Aftur 1939?

1939 fór heimskreppan niður í nýjan botn á Íslandi, einu allra landa, vegna þess að borgarastyrjöldin á Spáni hafði lokað mikilvægum markaði fyrir saltfisk. Þá var Jónas Jónsson frá Hriflu utan stjórnar eins og Davíð nú, en það breytti ekki því að hann var aðalhvatamaðurinn að því bak við tjöldin að mynda svonefnda þjóðstjórn. Þrír þingmenn Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins voru reyndar utan stjórnar en hún kallaði sig samt þessu nafni.

Þessi stjórn var mynduð til að fást við margfalt erfiðari vanda en nú er við að glíma því að Íslendingar voru á mörgu leyti vanþróuð þjóð þótt hún væri sæmilega menntuð. Landið var í raun vegalaust og engir flugvellir til, svo að dæmi séu tekin, - fiskiskipaflotinn að ganga úr sér og í raun átti Hambrosbanki í London landið.

Sagt er að Davíð hafi viljað frekar samstarf við VG en Samfylkinguna eftir síðustu kosningar. Með því að kippa VG og hinum flokkunum inn myndi hann að hluta til getað minnkað áhrif Ingibjargar Sólrúnar.

Af hverju orða ég þetta svona? Kannski ég bloggi síðar nánar um það.  


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kreppunni á Íslandi lauk 10. maí 1940 þegar Bretar hernámu landið og allir sem vildu gátu fengið vinnu hjá þeim. Þjóðstjórnin hafði ekkert með það að gera. Vandinn leystist eins og hann varð til, fyrir tilverkan utanaðkomandi afla sem Íslendingar höfðu ekkert um að segja.

Daníel (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri einhvernmegin meira viðeigandi ef VG væri við stjórn núna þegar verið er að þjóðnýta fyrirtæki.

Það er eitthvað svo mikið vinstri.  Ekki það að Íslensk pólitík sé eða hafi nokkurntíma verið mjög hægri.  Það er í raun áhugavert að hlusta á VG menn núna, fordæma alla þá mjög svo Kommúnísku verknaði sem Sjálfstæðisflokkurinn er að starfa fyrir þá.

Merkilegt, alveg.

Saltfiskkreppan á Íslandi hefði átt að kenna okkur að vera ekki með öll eggin í sömu körfu.  Það er ekki nægur sveigjanleiki í því.

Ekki veit ég hver ætti svosem að hernema landið núna.  Og ekki er ég viss um að það reddaði neinu, þar sem við erum ekki með öll eggin í sömu körfu lengur - við höfum sjávarútveg OG álver núna.  Og það skaffar störf fyrir ansi marga.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.10.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband