Erfiðara á Íslandi.

Hugmyndir Obama um breytingar á gjaldþrotalögum, væntanlega til að hamla gegn því að fólk missi húsnæði, eru augljóslega bæði settar fram í góðum tilgangi og til að afla atkvæða hjá bandarískum almenningi, sem er ekki hrifinn af því að þurfa að bera nýja skatta til að bjarga auðjöfrum Wall Street.

Heima á Fróni er þetta vafalaust erfiðara því að fyrir liggur að öll útlánin, sem bankarnir veittu fólki til 40 ára byggðust á notkun erlendra lána bankanna sem voru langt umfram eignir þeirra. í raun hringdu allar bjöllurnar fyrr í haust þegar upplýst var að heildarskuldir Íslendinga væru 8800 milljarðar og að allt að 3000 milljarða skorti upp á að þjóðin ætti fyrir eignum.

Hlálegt er þegar Framsóknarflokkurinn reynir að spila sig frían frá þessu, flokkurinn sem stóð í fremstu röð við að hleypa þenslunni af stað með stórfelldum stóriðjuframkvæmdum og hleypti húsnæðislánasprengingunni af stað með óábyrgum kosningaloforðum sem spáð var fyrir um að myndi teyma bankakerfið út í samkeppni á þeim markaði.

Stanslausar fréttir af yfirtökum og kaupum Íslendinga á fyrirtækjum og fjármálastofnunum erlendis hefðu átt að opna augun fyrir því sem var að gerast.  


mbl.is Obama fékk þingmenn til að skipta um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband