23.9.2008 | 12:27
Jón hnyklar vöðvana.
Mér sýnist greinilegt að Jón Magnússon telji stöðu sína orðna mjög sterka í Frjálslynda flokknum. Annars hefði hann ekki gagnrýnt formann flokksins í sjónvarpsfréttum fyrir "einkavinavæðingu", eins og hann orðaði það, sem hann sagði birtast í því að formaðurinn hefði beitt áhrifum sínum til að fela Kristni H. Gunnarssyni og Magnúsi Reyni Guðmundssyni lykilstörf í flokknum.
Þetta kallar maður að hnykla vöðvana svo að notuð sé rússnesk samlíking.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum átökum um menn og málefni í Frjálslynda flokknum. Það er greinilega ekki bara Kristinn sem sótt er að heldur líka Magnús Reynir.
Mun Guðjón Arnar beygja sig fyrir þessari gagnrýni og víkja þessum báðum "einkavinum" sínum frá? Eða er krafan um að tveir víki sett fram til að fá fram þá málamiðlun að annar þeirra, þ. e. Kristinn, víki en Magnús fái að vera áfram?
Eða endar þetta með því að allir þrír "einkavinirnir", Guðjón Arnar, Kristinn og Magnús Reynir, láti í minni pokann á endanum og Jón Magnússon komist til þeirra áhrifa sem hann virðist hafa stefnt að frá inngöngu sinni í flokkinn?
Illvígar deilur Frjálslyndra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristinn hefur hingað til ekki fallist á meginstefnu Íslandshreyfingarinnar varðandi stóriðju og virkjanir. Í lögum Íslandshreyfingarinnar segir að það sé skilyrði fyrir aðild að henni að samþykkja þessa meginstefnu.
Ómar Ragnarsson, 23.9.2008 kl. 12:53
Já, og Kristinn tæki þá einkavini sína með. Ég hitti Össur á laugardaginn og hann sagði að allir væru velkomnir í Samfylkinguna. Er Margrét ekki komin með annan fótinn þangað?
Þóra Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.