Kunnugleg atburðarás og "óvildarmenn."

Hver hefði trúað því fyrir viku að sú ótrúlega atburðarás færi af stað sem nú er á fullri ferð? Allar raddir erlendra sérfræðinga í fyrra og hitteðfyrra sem drógu það í efa að eðlilegt væri hvernig Íslendingar færu hamförum í kaupæði erlendis voru afgreiddar sem öfund, óvild eða annarlegar hvatir og hagsmunir hinna útlendu gagnrýnenda.

Í sumar sendi vinur minn frá unglingsárum, sem býr yfir áratuga reynslu hjá virtustu alþjóðlegum fjármálastofnunum, mér trúnaðartölvupóst þar hann lýsti fyrir mér skýrt og greinilega í hvað stefndi hjá þjóð sem skuldaði miklu meira en hún ætti fyrir.

Tölurnar sem hann nefndi voru talsvert lægri en þær sem við sjáum nú og samt var þessi niðurstaða hans skýr.

Það er þekkt fyrirbæri að þeir sem upplýsa um óhagstæðar staðreyndir eru stimplaðir sem óvinir og óvildarmenn þjóðarinnar og þetta hefur reynst íslenskum fjölmiðlum fjötur um fót og gert hvort tveggja í senn, að hamla gegn rannsóknarblaðamennsku og ekki síður að birta niðurstöður slíkrar rannsóknarblaðamennsku.

Fyrir bragðið eru bæði ráðamenn og almenningur sviptir möguleikum á að gera sér grein fyrir hinu raunverulega ástandi og fá ráðrúm til að bregðast við á skásta og skynsamlegasta hátt.  

 


mbl.is Hugsanlegt að Kauphöllin verði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þú ert nú ekki að fæðast í dag kallinn mnn. Hvenær hlustar þessi hluti af þjóðinni ?Það er fyrir ofan þeirra skilning að til skuli vera fólk með meiri raunveruleikagáfur en það; Skrýtið!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 04:31

2 identicon

Já, raunveruleikagáfurnar vantaði, það er sko alls kostar rétt. Ég er hrædd um að hér eftir taki maður betur eftir varnaðarorðum alheimsins (a.m.k. dana) og hlusti betur á þá en forsvarsmenn íslenskra banka. Það held ég að stjórnmálamenn ættu að gera líka. Auðvitað á maður að vita að ekkert fæst gefins, útrás ekkert frekar en bankastjórar og aðrir "kjölfestu" menn þar. Og auðvitað er eitthvað sjúkt í þjóðfélaginu þegar fólk er fá fleiri fleiri miljónir í laun fyrir minna en ekki neitt. Við sauðsvartur almúginn þurfum að vinna fyrir laununum okkar og hefðum kannski átt að sjá þetta fyrir.

assa (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband