5.8.2008 | 10:45
"Í upphafi skyldi endinn skoða."
Þetta gamla máltæki er í fullu gildi hvað snertir orkuöflun, orkudreifingu og orkunotkun og nauðsynlegt að skoða þessi mál í samhengi. Í löggjöf ýmissa landa erlendis eru meira að segja ákvæði um að innifalið í mati á umhverfisáhrifum sé mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna sjálfra meðan á þeim stendur, þ. e. gerð mannvirkjanna á byggingartímanum.
Þar getur verið um að ræða mikil áhrif sem aðeins eiga sér stað á meðan mest er umleikis en geta valdið varanlegum neikvæðum áhrifum. Þeir sem andæfa skipulagðari, framsýnni og heildstæðari vinnubrögðum virðast gera það í þeirri von að frekar hægt að komast upp með hvað sem er ef málin eru skoðuð sem minnst og sem dreifðast svo að sumt dettur upp fyrir og annað uppgötvast ekki fyrr en of seint.
Í ferðum mínum um Leirhnjúks-Gjástykkissvæðin hef ég fundið fjölmörg sláandi dæmi um þetta sem ég mun fjalla nánar um þegar ég hef tekið það saman.
Dæmi um að í upphafi skyldi endinn skoða er það að ef öll fáanleg orka á Íslandi verður virkjuð fyrir álver skapast aðeins störf í álverunum fyrir 2% af vinnuaflinu í landinu. Augljóst er að slíkt leysir engan atvinnuvanda þótt mest sé gumað um það af því af virkjanafíklunum.
Formsatriði ráða niðurstöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málflutningur margra þingmanna og sumra Húsvíkinga síðustu daga hefur verið alveg ótrúlegur, til dæmis það sem ég kalla algert bull um að álver leysi efnahagsvanda núna. Sem sé: Í raun og veru eru svona stórframkvæmdir tákn frá stjórninni en ekki raunverulegar aðgerðir í neinum efnahagsmálum. Og það sem verra er: Afvegaleiðandi tákn. Fyrir utan umhverfisáhrif og náttúruspjöll, sem er auðvitað stærsta ástæða baráttunnar gegn álverum, þótt samfélagsáhrifin séu afar tvíbent svo ekki sé meira sagt.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.8.2008 kl. 11:04
Persónulegt skítkast í garð umhverfisráðherra, eins og hefur sést á síðustu dögum er engum til framdráttar. Það er ekki bara hallærislegt, það er skammarlegt. Margir bloggarar hafa verið með niður um sig og það sem verra er, margir þingmenn og ráðherrar líka. Ég vona að hún komist gegn um þetta án varanlegs skaða eða uppsagnarbréfs. Það sárasta er að fólk virðist halda að álverið á Bakka sem á að rísa eftir 4-5 ár muni einhvern vegin "redda" verslunar- og þjónustufólki í Reykjavík sem sagt hefur verið upp á undanförnum vikum. Lítur út fyrir að stóriðjufólk sé komið í þrot og geti bara notað persónulegt skítkast or útúrsnúninga sér til varnar.
Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 11:33
"...ef öll fáanleg orka á Íslandi verður virkjuð fyrir álver".
Er þessi taktík virkilega að virka hjá þér Ómar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 14:59
Er Ísland lýðræðisríki?
Í öllum fréttum er talað um að umhverfismat tefji álverið - jafnvel um nokkra mánuði - ekki að þetta sé hluti af athugun hvort 350.000 tonna álver sé yfirleitt mögulegt eða ásættanlegt. Hvað þarf að virkja mikið - hvar með hvaða fórnum? Er ekki skjálfandafljót inni í tölunni eða finnast 600 mw í jarðvarmanum? En Kyoto - hvaðan á mengunarkvótinn að koma? Allir sjálfstæðismenn tala eins og þetta sé ákveðið, Össur talar um að þetta sé ákveðið. Hver ákvað þetta og hvernig? Til hvers er þá umhverfismatið? Átti það ekki að vera hluti af upplýstu ferli? Ég hef hitt erlenda blaðamenn undanfarið - þegar ég segi þeim að allt þetta sé í gangi í trássi við Kyoto, áður en umhverfismat er komið, áður en orkuöflun er komin á hreint þá eru þeir gapandi og segja: ég vissi ekki að ísland væri svona spillt. Það er undanfari spillingar þegar opinberar stofnanir eru teknar úr sambandi og látnar þjóna hentisemi stjórnmálamanna. Það kalla þeir spillingu þegar ákvarðanir eru teknar áður en þekkingin sem liggur þeim til grundvallar er uppi á yfirborðinu. Fjölmiðlar sýna ekki aðhald, þeir spyrja ekki spurninga, hvaðan á orkan að koma? Hvernig er með mengunarkvóta. Hver eru umhverfisáhrifin? Fjölmiðlar spyrja ekki um þetta en fyrirsagnir segja: HÚSVÍKINGAR REIÐIR. Það er alls ekki einhugur um þetta í Þingeyjarsýslum auk þess sem ÞEIR HAFA EKKI FENGIÐ UPPLÝSINGAR TIL AÐ TAKA UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN. Stækkun upp í 350.000 tonn er EKKI FULLRÆDD. Helguvíkurálver er með nákvæmlega sömu tækni og þetta álver og ÞAÐ ER LÍKA HANNAÐ TIL AÐ VERA 350.000 TONN. Það er verið að efna til sama fasisma og þegar austfirðingar áttu allir að vera einhuga. Þetta er mál þjóðarinnar allrar vegna þess að hér er kapphlaup um að ráðstafa sameiginlegum auðlindum OKKAR, sameiginlegum mengunarkvóta OKKAR. Þetta er allt að stefna í allsherjar hneyksli - og enn og aftur á að semja við Alcoa á milli kosninga um risaframkvæmdir sem KOMA OKKUR ÖLLUM VIÐ.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:50
Það verður gaman að lesa svar Gunnars við athugasemd Andra.
Villi Asgeirsson, 5.8.2008 kl. 16:26
Það vantar millileikinn að gerð verði yfirlýsing á milli ríkisstjórnar og náttúrusamtaka hér á landi að það verði bara eitt 250.000 þúsund tonna álver reist í viðbót á Íslandi svo punktur. Best væri að það álver yrði í Helguvík því þar yrðu minnstu umhverfisspjöllin vegna framkvæmdanna sem þurfa að koma þar til að loka slíku dæmi. Stál í Stál aðferðin eða rétta sagt Ál í Ál aðferðin gera stórfyrirtækin oftast sterkari eins og sagan kennir okkur þegar þannig er haldið á málum því miður. Því segi ég hálfa leið fyrir báða aðila. Þannig endaði leikurinn í deilunni um Laxárvirkjun í den með millileik og hefur verið þar friður síðan. Laxárvirkjun umrædda Í Mývatnsveitinni hefur í dag bara einn rafall í stað tveggja eins og þeir áttu upphaflega að vera. Í staðin fyrir hinn rafalinn sem aldrei kom var sett stórt og mikið stállok sem kalla má Millileikur.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 17:07
Mér finnst gæta dálítils misskilnings í athugasem Andra Snæs. Þegar ákveðið er að fara í viðamiklar framkvæmdir sem krefjast mats á umhverfisáhrifum, þá hefur að sjálfsögðu verið gerð ákveðin forkönnun til þess að sjá hvort framkvæmdin er raunhæf, m.a. m.t.t. væntanlegrar niðurstöðu á fyrirhuguðu mati. Ef niðurstaðan er jákvæð, þá er haldið áfram með hönnun o.fl. þar til matið getur farið fram. Að sjálfsögðu er reiknað með að niðurstaða matsins verði jákvæð fyrir framkvæmdaaðila og það gera menn einnig þrátt fyrir að andstæðingar virkjana og stóriðju reyni að gera svona framkvæmdir sem torveldastar.
Hjörleifur Guttormsson reyndi að tefja fyrir framkvæmdum við byggingu álversins í Reyðafirði með því að kæra að gamla matið, fyrir mun stærri verksmiðju sem áður var fyrirhuguð, væri notað fyrir hið nýrra og smærra . Þegar kæran var tekin gild og nýtt mat var látið fara fram, ákvað Alcoa að halda áfram með framkvæmdina eins og ekkert hefði í skorið áður en niðurstaða nýja matsins lægi fyrir, enda var hún þegar komin á fullt skrið. Þetta þótti mörgum merki um spillingu og sögðu að svona umhverfismöt skiptu engu máli greinilega, Alcoa og rikisstjórnin ætluðu sér að keyra þetta í gegn, sama hvað tautaði og raulaði. Niðurstaða matsins varð auðvitað jákvæð enda þóttust framkvæmdaaðilar sjá það í hendi sér.
Andri gefur í skyn að óeining hafi verið á Austurlandi með framkvæmdirnar þar. Ég efast auðvitað ekkert um að fáeinir einstaklingar voru á móti þessu þar, m.a.s. á Reyðarfirði var einn bóndi, Guðmundur á Kollaleiru, varaþingmaður Hjörleifs fyrir Alþ.bandalagið sáluga, forvera vinstri grænna, harður andstæðingur framkvæmdanna. Nokkur viðtöl voru tekin við hann í fjölmiðlum þar sem hann lét gamminn geysa og fór hann þar með fleypur eins og kommúnistum er tamt. Hann skaut skjólshúsi yfir glæpamennina sem komu hingað á vegum Saving Iceland hópsins og var að lokum handtekinn sjálfur fyrir eignaspjöll á álverslóðinni. Guðmundur flúði skömmu síðar til Akureyrar og býr þar enn að mér skilst.
Varðandi mengunarkvóta, þá held ég að við ættum að bíða með fullyrðingar með það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 17:49
"Guðmundur flúði skömmu síðar til Akureyrar." skrifar Gunnar Th. Gunnarsson eins og ekkert sé sjálfsagðara en að þeir sem mögla séu flæmdir í burtu. Guðmundur er ekki einn um það að hafa orðið að flýja vegna þess að andstæðingar hans gerðu honum skipulega lífið leitt.
Ég hef heyrt um miklu fleira fólk bæði eystra og á Húsavík sem hefur talið sig neytt til þess að "flýja" og flytja til Akureyrar eða alla leið suður. Gefin var út yfirlýsing á Húsavík að rétt væri að gera andófsfólki lífið leitt og því hefur verið fylgt eftir.
Þetta er gömul aðferð og þrautreynd. Til dæmis var þeim sem voru ósammála Sovétstjórninni á sínum tíma "gert lífið leitt"þangað til þeir flúðu land.
Enginn lýsti þessu fyrirbæri betur fyrir mér en Hrafnkell heitinn Jónsson þegar hann lýsti ofsóknunum á hendur sér fyrir mér eftir að hann dirfðist að andæfa drekkingu Eyjabakka.
Svo fór að hann átti aðeins um tvo kosti að velja: Að flýja eins og Gunnar kallar það kinnroðalaust eða að hætta andófinu og fá þannig að þrauka áfram. Hann valdi síðari kostinn og ég lái honum það svo sem ekki. Það getur enginn dæmt um það hvað það þýðir að vera fyrirlitinn, smáður og hrakyrtur daglega nema hafa reynt það sjálfur.
Ómar Ragnarsson, 5.8.2008 kl. 18:36
Mási á Kollaleiru lýsti því yfir fyrirfram, í aðdraganda álversframkvæmdanna, að hann myndi flytja brott af ríkisjörð sinni ef af þessu yrði. Hann var ekki flæmdur burt Ómar, enda á hann bæði stóran hóp skyldfólks og vina á Reyðarfirði. Þó ég sé ósammála Mása á nánast öllum sviðum í pólitík, þá kann ég ákaflega vel við hann sem persónu og ég veit ekki til þess að hann hafi orðið fyrir neinum ónotum hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 18:50
Orð Andra Snæs einkennast af þvílíkum hroka og fyrirlitningu. Leyfa sér þann málflutning og fullyrða að Þingeyingar hafa ekki fengið upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun. Þetta sýnir þá fyrirlitningu sem fólk eins og Andri Snær hefur á fólki á svæðinu. Tala niður til fólksins sem alvitur og telja sjálfan sig vera nægilega upplýstan til að taka ákvörðun í málinu. Þetta einkennir dapurlegan málflutning fólks á höfuðborgarsvæðinu og sýnir þann djúpa misskilning sem fólk á höfuðborgarsvæðinu virðist vera haldið.
Málflutningur Ómas er ekki síður dapur þar sem hann leyfir sér að tala niður til fól´ks á Húsavík. Hefur Ómar velt því fyrir sér hvers vegna fólk býr þar sem það býr? Hvers vegna meginþorri þjóðarinnar býr á suðvesturhorni Íslands? Þar er atvinna, svarið er ekki flóknara en svo. Á Húsavík hefur verið mikil fólksfækkun en þrátt fyrir það heldur sveitarfélagið uppi háu þjónustustigi sem leiðir til þess að færri eru til að greiða það sem þarf til þess að svo megi vera. Það leiðir til þess að fólk flytur eða að þjónustustigið skerðist verulega. Myndi Andri Snær og Ómar Ragnarsson sætta sig við það? Og allt það lið sem telur sig vera alvitur í Reykjavík og vita hlutina bestur en sá sem veit það fyrir víst. Nei, blekkingin er fólgin í því að of stór hluti íslensku þjóðarinnar virðist ekki átta sig á hvernig íslenskt samfélag er uppbyggt.
Með úrskurði Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um framkvæmdir við Bakka var hún að gæta sinna pólitísku hagsmuna. Hún var að tryggja það að álver við Helguvík fengi þann kvóta sem eftir er, sem þarf svo álver megi rísa. Hún var að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á SV-horni Íslands og þar með er hún orðin hluti af hópi þeirra Íslendinga sem skilur ekki hvernig íslenskt samfélag er uppbyggt.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:32
Hjálmar reyndu ekki að snúa þessu upp í fyrirlitningu á fólki. Þetta landsbyggðar versus 101 kjaftæði er orðið frekar þreytt. Samkvæmt skoðanakönnun fréttablaðsins er stærri hluti landsbyggðar á móti þessu heldur en höfuðborgarbúa. Þú virðist kjósa að stilla þessu svona upp til að horfast ekki í augu við þætti málsins. Ég er illa upplýstur. Ég veit ekki hvaðan orkan á að koma í 350.000 tonna álver. Getur þú sagt mér það Hjálmar? Þessi fullyrðing um fyrirlitningu á fólki er fyrir neðan allar hellur en sýnir í hversu miklum ógöngum veigamiklar framkvæmdir eru komnar í og hversu duglegir stjórnmálamenn eru að reka fleyg milli manna. Ég hef ekki hitt þig og get því hvorki fyrirlitið þig né dáðst að þér. Alcoa kynnir 250.000 tonna álver. Á fundi á Húsavík í maí 2006 sagði ég frá því að það væri of lítið - það þyrfti að stækka. Getur þú sagt mér hvaðan orkan á að koma í 350.000 tonna álver?
Andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:03
Þetta innlegg Andra Snæs kórónaði og staðfesti þá villu sem fólk virðist lifa í. Það vill nú bara þannig til að uppstillinga hans 101 gegn landsbyggð er staðreynd hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Sumir kjósa að vilja ekki sjá þá gjá sem hefur opanst verulega milli SV-hornsins og annarra svæða. Ég er ekki stilla neinu upp, ég bý við þessa uppstillingu þakka þér fyrir og því vel upplýstur um stöðu mála hér takk.
Mér finnst það dapur málflutningur að vitna í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sú skoðanakönnun sem best er að fra eftir eru kosningar. Niðurstöður kosninga í NA-kjördæmi eru þannig að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðislfokkur eru í mjög miklum meirihluta.
Hvað finnst þér um að orkan í álverið við Bakka kæmi aðeins frá gufuaflsvirkjunum? Þeistareykjum, Kröflu, Bjarnarflagi og Gjástykki?
Krafla II 150 Mw (hugsanlega 220)
Þeistareykir 120 Mw
Bjarnarflag 80 Mw
Gjástykki 80 Mw
Samtals 430 (500) en 346 þús. tonna álver þarf 550 Mw en 250 þús. tonna álver þarf 400 Mw.
Hvernig getur illa upplýstur maður tekið ákvörðun en eins og í biblíusögunum þá segir að á sandi byggði heimskur maður hús. Margir stjórnmálamenn eru mjög duglegir og aðrir síður en það er alveg ljóst að Þórunn Sveinbjarnardóttir er að gæta pólitískra hagsmuna á sínu svæði. Málið er ekki svart og hvítt og því snýst þetta ekki um að fyrirlíta eða dá persónu en að illa upplýstur maður dæmi heilan hóp er slæmur málflutningur en segir meira um persónuna sem dæmir. Andri Snær svarar því engu hvort hann sættir sig við skert þjónustustig, hvort hann sættir sig við að hans fasteign myndi falla í verði á mjög stuttum tíma, lokun á kaffihúsum, lokun í sundlauginni, skert framboð í tónlistarskóla og þannig má legni telja en fólk sem býr við góða þjónustu skal ekki naga skóinn þeirra sem minni þjónustu hafa og þurfa jafnframt að greiða meira fyrir hana.
Takk fyrir Andri Snær
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:55
Sæll takk fyrir svarið. Ég sé að þú ert að kenna börnum fæddum 1997. Þau verða tvítug árið 2017. Þau ljúka háskólanámi kringum 2022. Þú ert kannski með 15 í árgangi. Þau munu fara í 15 áttir. Við því verður ekkert að gera. Geta þau búið á Húsavík í framtíðinni? Það er hægt að byggja upp heilsuiðnað og ég veit að þarna eru góðir lýtalæknar að bjóða upp á góða þjónustu og þar getur Húsavík vaxið og gert meira með heilsuhæli í stíl við Hveragerði - þar vinna tugir - þið hafið vatnið og allt til alls. Já hjúkkur og læknar geta starfað og vaxið á Húsavík - þar er sproti. Og ef útlendingar eru komnir til að sjá hvali geta þeir alveg látið fjarlægja augnpoka í leiðinni. Og það er hægt að gera allt mögulegt með tölvur. Já þau geta flutt heim ef þau kunna á tölvu og þú getur ímyndað þér hvað gerist þar á næstu 20 árum. Ef þau verða líffræðingar er fullt hægt að gera. Ef þau vilja vera bændur er fullt hægt að gera. Ef þau vilja verða verkamenn verður fullt hægt að gera. Benedikt frá Auðnum byggði upp skjalasafnið á Húsavík og bókasafnið. Er einhver að rannsaka það? Er verið að sinna því? Hvað margir? Eitthvað sem einhver fæddur 1997 gæti viljað gera að ævistarfi? Ef þau vilja verða rafmagnsverkfræðingar er fullt hægt að gera vegna þess að það er hægt að virkja meira en sem nemur aflþörf höfuðborgarinnar á jólunum auðveldlega (170MW) og það er engin ástæða til að fríka út og binda það allt í eina verksmiðju einmitt núna árið 2008 til 40 ára og binda álverði. Það ætti að vera hægt að búa til nokkra meðalorkufreka vinnustaði á Húsavík, Akureyri og Dalvík. Það er engin ástæða til að stunda ágenga nýtingu þegar orkan er næg til að gera mjög margt hægar og betur, hlífa meiru og láta tækniframfarir vinna með okkur. Það er allt hægt að gera og það er verið að gera fullt og það er hægt að snúa við mörgu sem hefur misfarist. Hvað gerist á 10 árum? 20 árum? Hér er dæmi um eitt mastersverkefni frá 1997. http://www2.hi.is/page/msub9702. Skoðaðu svo þetta hér til að sjá hvað gerist 10 árum síðar: http://www.ossur.com/lisalib/getfile.aspx?itemid=7566. Ég held að Alcoa vilji þér vel. En mér finnst skrítið að sjá verksmiðju kynnta 250.000 tonn, svo þegar allir segja já að hún stækkar í 350.000. Og ég veit ekki hvernig gengur að afla orkunnar. Líklega væru vondar fréttir túlkaðar sem reiðarslag í stað þess að gleðjast yfir 200MW. Mér finnst eins og Alcoa viti hvernig á að spila skákina. Við erum að spara Alcoa árlega um 20 milljarða í orkuverði. Það er eins og árslaun 4000 verkamanna. Þú horfir á þjónustu og störf. Þeir horfa á gróða. Ef Norðmenn hefðu farið með olíuna á svipaðan hátt myndi olían skapa 5.000 störf í noregi. En engan sjóð. Hann væri hjá Exxon. Þú ert blindaður af stærðinni, af stóru lausninni. 300 störf sýnist mikið. Það eru samt ekki nema tvær rútur á hverja vakt. Og jú - það þarf að flæma brott bóndann af Héðinshöfða.
Andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 23:43
Ég var að uppgötva það í enn einni ferð minni á Leirhnjúkssvæðið hve illa ég hef verið upplýstur um það sem stendur til að gera þar. Ég var að skoða svæðið sem Landsvirkjun er þegar búið að eyrnamerkja sér vestur af Leirhnjúki í svonefndum Vítismó og er kallað "Krafla II" en ekki Leirhnjúkur eins og umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra gerðu í loforði sínu fyrir kosningar þar sem sú stefna Framsóknarflokksins á þessu virkjanasvæði var sett fram, að ekki skyldi leyfa neinar framkvæmdir við Leirhnjúk og í Gjástykki nema að undangengnu mati og fengnu samþykki Alþingis.
Iðnaðarráðherrann sveik þetta tveimur dögum fyrir kosningar þegar tryggt var að svikin kæmust ekki upp fyrir kjördag með því að gefa vægast sagt lagalega vafasamt rannsóknarleyfi í Gjástykki.
Ég er rétt að byrja að reka nefið inn í þetta mál, sem vafið hefur verið inn í vef blekkinga og trausti virkjanasinna á því að ég og aðrir viti helst ekkert um það.
Ég ef í samtölum mínum við fólk nyrðra sem syðra orðið þess var að vitneskjan um Leirhnjúk og Gjástykki og atvinnumöguleikana í sambandi við það náttúrunýtingargildi þessa svæðis sem og vitneskja almennt um það hvað Gjástykki og Leirhnjúkur eru er svo lítil hjá almenningi jafnt sem ráðamönnum að ekki er sæmandi fyrir íslenska þjóð og upplýsingasamfélag 21. aldar.
Gunnar spyr hvort staðreyndirnar um það hvernig fyrirhuguð álver í endanlegri stærð muni taka til sín alla fáanlega orku landsins virki sem "taktík."
Fjölmiðlamaður eins og ég spyr ekki um það hvort einhverjar upplýsingar virki sem taktík heldur um það að upplýsingarnar séu sem réttastar og að þær séu veittar. Ég hef ekki enn séð þessa hina einföldu samlagningu á orkuþörf og orkugetu rengda.
Ef menn kjósa samt sem áður að líta fram hjá þessum staðreyndum er það þeirra mál. Mitt er að upplýsa en annarra að ákveða hvort þeir taki tillit til upplýsinganna.
Ómar Ragnarsson, 6.8.2008 kl. 00:11
Eru menn hættir að sjá skóginn fyrir trjánum. Húsvíkingar eru ekkert á eftir álveri. þeim er alveg sama um það. þeir eru á eftir framkvæmdum. Byggja álver og virkjanir, leggja línur og vegi o.fl. Uppgrip, vertíð. Dugar í 2-3-ár. Góður peningur í því. Umhverfisspjöll?...framtíðin?...enginn peningur í því.
se (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:21
Megirðu upplýsa sem mest Ómar, ekki er ég á móti því.
Andri telur upp ýmsa möguleika í atvinnumálum. Allt gott og blessað með það og það lítur vel út á pappír, en hvað er það þá sem kemur í veg fyrir að þetta sé gert? Því svara sumir með þvi að segja að það sé ekkert hugsað um nema álver og virkjanir og aðrar hugmyndir komast ekki að. En þá segi ég; það eru til margir staðir á Íslandi þar sem ekkert er verið að hugsa um álver, prófið þetta þar.
Athafnasamir kapitalistar myndu örugglega ekki fúlsa við svona tækifærum, þeir þurfa bara Andra Snæ til þess að kenna sér til verka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2008 kl. 01:12
Andri Snær, þú þarft ekki að vitna í mína atvinnu. En til að upplýsa þig aðeins um íslenskt skólasamfélag þá fara bara ekki öll börn eða ungmenni í háskóla. Þetta eru hluti af stóra vandanum að þú og þínir líka gera sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd. Það þarf atvinnu fyrir verkfólk ekki síður en fyrir háskólamenntaða. Hvernig væri samfélag aðeins skipað háskólamenntuðum einstaklingum? Hér vaxa peningar ekki á trjám og heilsulind, heilsuferðaþjónusta, lýtalækningar gerast ekki að sjálfum sér. Málflutningur þinn úr öllum takt við raunveruleikann og því dapur að háskólamenntaður maðurinn skuli ekki sjá heildarmyndina. "ef þau verða líffræðingar þá er fullt hægt að gera", það er líka frábært að svífa um á róssauðu skýju og skrifa bækur, semja ljóð. Svo þú vitir þá skortir hefðbundna lækna til starfa á Húsavík og þá er ekkert að gera með lækna sem aðeins fjarlægja augnpoka. Svo ég vitni nú í þína atvinnu, hvers vegna býrð þú í Raykjavík. Hugsaðu þér frábæra fjárfestingu á Raufarhöfn, stórt einbýlishús á 10 milljónir, fuglanir og nægur tími til að yrkja og semja í friði frá öllum skarkalanum. Nú er málfluntingur minn eins kjánalegur og í raun hallærislegur og það sem þú setur fram hér síðast. Ég lifi í raunveruleikanum og vertu ekki að segja að ég sé blindur af heildarmyndinni, ég er í myndinni sjálfur en fólk eins og þú vilt sífellt breyta litunum, minnka mynda eða stækka en svo þegar þú ert búinn að mála þá skipir það þig engu máli hvort þú hendir henni eða seljir hana fyrir slykk.
Á Húsávík hefur mjög margt verið reynt í atvinnusköpun s.s parketframleiðsla, gekk ekki, rækjuvinnslan er lokuð og farin, fiskvinnslan er lokuð 5 mánuði ársins, lokun Kísiliðjunnar gerði það að verkum að tekjur af Húsavíkurhöfn drógust all verulega saman ofl. Ég bið þig Andri Snær að kynna þér málin í kjölin áður en þú setur fram staðreyndir sem reynast rangar og ekki í takt við raunveruleikann á Húsavík. Þann raunveruleika þekkir þú greinlega ekki og átt því ekki að setja stein í götu okkar sem erum að reyna að skapa hér tækifæri til atvinnu hvort sem er í áli eða öðru.
Í upphafi hér varstu að tala um virkjanir og þann slæma kost að virkja og virkja svo þegar rökin og málflutningurinn verður dapur þá er farið að fjalla um þann sem á fá rafmagnið. Hvað heldurðu að Norðurþing fái í fasteignagjöld á ári sem tekjur af álverinu? Sorpgjöldum? Holræsagjöldum? Hafnargjöldum?
Veltu því fyrir þér Andri Snær hvers vena kýst þú að búa þar sem þú býrð? Hvað er það sem fær þig til að velja að búa einhvers staðar?
kveðja að sinni...
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 02:01
Nú ætla ég að fara út á hálan ís. Ef Húsavík og aðrir staðir geta ekki séð fyrir sér án patentlausna frá Bandaríkjunum, af hverju á þá að halda þeim uppi? Ef við viljum hjálpa landsbyggðinni eru tvær lausnir til. Kvótinn verður að fara aftur heim og það þarf að byggja upp atvinnu alls staðar, ekki bara á Húsavík og kring um Helguvík. Eitt álver í hverjum fjórðungu getur ekki bjargað neinu fyrr en við getum bímað okkur upp eins og í Star Trek. Samgöngur eru ekki nógu góðar, sérstaklega um vetur. Þetta er eins og að segja fólki á Hellu að vinna í verksmiðju í bænum.
Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 03:55
"Ég hef heyrt um miklu fleira fólk bæði eystra og á Húsavík sem hefur talið sig neytt til þess að "flýja" og flytja til Akureyrar eða alla leið suður. Gefin var út yfirlýsing á Húsavík að rétt væri að gera andófsfólki lífið leitt og því hefur verið fylgt eftir."
"Ég hef heyrt um miklu fleira fólk bæði eystra og á Húsavík sem hefur talið sig neytt til þess að "flýja" og flytja til Akureyrar eða alla leið suður. Gefin var út yfirlýsing á Húsavík að rétt væri að gera andófsfólki lífið leitt og því hefur verið fylgt eftir"
Þetta segir aðili (ÓR)sem ætlar að "upplýsa" þjóðina um Leirhnjúk og Gjástykki.!! Landsbyggðin þarf ekki neina "hjálp" slíkra aðila til að "halda sér uppi" og svo vill Villi "byggja upp atvinnu". Heyr fyrir honum og svo kemur auðvitað bunan um þetta allt annað sem "hinir" eiga að dútla við.
Við erum aðeins að nýta okkur OKKAR tækifæri til að lifa og dafna. Ekki er annað að sjá en að aðrir telji sig vera að gera það sama. Frá Valhúsahæð sést til þriggja álversframkvæmda og glæsilegar virkjanir gefa afl og yl. Flugvélar taka sig til lofts frá flugvöllum og bílar aka um götur. Til hamingju með það.
Sigurjón Benediktsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 07:56
... það er kórrétt hjá Andra Snæ að auðvitað koma svona stórframkvæmdir okkur öllum við... ekki bara þeim sem í nágrenni við virkjanir eða álver... mér finnst athyglisvert það sem Ómar segir í færslunni að það skapist aðeins störf fyrir 2% af vinnuaflinu í landinu ef að öll fáanleg orka yrði virkjuð... mikið rosalega er miklu kostað til fyrir lítið... ég er sammála Villa að ef kvótinn færi aftur heim í byggðalögin myndi það breyta miklu og líklega meiru en eitt álver fyrir viðkomandi svæði...
Brattur, 6.8.2008 kl. 10:48
Villi, hver er þessi "við" sem þú vilt að hjálpi landsbyggðinni. Þetta verkefni, álver á Bakka hefur verið unnið að heimamönnum og því sýnir þessi málflutningur þá lítilsvirðingu sem einkennir umræðuna og dæma ummæli þín sig sjálf. Þau eru þér til mikillar minnkunar.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 10:48
- Ég bý ekki í Reykjavík og þegar ég segi "við" á ég ekki við reykvíkinga, heldur íslendinga. Lesa fyrst, dæma svo. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að bera minni virðingu fyrir landsbyggðarfólki en borgarbúum. Af hverju ætti ég að gera það? Margt af því besta fólki sem ég þekki býr á landsbyggðinni eða er utan af landi.
- Málið er að "við" eigum öll rétt til þokkalegs lífs og "við" verðum að gera það sem hægt er til að halda sem jöfnustum kjörum hvar sem fólk vill búa. Þess vegna minntist ég á kvótann. Hann er lykillinn fyrir byggð um allt land, ekki einhver álver hér og þar. Þau eru ágæt með ef að sátt er um þau, en ekki sem einhver galdralausn á öllum okkar vandamálum. Eins og flestir "andstæðingar" stóriðju, hef ég áður sagt að ég sé ekki á móti stóriðju sem slíkri. Það sem fer í mig er þessi gegndarlausa óvirðing sem landinu er sýnd fyrir örfáar verksmiðjur sem munu hafa örfáar hræður í vinnu og munu ekki leyas vanda neinna nema þeirra bæjarfélaga sem þær starfa í.
- Ég segi það aftur, ég ber jafn mikla virðingu fyrir fólki, hvar sem það býr á landinu. Hafi ég gefið annað í skyn, leiðréttist það hér með.
Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 11:16
Þessi ummæli Villa dæma sig sjálf og því dæmi ég ekki neitt. Verulegur mismunur er á þeim kjörum sem Villi talar um og virðist hann ekki hafa heildarmyndina á hreinu. Enginn hefur litið á álver sem sérstaka galdralausn heldur lausn eins og mörg önnur verkefni sem er verið að vinna að s.s. í ferðþjónustu og iðnaði. Verkefnið álver á Bakka hefur verið unniða af heimamönnum og því lítilsvirðing að "við" þurfum einhverja hjálp.
Hver er þessi gegndarlaus óvirðing við landið okkar í þessu verkefni á Húsavík? Þessu þarf að svara og ekki hægt að setja fram svona fullyrðingu án þess að útskýra mál sitt.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:35
- Ég nenni ekki að margsegja hvað ég á við með "við". Taktu því eins og þú vilt. Sé ég minni maður í þínum augum fyrir vikið, verður bara að hafa það.
- Gegndarlaus vanvirðing við landið skýrir sig sjálft. Álverið er kannski einkamál húsvíkinga, en orkan sem það þarf er það ekki.
Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 11:52
Andstæðingar álvera tala gjarnan um töfralausnir. Álverið á Reyðarfirði er engin töfralausn þó vissulega sé hún öflug aðgerð hér á Mið-Austurlandi. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið gagnrýnd undanfarið fyrir að sofa á verðinum gagnvart möguleikum á öðrum sviðum atvinnusköpunnar. Gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu vel á móti nýjum hugmyndum og tækifærum. Framkvæmdirnar á Austurlandi er fyrsta stóra, "alvöru" aðgerð til uppbyggingar á landsbyggðinni. Þau mistök sem hér kunna að verða gerð, verða vonandi lærdómsrík fyrir Húsvíkinga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2008 kl. 13:20
Ég held að Andri Snær, Ómar og helst sem flestir ættu að hækka flugið aðeins og líta á heildarmyndina úr örlítið meiri hæð en þeir hafa gert hér.
Eftir að hafa orðið fyrir hverjum brotsjónum á fætur öðrum undanfarna áratugi, eins og tínt hefur verið til hér að framan af Hjálmari Boga, hefur samfélagið á Húsavík nú brýna og tafarlausa þörf fyrir trausta grunnatvinnugrein, svipaða þeirri sem sjórinn og þjónustan við héraðið tryggði Húsvíkingum hér áður fyrr. Atvinnutækifæri sem skapar þá kjölfestu sem þarf til að tryggja íbúum atvinnuöryggi og það þjónustustig sem enn er þar til staðar og auka það síðan þegar fram í sækir og komast þannig með auknum tækifærum fyrir þann mannauðs „leka“ sem vaxið hefur undanfarið og farinn er að ógna byggðarlaginu verulega.
Þegar kjölfestan er komin má byggja upp hliðargreinar eins og heilsutengda ferðamennsku, hvalaskoðun - með augnpokaaðgerð - , matvælaiðnað ofl. ofl.
Með því að skoða málið frá þeirri þúfu sem A S og Ó hafa tyllt sér á, afhjúpa þeir þekkingarskort sinn á aðstæðum þar nyrðra og raunasögu heimamanna undanfarna áratugi í leit sinni að raunhæfum kostum til að skjóta fótum undir atvinnustigið þar. Þeir afhjúpa einnig, að heldur ekki þeir þeir, hafa raunhæfar lausnir að leggja fram sem tryggja að áfram verði til búvænlegt samfélag þar. Tillögur þær sem Andri Snær leggur Húsvíkingum til, eru fyrir neðan virðingu hans sjálfs (hélt ég amk.) og nánast móðgun við skynsemi Húsavíkinga. Dæmigerðar „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem einungis kunna að gagnrýna það sem þeir sem vinna að raunhæfum lausnum eru að gera.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:25
Húsavík þarf grunn til að byggja á. Gott og vel. En hvað með öll hin bæjarfélögin sem eru að missa fólk? Hvar á að fá orku til að knýja stóriðjugrunn um allt land? Sú orka er ekki til. Meðan fólk gerir ekkert annað en setja sig í fylkingar vinnst ekkert. Landsbyggðin utan stóriðjusvæða tapar. Náttúran tapar. Alcoa, Alcan or Rio Tinto vinna þó, sem og kvótagreifarnir sem skipta sér ekki af því sem kemur þeim ekki við.
Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 13:32
Villi, leysum við vanda annarra byggðarlaga með því að hætta við álver á Húsavík?
Í nágrenni Húsavíkur er gríðarlega orku að finna og því eðlilegt að hún verði beisluð til að leysa varanlega langtímavanda þess byggðarlags.
Lausnir annarra byggðarlaga verður að skoða í ljósi aðstæða þar en varla með þessum rökum þínum að þar sem ekki sé til orka þar til orkufreks iðnaðar þá skuli vandi Húsvíkinga heldur ekki leystur með orku.
Mér sýnist nú að rökin gegn orkunýtingunni séu nú víða orðin ansi rýr.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:01
Það er ljóst að Villi hefur ekki kynnt sér þá orkukosti sem nýta á vegna álvers á Bakka. Þar er ekki um gegndarlausa vanvirðingu að ræða þó það sé alltaf huglægt hvað fólki finnst vera virðingarleysi og hvað ekki. Var Nesjavallavirkjun virðingarleysi? Dæmi hver fyrir sig. Er Hellisheiði virðingarleysi? Ef velta á þúfu utan höfuðborgarsvæðisins á allt vitlaust að verða.
Ég vil þakka Sigurjóni Pálssyni afar vitræn og þörf innlegg hér inn í umræðuna. Hafðu þökk fyrir þetta.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:08
Þeir hinir djúpvitru sem eru fylgjandi álveri og meðfylgjandi orkuöflun eru sem sagt vitrænir í sínum málflutningi á meðan að hinir sem sjá framtíð landsins án stóriðju í flestum landshornum eru haldnir þekkingarskorti eða eru e-s konar "umhverfisöfgamenn"!?!
Skyldi það vera sársaukafullt að fá ál á heilann?
Sigurður Hrellir, 6.8.2008 kl. 16:39
Sigurður Hrellir bætist í hóp þeirra svarthvítu að dæma fólk svart eða hvítt. Á milli þessa tveggja lita mætast hópur fallgra lita og þannig nást framfarir. Ég bið Sigurð að vanda málflutning sinn og leggja eitthvað betra til málsins en svona innlegg sem aðeins er gert til að grafa undan heildarmyndinni. Framtíð landssins ber margt í skauti sér en svona innlegg eru vaxin til að draga alvöru málsins niður. Sigurður ætti að sleppa því.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:58
Athugasemdir Hrellisins hafa alltaf snúist um að vera með háð og spott og tala niður til landsbyggðalýðsins. Þessi athugasemd hans kemur mér ekkert á óvart.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2008 kl. 18:03
Þegar Hjálmar Bogi segir "Sigurður Hrellir bætist í hóp þeirra svarthvítu að dæma fólk svart eða hvítt", á hann þá meðal annars við það þegar ég sagði "eins og flestir "andstæðingar" stóriðju, hef ég áður sagt að ég sé ekki á móti stóriðju sem slíkri"? Hver er svart/hvítur?
- En svo ég svari þeim sem segja mig ekki hafa kynnt mér hitt og þetta í sambandi við Bakka vil ég segja, það er alveg hárrétt. Ég hef ekki kynnt mér málið í þaula og þykist ekki vera sérfræðingur, enda reyni ég ekki að rökræða um framkvæmdina sem slíka. Ég hef hvergi sagst vera með eða móti henni. Ég er hins vegar 100% fylgjandi umhverfismati.
- Það sem ég vil er eftirfarandi. Náttúran er okkar allra og það verður að vera sátt um hvernig of ef við ráðstöfum henni. Fiskurinn er okkar og kvótakerfið er alvöru vandamálið. Til að byggð þrífist (þá á ég við þrífist, ekki lifi af) trúi ég að það þurfi fjölbreytta atvinnu, ekki eina verksmiðju. Ég vil ekki að eitt eða tvö stórfyrirtæki eignist það stóran hluta í Ísland að við verðum háð þeim. Ég hef séð hvað gerist í fyrirtækjum þegar þessi staða kemur upp.
- Það er svo margt fleira, en ég held ég láti þetta duga. Þetta verður hvort eð er allt misskilið og mistúlkað.
Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 19:27
Nú ætla ég ekki að misskilja, það er hægt. Málið er ekki svart og hvítt. Líkt og Villi talar um eina verksmiðju. Ég vona að fólk sjái uppbyggingu sem fylgir í kjölfarið við slíkar framkvæmdir sem álver er. Ég er fylgjandi umhverfismati enda hafa þær framkvæmdir sem eru hafnar farið í mat og þær sem munu hefjast munu fara í mat. Það sem flækir málið er heildstætt umhverfismat. Það veit í raun enginn hvað í því felst! Hvaða framkvæmdir á að meta heildstætt? Hafnarframkvæmdir, samgögnur, línulögn, verksmiðjuna sjálfa, virkjunina, o.fl.? Framkvæmdir í Helguvík hafa hinsvegar ekki allar farið í umhverfismat og þar fyrir utan liggur fyrir að sveitarfélög á svæðinu við Helguvík hafa ekki samþykkt línulögn í gegnum sitt sveitarfélag. Náttúran er allra þeganna til að njóta og nýta þannig eiga framfarir sér stað.
Hvað er fólgið í umhverfismati? Allir geta verið sammála því að stórar framkvæmdir á að meta vegna umhverfissins en hvað á að meta? Samfélagsáhrif, þjóðhagslega áhrif, umhverfisleg áhrif, hagræðingu, kostnað móti tekjum, o.fl.? Þessi úrskurður umhverisráðherra var afar óeheppilegur vegna þess að það veit enginn hvað í honum felst. Ef ég væri að leggja próf fyrir nemendur þá hef ég ákveðnar væntingar um niðurstöðu vegna þess að ég hef áður kennt þeim hópi sem ég prófa. Kennari leggur ekki fyrir lokapróf í áfanga sem hefur ekkert að gera með innihald áfangans eða hvað?
Kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:19
Það er fjarri mér að vera með fordóma gagnvart fólki á landsbyggðinni. Ég minni á nýlega skoðanakönnun þar sem hlutfallslega fleiri landsbyggðarmenn sögðu sig mótfallna frekari stóriðju en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Ég gef hins vegar lítið fyrir skammsýna miðaldra karla sem garga á framkvæmdir án þess að skeyta um afleiðingar þess eða ígrunda vel aðra möguleika. Sjáið bara hvernig munnsöfnuð sumir viðhafa um umhverfisráðherrann. Það er einmitt svoleiðis lið sem ég tala niður til hvar sem það hefur kosið að hokra á þessu landi.
Sigurður Hrellir, 7.8.2008 kl. 00:11
Þessi sjálfsmyndarkreppa landsbyggðarinnar er að verða þjóðarvandamál ef menn telja að Ómar Ragnarsson líti niður á sig en að Alain Belda beri mikla virðingu fyrir þeim. Í hvert skipti sem einhver segir eitthvað rísa menn upp fyrir hönd ,,landsbyggðarinnar" sem er skilgreind misvítt en 101 er níðyrði og ekki mark á neinu takandi þaðan. Sem er auðvitað líka sorglegt, að hatast við höfuðborgina sína og menninguna sína, listamennina og kaffihúsin sín - já og hreyfa ekki litlafingri til að verja timburhúsin. Stundum eru þessar klisjur í stórum kögglum svo að hugsunin er ekki í setningum heldur í heilum málsgreinum. Með torfbæjum og fjallgrösum og öllu heila galleríinu. Getur það verið að þetta sé ein ástæðan fyrir hnignun landsbyggðar? Menn tala af fyrirlitninu um ,,eitthvað annað". Akureyri ákvað að gera eitthvað annað og gengur vel. Líka Skagafjörður sem hafnaði meira að segja Alcoa og er ekki að drepast. Jarðarbúar eru langflestir að gera eitthvað annað en að bræða ál og jarðarbúum fer fjölgandi. Hér á landi eru brædd 700.000 tonn. Meira en í Svíþjóð, Danmörku, Sviss, Belgíu og Þýskalandi til saman. Samt finnst mönnum vanta ,,grunn" til að standa á. Já eftir 700.000 tonn þá erum við ,,örugg" þá er kominn grunnur til að tína fjallagrösin. Ef maður segir tölvur er það eins og svífa á bleiku skýi. Eins og menn séu fastir í einhverri myndhverfingu, hugsunarvítahring. Eins og geðveiki maðurinn sem ég sá einu sinni sem þorði ekki að labba vegna þess að hann hélt að það væri engin jörð undir fótum hans. Akranes fékk sementið, það dugði ekki, fengu járnblendi, það var ekki nóg, fengu álver, það var ekki nóg, þurfti að stækka og fá Þjórsárver. Grunnurinn var aldrei kominn.
Þegar maður segir að það sé læknir á Húsavík farinn að gera ágætar aðgerðir á fólki og kannski gætu þeir verið tveir, (hann heitir Gunnar Rafn Jónsson og býr á Húsavík síðast þegar ég vissi). Og það er til frekar flott skýrsla um eitthvað annað. (Ameríka eyðir þrisvar sinnum meira í heilbrigðiskerfi heldur en hernað) (http://www.heilthing.is/Files/Skra_0009044.pdf) Og ef vantar venjulega lækna þar fyrir milljón á mánuði má spyrja hvers vegna staðurinn dregur ekki til sín fólk. Má kannski ekki hafa skoðun? Verður maður laminn á barnum fyrir að tortryggja Alcoa? Og þurfa menn að fara í vörn þegar ég bendi á að mastersritgerð um koltrefjar frá Verkfræðideild er undirstaða stórfyrirtækis. Hér tala stjórnmálamenn aldrei um menntun, ég segi ALDREI. Þeir tala um göng og verksmiðjur. Það er vegna þess að kjósendur þeirra (eins og Hjálmar Bogi á landsbyggðinni) segja: Ímyndið ykkur samfélag þar sem allir eru háskólamenntaðir. Bara vegna þess að ég sagði að börnin sem hann kennir gætu orðið bændur, líffræðingar, læknar og verkamenn og ættu þó að geta gert nánast allt á svæðinu. En Hjálmar Bogi virðist hlaupa í gírinn í hvert sinn - talar um að líta niður á, tala niður til - lítilsvirða - ofboðslega hlaðið allt, hrikalega komplexað. Ég lít ekki niður á Hjálmar Boga þótt hann valdi mér vonbrigðum, sem ungur maður sem ætti að hafa framtíðarsýn fyrir sitt hérað, umfram það að gera eitthvað eftir að Alcoa hefur komið til bjargar og er orðið ráðandi afl á Norður og Austurlandi. Og þetta er ekki álverið ykkar Húsvíkinga. Og þetta er ekki reist af Húsvíkingum - Bechtel mætir með 3000 manna her og riggar þessu upp. Og sem Norður- Þingeyingur finnst mér skrítin þessi hugmynd um að hægt sé að tala niður til þín, þar sem menn hafa hingað til geta talað um pólitík og haft meiningar án þess að taka það beint inn á sálina, þar sem einhver mesta menningarbylting íslandssögunnar fór fram um aldamótin 1900 þegar menn stofnuðu fyrsta kaupfélagið, fluttu inn erlendar bækur um leið og þær komu út eftir stórskáldin erlendis og létu ganga um sveitina. Ég taldi að sjálfmyndin myndi ekki leyfa þingeyingum að verða útibú frá Fjarðaráli og verða eins og smáfyrirtæki sem er gleypt af risafyrirtækinu og glatar öllu sjálfstæði. Ég meina það voru þingeyingar sem sprengdu stífluna. Ég hélt fyrst að Gunnar Th. Gunnarsson væri konseptlistamaður frá Akureyri. Að hann hlyti að vera alteregó einhvers í listagilinu. Fyndið að til gæti verið maður sem hefur fengið stærsta álver í evrópu í bakgarðinn en hefur ekki enn fundið friðinn. Hann er ekki fullnægður, sáttur eða saddur. Ég veit reyndar ekki hvort hann sé til í alvöru. Ég held að á meðan menn geta ekki tekið þátt í rökræðum án þess að tala fyrir munni allra austfirðinga eða norðlendinga já eða fyrir munn allra sem búa við hringveginn frá Selfossi til Borgarness þá muni fólk halda áfram að flytja þaðan í Grafarvoginn eða Lindarhverfið vegna þess að þar er frelsið, þar þarf enginn að hafa skoðun, enga skoðun á einu eða neinu. "Við Lindarhverfisbúar" eru ekki til. Það er ekki hægt að tala niður til þeirra sem búa í Hamrahverfi. Þar er frelsið. Enginn þingmaður til að þekkja, enginn fundur til að álykta.
Já og fyrst þetta er langloka er best að bæta þessu við -
Vatnið á Húsavíkurhöfða er nokkuð sérstakt, einkum hvað varðar hlutfall
vetnissamsætna og er léttasta vatn sem mælt hefur verið til þessa á Íslandi. Hvergi á
landinu er til vatn með slíkt samsætuhlutfall og hefur því verið dregin sú ályktun að
vatnið sé eldra en frá síðustu ísöld. [...] Vatnið fellur í flokk efnaríks heilsuvatns
samkvæmt flokkum þýsks heilsuvatns. Auk hás heildarstyrks uppleystra efna er
styrkur ýmissa snefilefna eins og brómíðs, liþíum, rubidium og sesíum mun hærri en
algengt er í jarðhitavatni. Styrkur strontiums er mjög hár og er það efni nánast í
flokki aðalefna í vatninu.
held reyndar að höfðinn verði innan þynningarsvæðis. En ef ekki þá hef ég gerst sekur um VANÞEKKINGU. En hún einkennir þá sem ekki elska Alcoa.
heimild:
http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/swdocument/1000510/B
a%3Fl%BEkningar%2C+Hrefna+Kristmannsd%97ttir.pdf
andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 01:19
Ef einhver getur lesið það úr mínum skrifum að ég telji mig tala fyrir munni allra austfirðinga, þá eru það mistök af minni hálfu og mér þætti vænt um ef mér yrði bent á þau skrif svo ég geti leiðrétt þau.
"Það er verið að efna til sama fasisma og þegar austfirðingar áttu allir að vera einhuga",
segir Andri Snær og úr þeim orðum má skilja að óeining hafi verið á Austurlandi um framkvæmdirnar þar. Þá er spurning hvaða skilning hann leggur í orðin einingu og óeiningu. Er það óeining ef 10% hóps hefur aðra skoðun en hinir 90%?
Þegar Vestfirðingar kölluðu eftir fólkinu sem sagðist geta skapað miklu fleiri störf og atvinnutækifæri á Austurlandi heldur en álverið skapaði, bara ef hætt yrði við Kárahnjúkavirkjun, þá lét engin sjá sig, ekkert gerðist. Þeir eru enn að bíða. Það er kannski rétt að benda Andra Snæ á að þar sé óplægður akur fyrir hugmyndarík skáld úr höfuðborginni. Farðu með hugmyndir þínu vestur Andri, þú gætir þá e.t.v. bjargað Vestfirðingum undan olíuhreinsistöðinni fyrirhuguðu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 04:11
Þegar ég flutti frá Húsavík 1975, eftir að hafa alist þar upp í aldarfjórðung, var miklum uppgangstímum í samfélaginu þar að ljúka. Framsýnir menn áttuðu sig á því og voru þá þegar farnir að leita ýmissa nýrra atvinnutækifæra sem tekið gætu við og veitt þeim vaxandi fjölda örugga atvinnu sem misstu hana í hinum hefðbundnu greinunum, fiski, þjónustu og verslun og iðnaði, einkum byggingariðnaði. Nefna má vatnsútflutning, trjákvoðuverksmiðju, pappírsvinnslu, sjófiskeldi, hvalaskoðun, álarækt, súrálsvinnslu, kítínvinnslu, viðarþurrkun og parketframleiðslu í þessu sambandi.
Engan grunað þá að umskiptin yrðu svo geigvænleg sem síðar átti eftir að koma í ljós. Fisakvinnsla og útgerð, sem verið hafði hrygglengjan í atvinnulífinu með hundruð starfa, barðist í bökkum og varð fyrir hverjum brotsjónum á fætur öðrum og er nú ekki svipur hjá sjón. Hin kjölfestan í atvinnulífinu, Kaupfélag Þingeyinga, hið fyrsta á landinu, varð gjaldþrota nánast á einni nóttu. Hundruð starfa lögðust af því verslunum, þjónustu- og úrvinnslufyrirtækjum eins og mjólkursamlaginu, þar sem tugir höfðu atvinnu, var lokað og vinnsla þess flutt til Akureyrar. Í kjölfarið hrundi þjónustustigið í plássinu. Kísiliðjunni í Mývatnssveit var lokað en öll framleiðsla hennar fór um Húsavíkurhöfn með tilheyrandi tekjum fyrir höfnina og atvinnu fjölda manns. ( Mér er ekki örgrannt um að hlakkað hafi í náttúruverndarsinnum yfir því. Ekki í Húsvíkingum. ) Byggingarstarfsemi, sem veitt hafði tugum atvinnu, varð heldur ekki svipur hjá sjón því nýbyggingar heyrðu nú sögunni til.
Aðeins ein ný atvinnugrein af þeim sem ég taldi upp náði að dafna. Hvalaskoðunin. Og því ber að fagna og heiður eiga þeir Norðursiglingarmenn skilið fyrir dugnað, þrautseigju og framsýn. En tilkoma hennar veitir þó aðeins einhverjum tugum atvinnu þegar mest er, yfir sumartímann.
Undrar nokkurn, þegar þetta stikl mitt á stóru og eftir minni, er lesið að Húsvíkingar séu orðnir langeygir eftir RAUNHÆFRI lausn í atvinnumálum eftir þrjátíu ára píslargöngu?
Af hverju álver? Af hverju ekki eitthvað annað?
Tugir hugmynda um „eitthvað annað“ hafa litið dagsins ljós, verið reyndar og horfið jafnharðan eins og hér sést. Þeir eru því orðnir langþreyttir á "brainstorm" humyndum héðan og þaðan. Nú þarf eitthvað sem dugar.
Helsta ástæðan fyrir álveri er því auðvitað sú að nú nálgast það að komin sé fimmtíu ára frábær reynsla á álver sem hornsteinn í atvinnulífi bæjarfélags hérlendis og nokkru skemmri annarsstaðar. Ísal hefur starfað hér í tæpa hálfa öld og hyggst nú auka starfsemi sína enn og treysta þar með þær stoðir sem álverið hefur skotið undir efnahag og atvinnuöryggi í Hafnarfirði. Til þessa líta Húsvíkingar auðvitað.
Hinu ber auðvitað að fagna að nýjar hugmyndir komi fram en eðlilega þurfa þær meiri skoðunar og undirbúnings við, en álverin, að framangreindri ástæðu. Ferðamannaiðnaðinn ber t.d. að efla með ráðum og dáð, allstaðar, þar sem því verður við komið og er frábær kostur - með öðru - en við vitum að hann er ótryggur og vertíðin stutt hér. Þess vegna hentar hann best með öðru matvinnugreinum.
Gagnaverin – ja, hvað vitum við t.d. um gagnaverin? Treystir einhver sér til að ábyrgjast það að eftir 50 ár sé þeirra enn þörf, eða 10, eða þess vegna 5 ár? Ég held ekki. Í tölvugeiranum er þvílík þróun að það sem best þykir í dag er úrelt á morgun.
Og öryggi er það sem Húsvíkingar þurfa nú, ekki ótryggt atvinnuástand. Af því hafa þeir fengið nóg.
Margt af þessu sem nefnt hefur verið hér að framan, t.d. af Andra Snæ, er góðra gjalda vert og þarfnast skoðunar en rangt er setja málið upp sem „annað hvort eða“ því eitt útilokar ekki annað.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:06
Við Sigurð Hrelli vil ég segja, slepptu því að setja inn athugasemdir sem til þess eru fallnar að grafa undan málinu og ég er ekki miðaldra karlmaður gargandi á stóriðju. Þín innlegg í umræðuna eru tilgangslaus með öllu og í raun afar ómerkilegur málflutningur.
Ég fagna því að Andri Snær telir mig valda sér vonbrigðum þar sem hann þekkir mig nú alls ekki neitt. Hef aldrei talað við manninn. Hann hefur lausnirnar, hann hefur ráðin. Því fer hann ekki að vinna þeim hugmyndum sem setur fram í sínu innleggi. Nei, hann hefur ekki áhuga á því, það á einhver annar að gera það. Þetta er sama afstaða of margar að gera eitthvað annað. Andri Snær telur sig alvitran og telur sig þekkja mig. Á málflutningi hans má dæma að hann þekki lítið til Húsavíkur og svæðisins. Hann setur sig á háan sess og talar yfir hausnum á ómenntuðum lýðnum. Það er merkilegt að telja sig svo ómissandi og góðan en gera svo ekkert í málinu.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:52
Hjálmar Bogi ætti að vanda sig betur við lesturinn. Athugasemd minni nr. 34 var ekki beint gegn honum persónulega eins og sjá má. Ég ber virðingu fyrir skoðunum hans en geri jafnframt þá kröfu að fá að tjá skoðanir mínar án þess að því sé svarað með skætingi. Þess vegna kæri ég mig ekki um að Hjálmar Bogi eða aðrir reyni að skipa mér fyrir verkum eða segja mér að sleppa því að tjá skoðanir mínar. Það er vonandi ekki sú stefna sem hann kennir nemendum sínum í Borgarhólsskóla. Þetta minnir því miður óþægilega á nokkuð sem fyrrverandi fréttamaður RÚV á Austurlandi nefndi á bloggi sínu í gær, sjá ath. 3.
Sigurður Hrellir, 7.8.2008 kl. 11:35
En getur verið að þörf fyrir frumvinnslu áls eigi eftir að minnka verulega og frumvinnslan þá ekki vænleg langtímalausn?
Hvað ef Bandaríkjamenn taka sig saman í andlitinu og ákveða að skila áldósum í verulegum mæli til endurvinnslu? Endurvinnsla áls er mun hagkvæmari en frumvinnsla áls. Hvað með aðrar þjóðir sem eiga langt í land með endurvinnslu áldósa? Verður með aukinni endurvinnslu hægt að svara að verulegu leyti eftirspurn eftir áli?
Á síðunni: http://www.alcoa.com/iceland/ic/news/whats_new/2008/2008_01_can_recycling.asp
segir: Ef tækist að safna 75% þeirra áldósa sem ekki koma til endurvinnslu í Bandaríkjunum í dag myndi það nægja til framleiðslu 600.000 tonna af áli á ári, samkvæmt Wittbecker.
Verðum við ekki líka að leggja niður fyrir okkur hvort þróun efna sem gætu komið í stað áls sé langt á veg komin? Fari svo að það sé handan hornsins og endurvinnslan að ná flugi væri óskemmtileg staða að hafa lagt öll eggin í sömu körfuna ef frumvinnslan yrði lítt fýsilegur kostur eftir einhver ár.
Skil þó vel áhyggjur Húsvíkinga en vildi ógjarnan sjá refaræktar-fiskeldis-syndrómið verða þeim að falli. Mætti hugsa í allt aðra átt? Eve-online rúmlega 300 starfsmenn á Íslandi, vilja Húsvíkingar breyta úr kísilvinnslu í kísilflóann og gera svæðið að skemmtilegast svæði landsins og hlaða niður leikjaþróunarfyrirtækjum!
Bjartsýnn landsbyggðarbúi
ph (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:58
Innlegg Sigurðar eru ekki skoðanir heldur tilgangslausar athugasemdir sem ýta undir neikvæðni og marklaust hjal. Ég bið Sigurð ekki um að vitna í mína atvinnu heldur skipa honum að hætta því strax en starf mitt ekkert að gera með framkvæmdir við Bakka. Því var þetta innlegg hans afar dapurlegt og honum til verulegrar minnkunar.
Kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:03
Mjög margar þjóðir eru með 80-90% skilahlutfall í áldósum. Bandaríkjamenn eru með 50% og það hlutfall fer hækkandi sem betur fer. Samkvæmt spám sérfræðinga í áliðnaðinum mun eftirspurn eftir áli aukast á næstu áratugum. "Sérfræðingar" umhverfissamtaka segja annað.
Ál er sá málmur sem hagkvæmast er að endurvinna enda er enginn málmur endurunninn í nálægt því eins miklum mæli. Ál er hið besta mál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 13:37
Ph.
Hér er enn ein ágæt „eitthvað annað“, „brainstorm“ hugmynd sem má auðvitað skoða vel.
Fyrst spyr ég mig samt, er menntunarstig og sérhæfni í 2500 manna samfélagi í sjávarbæ á Íslandi það hátt og sérhæft að meðal þeirra sem nú bíða eftir atvinnutækifærum þar, sé hægt að finna 300 forritara, tölvuleikjahönnuði og hvað annað sem slík starfsemi þarfnast? Einhvern tíma verður það vonandi og finnst mér svona hugmyndir um atvinnutækifæri sem krefjast mjög svo sérhæfðs starfsliðs, og tækja heldur vera framtíðarmúsík sem skoða ætti þegar grunnstoðir atvinnulífsins hafa verið treystar.
Raunveruleikinn verður að ráða för þegar leysa á jafn brýna og aðkallandi þörf sem hér um ræðir.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:48
Ég held að Hjálmar Bogi ætti frekar að snúa sér að málefnunum sjálfur en að skipa öðrum fyrir! Af hverju má ekki vitna í atvinnu þína félagi? Er ekki virkjanaandstæðingum stöðugt núið um nasir að vera 101-kaffihúsa-latteþambandi-listamannapakk jafnvel þó að margir þeirra tilheyri ekki listamannaelítunni (sbr. ég), stundi ekki kaffihús (sbr. Ómar) eða búi alls ekki í 101 R.?
Hins vegar er eitt af því sem ég hef miklar áhyggjur af í þessu landi lélegt uppeldi og kennsla. Ég veit ekki til þess að börnum og unglingum sé almennt kennt að umgangast landið af þekkingu og virðingu ólíkt t.d. í Noregi þar sem mikil áhersla er lögð á útivist og að lifa í sátt við umhverfið. Með því er ég ekki að fullyrða neitt um Hjálmar Boga og atvinnu hans bara svo að það sé tekið skýrt fram. Ég trúi því að hann hafi meiri metnað fyrir hönd sinna nemenda en svo að framtíðin búi í kerskála Alcoa.
Sigurður Hrellir, 7.8.2008 kl. 13:55
Ég þekki málefnið vel Sigurður Hrellir og greinilega betur en hann. Það sem Sigurður á við að fólk í Reykjavík hafi það að atvinnu að vera kaffihúsaþambandi í 101 Reykjavík. Þetta er athyglisverð afstaða Sigurðar og eflaust gaman að sjá röksemdafærslu hans fyrir þessu. Enn fjallar Sigurður um eitthvað sem hann hefur greinilega ekki vott af greind til hvaða metnað ég hef fyrir hönd nemenda minna. Dapurlegasti málflutningur hans til þessa og sýnir enn hvern hann hefur að geyma.
kveðja
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:10
Það þarf ekki að gúggla mikið til að sjá að nemendur HB hafa tekið þátt í mörgum og merkilegum verkefnum til dæmis hvað varðar hvali og fleira og líklega fáir af 1997 árgangi sem hafa fengið að taka þátt í slíku. Einnig þarf ekki að gúggla mikið til að sjá að HB er máttarstólpi í sínu samfélagi hefur helgað sig kennslu og æskulýðsstarfi á meðan flestir af okkar kynslóð hafa gengið í björg bankanna og það er lofsvert og gott. Og það er auðvelt að skilja að þeir sem starfa í samfélögum og taka beint eftir því hvernig fækkar í bekkjum eða skólum, horfir á fjölskyldur hverfa út í bláinn á meðan eitt og annað gefur upp öndina tekur ekki mark á brainstormi eða hugarflugi um ,,hvað væri hægt að gera". Og menn hafa eflaust ekki mikla þolinmæði til að hafna einum möguleika í von um eitthvað óljóst og loðið. Síðustu 10 ár höfum við talað um verksmiðjur og peninga og fyrirmyndir okkar hafa verið ýmist verið á gröfun með hjálm á höfðinu eða farið ríðandi á einkaþotu og umræða um menntun hefur verið nánast engin - og það á við um kennarastéttina líka .
Það er fróðlegt að tala í stórum lausnum en hvað lærðu jafnaldrar HB? Hvar búa þeir í dag og hvað þyrfti að gerast til að fá þá aftur heim? Hjálmar fór heim og hefur tekið ábyrgð á sínu samfélagi, hvar eru hinir? Hvað vilja þeir og hvað þyrfti að gera til að koma heim?
Hugmyndir um hvað skuli gera kringum húsavík hafa því miður verið skelfilegar, súrálsverksmiðjan um 2002 var alver hörmulegt fyrirtæki en ég held að fæstir hafi gert sér grein fyrir í hverju starfsemin fælist og allt eitrið sem átti að vella frá henni, því miður liggur ekki fyrir hvaðan orkan á að koma í 350.000 tonna álver en það var alveg ljóst í upphafi að 60.000 - 100.000 tonna álver væri mögulegt. Um það var alltaf rætt í upphafi.
Ég þekki vel til á Melrakkasléttu og þar fóru bæir í eyði strax upp úr 1950 sem um 1930 héldu uppi 30 manna heimilum. Þróunin hefur haldið áfram. Núna er Núpskatla til sölu. Það þarf ekki að horfa lengi á þann bæ til að sjá möguleika á blöndu ferðamennsku og búskapar með því að gera svipað og á www.skalanes.is og www.vogafjos.is. Það þarf hins vegar einhver að gera það og þetta þarf að gera á mörgum stöðum til að styrkja innviði sveitanna með menntun, námskeiðum og markaðssetningu. Klossahugsunin segir hins vegar að Kópasker eigi að þrífast sem úthverfi álversins sem mun líklega soga til sín það sem eftir er af staðnum. Þar byrjaði reyndar internetið á Íslandi. Hvað þyrfti til dæmis að gerast til að Sigurjón færi heim og tæki ábyrgð á því að viðhalda sínu byggðarlagi?
Andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:43
Það er í senn skemmtileg og ögrandi áeggjan sem þú, Andri Snær, varpar til mín um að ég snúi aftur í heimahaga mína og axli ábyrgð. Um leið staðfestir þú að velferð þeirra stendur mér nær en t.d. þér og þar með öllum öðrum, sem eiga sínar æskuslóðir annarsstaðar á landinu hvort sem það er í Hornafirði, Húnaþingi eða 101 Reykjavík. Samtímis afhjúpar þú sterka og einbeitta tilhneigingu til að ráðskast með það hvernig ég eigi að vinna mínum heimahögum gagn. Treystir þú mér þá ekki til þess þrátt fyrir allt? Hvernig færi það saman í þínum huga ef ég tæki nú áeggjan þinni og snéri aftur til heimahaganna og helgaði málstað mínum alla mína krafta og ynni þá jafnframt gegn þínum? Í ljósi þessa, hvettir þú mig enn til að snúa aftur norður og axla mína ábyrgð á að viðhalda heimabyggð minni?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:52
Alveg væri ég tilbúinn til að flytja út á land ef ég væri á landinu yfirleitt. Ég kíkti á fasteignasíðu MBL og sá einbýlishús frá fjórum milljónum. Atvinnumál þurfa að vera í algjörum ólestri til að það borgi sig ekki að spara tuttugu milljónir, miðið við að vera á suð-vestur horninu.
- Á landsbyggðarflóttinn ekki eftir að leiðréttast af sjálfu sér ef verðmunur á húsnæði er þetta stór? Eða er ég að fara með einhverja þvælu?
Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 08:55
Villi, ég lýsti á sínum tíma áhuga mínum hér á blogginu að flytjast til Patreksfjarðar. Samstundis var ég sakaður um hræsni af sjálfum bæjarstjóranum í Vesturbyggð sem er merkilegt nokk miðaldra karlmaður með sérstakan áhuga á stóriðju í sínu sveitarfélagi. Hins vegar gerði ég satt best að segja tilboð í lítið og fallegt hús í þorpinu en það var annar sem bauð betur og fékk það.
Svo vil ég bara tjá ánægju mína með að Hjálmar Bogi sé slíkur dugnaðarforkur í starfi sínu og umhverfi. Hann verður því eflaust góð fyrirmynd ungs fólks í Norðurþingi. Ef til vill verður þess ekki langt að bíða að hann verði sjálfur sveitarstjóri og geti þá (sem miðaldra karlmaður) tekið til hendinni og byggt um það fyrirmyndarsamfélag sem fær fólk til að vilja búa á svæðinu. Hins vegar vil ég hvetja hann til að temja sér kurteisara orðafar og bera virðingu fyrir öðru fólki þó svo að það sé á öndverðum meiði í stjórnmálum eða skoðunum.
Sigurður Hrellir, 8.8.2008 kl. 09:46
Sigurður Hrellir biður um "kurteisara orðafar og bera virðingu fyrir öðru fólki þó svo að það sé á öndverðum meiði í stjórnmálum eða skoðunum". Gott hjá honum.
Villi, að halda að hræódýrt húsnæði í litlum byggðarlögum sé jákvætt, sýnir auðvitað skilningsleysi á stöðu mála. Ódýrt húsnæði er afleiðing ástandsins. Hér á Reyðarfirði eins og annarsstaðar liggur ævisparnaður þorra fólks í íbúðarhúsnæði þess. Fólkið er bundið átthagafjötrum og eldra og miðaldra fólk sem vill flytja sig um set, kemst hvergi vegna þess að það situr uppi með verðlausar fasteignir. Það kostar jafn mikið að byggja hús á slíkum stöðum og á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan lóðaverð, sem er auðvitað fáránlega hátt í Rvk, þökk sé R-listanum sáluga.
Þegar íbúðaverð rauk upp hér á Reyðarfirði í kjölfar framkvæmdanna þá heyrðist hlakka í sumum andstæðinga framkvæmdanna hér eystra þegar fréttist af fólki sem flutti suður. Fólk sem hafði lengi hugsað sér að flytja brott af ýmsum ástæðum, en ekki komist vegna þess að það treysti sér ekki til þess að kaupa húsnæði með lítið sem ekkert á milli handanna. Framkvæmdirnar veittu þessu fólki frelsi til að velja hvar það vildi búa, sem ég held að hljóti að teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Það velur sér enginn að búa við átthagafjötra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 13:03
Gunnar, sagði ég einhvers staðar að það væri jákvætt að húsnæðisverð sé þetta lágt á landsbyggðinni? Alls ekki. Það er samt staðreynd. Auðvitað er það hrikalegt mál að eiga eign sem er vita verðlaus. Eyðibýlin um allt land minna á fólkið sem gafst upp og varð að fara frá sínu og stóð uppi með ekkert. Það hlakkar alls ekki í mér yfir því. Ég vona að ég komi ekki svo fyrir að fólk haldi að ég vilji öðrum svo illt að streða allt sitt líf fyrir nákvæmlega ekkert. Allt sem ég var að segja er að meðan fasteignaverð er þetta mikið lægra á sumum stöðum á landinu, er alls ekki vitlaust fyrir ungar fjölskyldur og þá sem eru að byrja að búa að kaupa sér eign sem hægt er að borga af. Það munar um ef að afborganir eru hátt í 100.000 krónum lægri á mánuði. Fasteignaverðið endurspeglar stöðuna á hverjum stað, en ef að hugarfarsbreyting verður og fólk fer að flykkjast á Raufarhöfn, Ólafsvík og aðra staði sem "bjóða upp á" ódýrt húsnæði, er alveg viðbúið að plássið taki við sér og öðlist nýtt líf.
- Kannski eru þetta naívir draumórar hjá mér.
Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 14:49
Bara til að koma í veg fyrir misskilning. Þar sem ég segi "það er samt staðreynd" hér að ofan, á ég við að verðir sé staðreynd, ekki að það sé jákvætt.
Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 14:51
"Atvinnumál þurfa að vera í algjörum ólestri til að það borgi sig ekki að spara tuttugu milljónir, miðið við að vera á suð-vestur horninu".
Mér fann ég lesa úr þessu jákvæðni hjá þér í garð lágs húsnæðisverðs. "Staðreyndin" er sú að fólk kærir sig ekki um að búa í sveitarfélögum þar sem þjónustustig er í algjöru lágmarki. Þess vegna teljast þetta naívir draumórar hjá þér . Staðreyndirnar tala sínu máli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.