2.9.2008 | 20:03
Orwell ķ fullu gildi.
Vel er viš hęfi aš gefa alžingismönnum verk George Orwells, ekki ašeins vegna hins sķgilda bošskapar um žaš hvernig sumir verša jafnari en ašrir žegar völdin spilla, heldur einnig žaš hvernig rįšamenn finna nöfn į fyrirbęri sem eru alger öfugmęli eša žį aš nógu lengi er tönnlast į hugtökum, sem ķ sjįlfu sér eru neikvęš en fį jįkvęša merkingu.
Žetta er stundaš ótępilega hér į landi. Orka, sem endist ekki nema ķ nokkrar įratugi er kölluš "endurnżjanleg orka", "sjįlfbęr žróun" o. s. frv. og hugtakiš "orkufrekur išnašur", sem samkvęmt oršanna hljóša žżšir orkubrušl, hefur meš įhrifum sķbyljunnar öšlast jįkvęša merkingu og eftirsóknarvert ķ orkužyrstum heimi aš stofna til stórišju sem er sem allra orkufrekust.
Afhenda mętti rįšamönnum žessar bókmenntir meš višaukum yfir nżjustu hugtökin žar sem merkingu orša er snśiš į haus.
Žingmenn fį Animal Farm | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Athugasemdir
... góšur punktur... ORKUFREKUR... er ansi neikvętt orš žegar mašur lķtur betur į žaš... sį sem er frekur er aldrei vinsęll... eša skemmtilegur... heldur bölvuš frekja... ég ętla framvegis aš bera žaš fram meš įherslu į seinna oršiš... ORKU-FREKUR... frekur til nįttśrunnar... žetta orš getur žvķ aldrei veriš jįkvętt...
Brattur, 2.9.2008 kl. 21:06
Jį Ómar
"Orwell ķ fullu gildi. Vel er viš hęfi aš gefa alžingismönnum verk George Orwells"
Jį žaš er eins og žeir segja:" The New World Order is Here!" http://www.youtube.com/watch?v=4PpMdTmVMpo&feature=PlayList&p=7468FF61B3119A94&index=0
Žorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skrįš) 4.9.2008 kl. 00:44
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.