5.10.2008 | 02:19
Skilum Dönum magasínunum!
Sú var tíð að Íslandsvinir í Danmörku sögðu: Skilum Íslendingum handritunum! Og Danir gerðu það að lokum af fúsum og frjálsum vilja án þess að þeir þyrftu þess og hafa engar aðrar þjóðir gert neitt svipað.
Talað var um danska öfund og óvild þegar danskir fjölmiðlar undruðust getu íslenskra aðila til að kaupa stórsverslanir, verslanakeðjur, fyrirtæki og fjármálstofnanir víða um lönd og hreiðra þannig um sig í hjarta Kaupmannahafnar.
Nýjustu fréttir hafa sýnt að þessar spurningar Dana áttu fullan rétt á sér því að kaupæði Íslendinga erlendis út á krít hafa komið erlendum skuldum landsins í stjarnfræðilegar hæðir, líkast til 6-10 sinnum hærri en árleg þjóðarframleiðsla.
Nú þarf sennilega þess sennilega ekki að íslenskir Danavinir hrópi: Skilum Dönum magasínunum! Við munum líklega hvort eð er verða neyddir til þess.
Rætt við norræna seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Manni skilst að Magasínið sé það eina sem skilar hagnaði
Sigurður Þórðarson, 5.10.2008 kl. 09:00
Nú er það ekki eins og við höfum tekið neitt af dönum. Þvert á móti var t.d. Magasin á barmi gjaldþrots þegar íslendingar komu til. Það var almenn ánægja í Danmörku með þá þróun mála því Magasin Du Nord er sterklega tengd nútíma sögu Danmerkur og dönum hefðu fundist það grátlegt að sjá á eftir slíku fyrirtæki fara í þrot.
Sama má segja um Sterling. Sterling er næstum það eina sem eftir er af umsvifum þjóðarklenódíunar Simon Spies. Það hefði verið sem að loka ástkærri bók ef það fyrirtæki hefði lagt upp laupana.
Ég veit ekki hvaðan þessi misskilningur okkar kemur um að við höfum tekið eitthvað af dönum. Líklega bara úr okkar eigin hausi. Við njótum þess nefnilega hefna okkar fyrir meinta meðferð dana á okkur fyrr á tímum. Einkennilegt í meira lagi í ljósi þess að við teljum okkur nútímafólk. En ennþá einkennilegra þegar haft er í huga hversu danir eru vinveittir íslendingum.
Þess má geta að bæði Magasin og Sterling hafa verið rekin með tabi bæði fyrir og eftir að íslensk fyrirtæki veittu peningum í þessi fyrirtæki. Þó er Magasin betur statt en það var áður. Einkum eftir sölu á fasteigninni.
Það myndi vera ákaflega leiðinlegt fyrir dani ef þau íslensku fyrirtæki sem hafa ausið fé í þessi gömlu dönsku fyrirtæki myndu draga að sér höndunum. Því þá færu þau einfaldlega á hausinn. Það finnast víst ekki önnur fyrirtæki í dag sem vildu spandera peningum í slíkar hýtur.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.