guðjón Arnar hefur lýst yfir ánægju með að Ólafur F. náði 80% af kosningamálum F-lista inn í málefnaskrá borgarstjórnarmeirihlutans.  Jón hefur bent á að Frjálslyndi flokkurinn beri ekki ábyrgð á borgarstjóranum.  Báðir hafa rétt fyrir sér og ég held að það sé ekki ágreiningur um það. 

Jens Guð, 13.5.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar, Jens segir réttilega frá í athugasemd sinni. 

Spurningin sem ég beindi til þín var hins vegar hvað þú segðir um pólitískar mannaráðningar með vísan til þess að Ólafur F. Magnússon réð Jakob Frímann með sérkennilegum hætti í starf hjá Reykjavíkurborg. Ég skil svar þitt ágæti Ómar með þeim hætti að þú treystir þér ekki til að svara fyrir þetta mál. Það finnst mér eðlilegt miðað við þá mannkosti sem ég þekki til hjá þér.

Jón Magnússon, 14.5.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning:

Er Ráðhús Reykjavíkur orðið skotspónn milli MR inga sem þar hafa ráðið ríkjumsvo lengi sem elstu kallar og kellingar muna.

Nú eru MH-ingar þar við völd. Báðir eru þeir Ólafur F. og Jakob F. báðir Magnússynir útskrifaðir frá MH 1972. Báðir hafa þeir ýmsa prýðilega kosti en því miður þá er alltaf verið að telja upp vankostina. Var það nokkurn tíma siður hjá MR-ingum að ræða um ókosti sinna manna?

Við verðum að vona og bíða að Reykjavík sé þrátt fyrir allt þokkalega stjórnað. Gæti það annars orðið mikið verra miðað við núverandi ástand sem er vegna þess hva borgarfulltrúar eru fáir? Þeim var fjölgað í 21 1982 en Davíð fækkaði þeim aftur því það hentaði honum ekki.

Ætli borgarfulltrúum Reykjavíkur þyrfti ekki að fjölga í h.u.b. 40 miðað við að 65 borgar- og bæjarfulltrúar eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem búa um 190.000. Það eru því um 3.000 íbúar að meðaltali á bak við hvern fulltrúa. Hvarvetna eru fulltrúar í þessu starfi sem hlutastarf en í Reykjavík er þetta orðið 100% starf ef ekki meira. Er það sem er æskilegt?

Núverandi vandræðaástand er ekki tilkomið vegna þess að borgarstjórinn heitir Ólafur. Þar þarf að leita annarra skýringa.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.5.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband