Silfurmaðurinn, kóngarnir og Lindberg lentu í Reykjavík.

Ég undrast að menn skuli fetta fingur út í það að silfurstrákarnir lendi í Reykjavík. Vilhjálmur Einarsson, silfurmaðurinn frá ÓL í Melbourne lenti í Reykjavík og Brusselfararnir lentu með tvo Evrópumeistara í Reykjavík. Fyrsta flug á Íslandi var í Reykjavík og Nelson, Lindberg og Balbo lentu á Reykjavíkurhöfn. Bobby Fisher lenti á Reykjavíkurflugvelli og Friðrik 9. Danakóngur sömuleiðis.

Friðrik 8. og Kristján 10. stigu á landi í Reykjavík sem og Nóbelskáldið Halldór Laxness. Íslensku handritin komu á land í Reykjavík og fyrsta millilandaflugvél Íslendinga og fyrsta þota Íslendinga lentu á Reykjavíkurflugvelli. Þannig mætti lengi telja þjóðhöfðingja og frægt fólk, sem lenti í Reykjavík en ekki á Miðnesheiði.

Ég sé fyrir mér aðstöðu í framtíðinni þar sem góðir gestir geta gengið eftir rauðum dregli fá sérvöldum stað við austanverðan völlinn upp í Perluna.

Með lendingu silfurmannanna frá Peking og Melbourne í Reykjavík er að myndast hefð fyrir því að slíkir lendi í Reykjavík. Megi svo verða um alla framtíð.


mbl.is Flogið beint til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning með aðra farþega, eru þeir allir sammála að lenda í Reykjavík? Geta allir stigið úr flugvélinni þar eða er verið að mismuna farþegum?

Flesti Íslendingar vilja gjarnan koma við í Fríhöfninni og þá kunna að vera ýmsir sem hyggjast fara í framhaldsflug til BNA.  Að öllum líkindum verða Flugleiðir fyrir töluverðum útgjöldum vegna millilendingar í Reykjavík. Hugsanlega er skaðabótaábyrgð fyrir hendi sem þeir kunna að baka sér enda er þessi krókur ekki á venjulegri áætlun félagsins.

Ef nægur peningur er fyrir á þeim bæ, þá þeir um það.Ekki er unnt að fetta fingur við ákvörðun fyrirtækis hversu rétt eða röng hún er. En skyldu allir farþegar vera sáttir? Hvað með hluthafa fyrirtækisins? Svona fordild er aðeins til að baka óþarfa útgjöld og jafnvel einhver leiðindi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Halda skaltu hvíldardaginn heilagan". Á bak við þessi orð liggur nauðsyn þess fyrir andlega heilsu okkar að kunna að gera okkur dagamun. Það eru 52 ár síðan síðast vannst silfur á Ólympíuleikunum. Það gerist ekki á hverjum degi og dagurinn í dag á að lýsa inn í framtíðina.

Ómar Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Guðjón vélin lendir fyrst í Keflavík og þar fara aðrir út ef það dregur aðeins úr fýlunni. En Hanna Birna er heppin Ómar að hafa flugvöllinn í Reykjavík, annars hefði hún líklega ekki fengið neitt hlutverk í þessari móttöku.

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Ingimar Eydal

Við sem notum Reykjavíkurflugvöll mikið og gerum okkur grein fyrir mikilvægi staðsetningar hans hljótum að gleðjast yfir þessu.  Þetta er reyndar leiðinlegast fyrir Suðurnesjamenn sem vildu fagna komu kappana.

En þetta er stór stund og ég skora á alla sunnan heiða að taka vel á móti fólkinu okkar!  Ég horfi á í sjónvarpinu (allra landsmanna!!) og verð með ykkur í anda!

Ingimar Eydal, 27.8.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fréttin er ekki rétt höfð í textanum sem þessar færslur eru spunnar af. Flugvélin frá Frankfurt lendir kl.15.46 í Keflavík þar sem langflestir farþegar yfirgefa flugvélina. Síðan flýgur hún með íþróttakappana okkar til Reykjavíkur.

Betra væri að hafa það sem sannara reynist fremur en snúa öllu við eins og skilja mátti á fréttinni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.8.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Landfari

mér finnst vel við hæfi að gera dagamun við komu þeirra en menn meiga nú samt ekki missa sig alveg.Það þarf að vera hægt að halda uppá gullið þegar það kemur með veglegri hætti en silfrið.

Mér finst þetta flug til Reykjavíkur svolítið tvírætt. Það eyðileggur möguleka Reyknesinga, Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að fagna þeim þegar þeir fara í gegn.

Man eftir fólksfjöldanum sem stillti sér upp meðfram veginum þegar Nixon kom hér um árið. Hefði viljað sjá þá keyra á opnum bílum gegnum langar raðir af fagnandi fólki með fána.

Landfari, 27.8.2008 kl. 15:01

7 identicon

Sæll Ómar.

Það má vel vera að fyrsta flug á Íslandi hafi verið í Reykjavík en fyrstu flugvélarnar sem flugu til Íslands lentu á Hornafirði.

Kveðja,

Alli

Alli (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 15:59

8 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Algjörlega sammála Ómari. Hann veit venjulega hvað hann syngur.

Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 18:03

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvar var Hanna Birna?  Er það ekki siður á góðu heimili að tekið sé á móti gestum við aðaldyrnar að höfuðborginni??

Benedikt V. Warén, 27.8.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband