21.5.2008 | 15:29
Ekki af baki dottnir við að ná sínu fram.
Nú er komið það hljóð í strokkinn að Bitruvirkjun verði aðeins frestað fram yfir kosningar svipað og Landsvirkjun "setti Norðlingaölduveitu á ís". Morgunblaðið er ringlað í dag og talað er um fyrirsjáanlegan orkuskort hjá þjóð sem framleiðir þegar fimmfalt meiri raforku en hún þarf til innanlandsþarfa. En staðan sem nú er komin upp ætti að sýna hve mikil skammsýni hefur verið fólgin í því að keyra álverið í Helguvík áfram í stað þess að slá það af og ná sér í kaupendur, sem þurftu ekki eins mikla orku, menguðu nánast ekkert og hægt var að semja við án þess að fórna öllu til. Það er enginn vandi að búa til orkuskort með því að keyra framkvæmdir og eftirspurn fyrir mesta hugsanlega orkubruðl veraldar, álver, áfram á ofurhraða.
|
Athugasemdir
...og ekki gleyma því að smávegis fjölbreytni í atvinnulífi gerir ekki skaða...
Púkinn, 21.5.2008 kl. 18:54
Haaaa? Er orka til fyrirtækja á íslandi ekki innanlandsþörf?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 22:53
Óskar Bergsson gefur til kynna að þessi niðurstaða sé eingöngu fyrir tilstuðlan Ólafs F. Magnússonar en nýleg könnun sýnir að það ríkir tiltölulega góð sátt um þessa ákvörðun. Óskar fer reyndar ekki rétt með því Orkuveitan hefur eftirfarandi á prjónunum: Virkjun við Hverahlíð og stefnt að rannsóknaborunum við Meitil og Gráhnjúka. Þar með verða víst heilar 5 jarðgufuvirkjanir á Hellisheiðar- Hengilssvæðinu.
Ég bloggaði um þetta: http://siggith.blog.is/blog/ginseng/entry/545572/
Sigurður Þórðarson, 22.5.2008 kl. 10:47
Ég er að velta því fyrir mér hvort Ómar Ragnarsson passi ekki vel upp á að ekki snifsi né örðu af "orkubruðls"efnum, eins og áli og slíkum óþarfa, sé að finna í fjölmörgum frettíkum hans í lofti, á láði og á legi???
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:49
Það er skynsamlegt að hætta við Bitruvirkun vegna þess að:
Ómar, þú stendur vaktina frábærlega!
HB (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:31
Þegar Nesjavellir kólna er röng staðhæfing. Kynntu þér Nesjavallavirkjun HB. Með hinar virkjanirnar, Bitru, Hverahlíð og Hellisheiði, ríkir óvissa en þó minni líkur en meiri á kólnun með skynsamlegri nýtingu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.