Aðferð sem svínvirkar.

Línumálið í Vogunum sýnir hvernig sú aðferð virkjanapostulanna svínvirkar að láta ekkert á sig fá, þótt hvergi nærri sé gengið frá öllum endum í byggingu álvers, heldur byrja framkvæmdir og stilla þeim, sem eftir er að semja við, upp við vegg. Þeir eru gerðir ábyrgir fyrir því tjóni sem það muni valda ef ekki makkað rétt.

Þetta er að sjálfsögðu siðlaus aðferð en hún svínvirkar.

Fyrir bragðið er komið í veg fyrir að málið fái eðlilega lýðræðislega meðferð í samræmi við það sem ætti að vera regla á 21. öldinni.

Synjun á beiðni um kosningu um málið sýnir ótta sveitarstjórnar við tvennt.

Annars vegar við það að íbúarnir verði óssammála meirihluta sveitarstjórnarinnar um lagningu línunnar.

Hins vegar óttinn við hið sterka fjárhagslega þvingunarvald sem hin voldugu fyrirtæki og handbendi þeirra beita til hins ítrasta.


mbl.is Íbúar fá ekki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir voru Guðfeðurnir að farði var í Helguvíkur framkvæmdirnar ? Jú það var sá hópur sem á sínum tíma beiti sér og var á móti stækkun Alcans í Straumsvík og lét  um línur lagnir til Helguvíkur og Álver í Helguvík og hafnaði þá um leið að línur væru lagðar í jörð.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Íslenskt lýðræði?

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðan daginn, hugsjónamaður. Leyfi mér að vekja athygli þína og þinna lesenda á nýrri og miklivægri grein minni um aðkallandi umhverfisverndarmál: 

STÓRA MÁLIÐ: súrt regn og hættuleg mengun allt í kringum höfuðborgarsvæðið

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 23.9.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er líka skrumskæling á lýðræðinu að láta fámenna hópa öfgasinnaðra umhverfisverndarsinna tefja allar framkvæmdir með málþófi og tilheyrandi aukakostnaði.

Almenningur vill þessar framkvæmdir en það truflar ykkur ekkert. Þið eruð nefnilega að berjast fyrir hagsmunum "ófæddra" Íslendinga, en þeir eru víst allir á móti framkvæmdum af þessu tagi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnar, þungaðar konur og börn frá því á 1. ári eru langtum viðkvæmari fyrir mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs en við erum, eins og kemur fram í þessum orðum Pálma Stefánssonar efnaverkfræðings: Allir mengunarstaðlar sem iðnaðurinn vitnar til eru miðaðir við fullfrískt fullorðið meðalfólk, en undanskilur veika og aldraða, ófrískar konur og konur með á brjósti, börn og unglinga. Þetta er um helmingur landsmanna en loftmengun undir staðalgildum hefur áhrif á það. Slæmt loft þýðir veik börn, en börnum frá 5. mánuði og allt að 5 til 6 ára aldurs er sérlega hætt, þar sem barkinn er enn þröngur og slímhúðin viðkvæm fyrir ertingu og kvefpestum.

Viltu ekki huga betur að þessu?

Jón Valur Jensson, 23.9.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Öfgasinnaðir náttúruverndarar eru yfirleitt fljótir að finna "vísindamenn" sem eru á sama máli og þeir og vitna þá gjarnan hróðugir í þá. Alllir mengunarstaðlar sem "iðnaðurinn" vitnar til (bjánalegt) eru alþjóðlegir og raunveruleg hættumörk eru margfalt hærri en uppgefnir staðlar.

".....undanskilur veika og aldraða, ófrískar konur og konur með á brjósti, börn og unglinga".

Á ég að trúa því að "vísindamaðurinn" hafi látið hafa þetta eftir sér?

Að sjálfsögðu ber að rannsaka allt sem allra best, það er í allra þágu. En ég vil að það sé hafið yfir allan vafa að niðurstöður rannsóknanna séu vilhallar einhverjum ákveðnum sjónarmiðum. T.d. eru allar niðurstöður sem fram koma frá umhverfisverndarsamtökum algjörlega úti á túni og ónothæfar með öllu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar telur sig vita betur og meira um lofttegundir en flestir aðrir. Reyndar er líklega fátt sem hann telur sig ekki hafa betri þekkingu á en "vísindamenn" þeir sem "öfgasinnaðir náttúruverndarar" hafa vitnað í. Ég held að Seðlabankinn þyrfti að ná tali af honum sem fyrst.

Sigurður Hrellir, 24.9.2008 kl. 22:25

8 Smámynd: Sturla Snorrason

Í þessu dæmi er íbúalýðræði að koma okkur verulega í koll, þar sem Hafnfirðingar höfnuðu álveri og komu í veg fyrir meiri raforkusölu til Straumsvíkur.Samkvæmt umhverfislögum er okkur óheimilt að spilla meira landi en við þurfum. Í þessu tilfelli er það augljóst að stækkun í Straumsvík hefði orðið mun betri lausn til að koma raðmagni á markað.

En þar sem bæjarstjórinn í Hafnafirði er í sama flokki og umhverfisráðherra er flokkhollustan meira virði en náttúran.

Sturla Snorrason, 24.9.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er verið að blammera mig fyrir Útsvarið Hrellir  Þetta er einmitt síðan sem ég fékk upp í gúgglinu en var of seinn að leiðrétta svarið. En varðandi það að ég telji mig vita betur en vísindamenn, þá er það alröng tilgáta hjá þér. Ég hef hins vegar tekið eftir því að oft eru vísindamenn ekki sammála og þá met ég það fyrir mig hverjum ég trúi. Stundum fara þeir líka með tómt bull og klæða persónulegar skoðanir sínar í fræðilegan búning. Stundum eru niðurstöður vísindamanna litaðar af pólitík og öll vafaatriði túlka þeir sér og sínum skoðunum í vil. Vísinda og fræðimenn eru mannlegir eins og aðrir.

Sturla, það var ekki verið að hafna álveri né kjósa um raforkusölu til fyrirtækisins í íbúakosningunni í Hafnarfirði. Hafnfirðingar sögðu álit sitt á deiliskipulaginu og þeir sem voru á móti því, höfðu sitt fram.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2008 kl. 01:26

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég gleymdi að fylgjast með framhaldi þessarar umræðu, en nú blöskrar mér að sjá til Gunnars Th., sem gerir gys að Pálma efnaverkfræðingi með því að vísa til hans sem "vísindamannsins" í gæslöppum. – Fyrir hverja starfar Gunnar Th.? – En hann getur svo sem svarið af sér allan annarlegan tilgang, en þá verður hann líka að taka undir tillögu mína og kröfu um, að mælingar á loftmengun eiga ekki að fara fram bara niðri á Grensásvegi, heldur líka í útjöðrum borgarinnar, nær Hellisheiðarvirkjunum, t.d. austur af Norðlingaholti og Seljahverfi og líka í suðurhluta Hafnarfjarðar, sem snýr að Straumsvíkurverksmiðjunni, og nálægt fleiri slíkum verksmiðjum.

Jón Valur Jensson, 25.9.2008 kl. 02:16

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, um að gera, mæla sem víðast.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband