Loforð Íslendinga um "sveigjanlegt umhverfismat."

Ýmsir undrast þann óróa sem hefur gripið stóriðjusinna vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um vandað og heildstætt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka og tengdri orkuöflun. En þessi ótti er skiljanlegur hjá þeim sem hafa í meira en áratug vanist hugsunarhættiinum í frægu ákalli íslenskra stjórnvalda til álrisa heimsins, sem Andri Snær Magnason afhjúpaði eftirminnilega í Draumalandinu.

Í þessu makalausa bænar- og betliskjali, sem sendur var til erlendra stórfyrirtækja, var þeim boðið fylrir hönd Íslendinga "lægsta orkuverð" og "sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum" sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af eins og það var orðað.

Ég hef setið á fundum með fulltrúum fyrirtækja sem telja sér hag í því að fá á sig græna ímynd. Forráðamenn þessara fyrirtækja vilja helst tengja þau við vönduð vinnubrögð, þar með talin vandaðar aðferðir við mat á umhverfisáhrifum ef raska þarf náttúruverðmætum.

En virkjanaframkvæmdafíklarnir eru ennþá bundnir í þá hugsun bænar- og betliskjalsins fræga að sé erlendum fyrirtækjum ekki boðið upp á "sveigjanlegt umhverfismat" fælist þau frá framkvæmdum hér á landi. Þessir stóriðjuframkvæmdafíklar vilja greinilega laða hingað þau erlend fyrirtæki sem annars leituðu til fátækra og vanþróaðra þjóða þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af af því að taka tillit til umhverfismála eða skoða aðra möguleika til landnýtingar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Ragnarsson virðist sjá hlutina í svörtu og hvítu og kýs hér að sjá aðeins svart. Litirnir eru fleiri og margir mun fallegri en svartur. Ég bið hann um að vanda málflutning sinn og sleppa orðum eins og virkjanaframkvæmdafíklarnir. Slíkt gerir málflutningar hans ótrúverðugri og huglægari.

Ég vil nota þetta tækifæri til að óska Ómari kærlega til hamingju með umhverfisverndarverðlaunin þrátt fyrir að vera í mörgu ósammála honum. Hann er vel að þessu kominn fyrir ötult starf.

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hjálmar Bogi, hvað finnst þér um þennan bækling?

Villi Asgeirsson, 6.8.2008 kl. 19:45

3 identicon

Bækling?

kveðja

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband