Kurlin og grafirnar.

Fjármálakreppan, sem nú skekur Bandaríkin og þar með allan heiminn, er þess eðlis íslenska orðalagið um að öll kurl séu komin til grafar á vel við. Það sér maður vel á fjölmiðlum á ferð hér vestra. Alveg frá því að fjölmiðlar fóru að kafa ofan í húsnæðislánasukkið í upphafi var ljóst að ferill peninganna, sem nú hefur komið í ljós var stóran part bara tölur í tölukerfum, var svo flókinn að nær engin leið væri að rekja það allt.

Þetta hefur komið enn betur í ljós síðustu daga. Af því má ráða að það sé mikill barnaskapur af ráðamönnum annarra þjóða að halda að auðvelt sé að sjá yfir hvað er að gerast og hvað muni geta gerst, - að sjá hvar áföllin dynja yfir og hvar þau muni síður dynja yfir.

Fundur flestra helstu ráðamanna þjóðar og fjármagns á sunnudagskvöldi og fram á aðfararnótt mánudags var ekkert annað en neyðarfundur, sem var haldinn vegna þess að aðgerðir mega ekki dragast stundinni lengur og hafa líklega þegar dregist of lengi.

Þetta minnir mig á neyðarfund, sem ég hef heimildir um að haldinn var á tíunda tímanum morgun einn þegar á byggingu Kárahnjúkavirkjunar stóð. Símatorg fjármálaráðuneytis og Landsvirkjunar logaði því að bjarga þurfti sjö milljörðum króna fyrir klukkan tíu, og ekki hægt að gera það nema með láni á óheyrilega háum vöxtum. Og það var keyrt í gegn. 

Nú er verið að tala um heildarupphæð allt að 8800 milljarða króna í potti skulda þjóðarinar. Ótal pípur fjármálastofnana og fyrirtækja liggja inn í þann pott og kannski var neyðarfundurinn, sem var nýlokið þegar þetta er bloggað vestur í Bandaríkjunum, um það að bjarga þurfti óheyrilega hárri fjárhæð fyrir klukkan níu í fyrramálið. Hver veit? Það er svo langt í frá að öll kurl séu komin til grafar.   


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Í dag 29 sept. á ég í lausafé 127.krónur og hvar get ég lagt þetta inn hjá þeim?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 03:08

2 Smámynd: corvus corax

Ég get látið 48 krónur af hendi rakna. Vona að þær verði notaðar til að hækka laun ríkislögreglustjóra af því að hann er svo frábær meðreiðarsveinn BB.

corvus corax, 29.9.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband