Er 150 % hærra verð eðlilegt?

Við Helga fórum í kjörbúð í smábænum West-Yellowstone í Montana í gærkvöldi. Þar keypti hún vinsælt bandarískt meðal á 2400 krónur og taldi sig hafa gert afar góð kaup vegna þess að þegar hún keypti nákvæmlega sama meðalið heima fyrir skemmstu, kostaði það rúmlega 6000 krónur.

Ljóst virðist að þessi mikli verðmunur liggi hjá heildsalanum því að heima var meðalið, sem ekki er lyfseðilskylt, keypt hjá Hagkaupum. Svipuð verðlagning á sér áreiðanlega stað hvað snertir margar fleiri vörur sem ekki eru inni í innkaupakörfunum heima. Ef vel ætti að vera þyrfti að skoða verðlagið á mörgum vörum í mörgum löndum en auðvitað er það ekki hægt.

Þess vegna er hægur leikur hjá innflytjanda að smyrja vel á. Doktor Gunni, hvað er til ráða?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband