Gátu gagnast í þýsku hernámi Íslands.

1940 voru stærstu herskipin og stærstu skemmtiferðaskipin hraðskreiðustu stórskip stríðandi þjóða. Sama dag og Bretar hernámu Íslands með aðeins tæplega 800 hermönnum skipaði bálvondur Hitler Raeder flotaforingja að útbúa áætlun fyrir hernám Þjóðverja. Áætlun Raeders nefndist Ikarus og fólst í því að láta tvo af hraðskreiðustu bryndrekum Þjóðverja ásamt tveimur stærstu farþegaskipunum hernema landið strax og færi að dimma á næturna um haustið.

Þjóðverjar höfðu komið Bretum algerlega á óvart með því að fara inn í Noreg með þúsund flugvélar þegar landið var hernumið og geta þannig haldið breska sjóhernum frá. Þeir hefðu leikið sér að því að hernema Ísland árið 1940 með svipaðri aðferð. 

En forsenda þess var hin sama og í Noregi, - að ná valdi á flugvöllum strax í upphafi og yfirráðum í lofti. En á Íslandi voru engir flugvellir og þess vegna varð ekkert af þýska hernáminu, því að breski sjóherinn gat komið í veg fyrir birgðaflutninga Þjóðverja til Íslands ef þeir síðarnefndu höfðu enga flugvélavernd.

Ég er að að vinna að heimildarmynd um það hvernig Þjóðverjar hefðu getað náð yfirráðum í lofti frá fyrsta degi innrásar sinnar og breytt þannig gangi stríðsins. Við það að kanna þá sögu skapar tilvist hinna stóru farþegaskipa fleiri tilfinningar í brjósti mér ein tandurhreina aðdáun á friðsamlegum farkostum.


mbl.is Sögufrægt skemmtiferðaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband