Stjórnmálin og Íslendingasögurnar.

Fyrir 20 árum átti ég eitt eftirminnilegasta samtal sem ég man eftir við einn af helstu ráðamönnum þjóðarinnar þá. Á góðri stundu barst talið að stjórnmálum og hann sagði mér að hvað hann snerti réðu sömu meginatriði för í stjórnmálum og í Íslendingasögunum. "Þær eru mín pólitík" bætti hann við og spurði mig síðan hvað ég teldi að Íslendingasögurnar fjölluðu um.

Ég sagðist halda að þær fjölluðu um minnisverða atburði og örlög fólks en hann sagði svo ekki vera. Ég stóð á gati og innti hann eftir réttu svari. Það stóð ekki á því. "Það sem Íslendingasögurnar fjalla fyrst og fremst um," sagði hann,-  "og það er megininntak þeirra, - er þetta: Vinátta-óvinátta, tryggð-ótryggð, fóstbræðralag-svik. Af þessu er fóstbræðralagið hugnæmast."  

Æ síðan hef ég undrast hve þessi greining hans hefur átt vel við og aukið skilning minn á stjórnmálaatburðum og hegðun og viðbrögðum stjórnmálamanna, - ekki bara hvað snerti þennan tiltekna ráðamann og annarra í kringum hann, heldur miklu fleiri. Engu er líkara en að nánast ekkert hafi breyst í þúsund ár.

Prófið þið bara sjálf að máta þessa greiningu við stjórnmálaatburði síðustu áratuga allt fram á þennan dag. Hún eykur ekki aðeins skilning á liðnum atburðum og atburðum þessa dagana, heldur getur hún einnig gefið okkur vísbendingu um það sem á eftir að gerast í stjórnmálum, um hegðun og viðbrögð stjórnmálamanna. 

Þess vegna tel ég að þetta eigi erindi við þjóðina og sagnfræðinga framtíðarinnar.  


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Ómar. Heilindi skipta miklu máli. Þetta er flott innlegg hjá þér í morgunsárið.

Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 05:58

2 Smámynd: Dunni

Skemmtileg færsla Ómar.

Þessi stjónrmálamaður hefur verið ríkur að visku. Ég byrjaði að lesa Íslendingasögurnar þegar ég 9 ára og er enn að lesa þær.  Var að loka Egils sögu fyrir tveimur vikum síðan.

Íslendingasögurnar segja að sjálfsögðu örlagasögu þeirra er fyrstir byggðu landið okkar. En rauði þráðurinn í sögunum er barátta höfðingjanna til að vernda heiður sinn og ættarinnar. Þá skipti miklu máli að eiga trygga vina því óvinir leyndust allstaðar.

Egill Skallagrímsson átti fáa en trygga vini. Þannig var það með þá sem voru Óðins menn. Njáll á Bergþórshvoli var engin vígamaður og margt bendir til að hann hafi verið maður Njarðar og Freys áður en hann flæktist inn í kristnina. Freys menn og Njarðar voru gjarnan friðsemdar menn sem stunduðu kaupskap frekar en vígaferli. Gunnar á Hlíðarenda hefur mjög sennilega verið maður Þórs. Gunnar hefur verið í meðallagi greindur og frekar "naiv" á stundum. Tryggur var hann vinum sínum og gerði engum órétt. Og manna fræknastur var hann í hernaði og íþróttum. Þannig var það um marga .á er Þór fylgdu.  Þór var talinn til hinna heimskari guða og ósjaldan nýtti Óðinn sér það að bregða sér í kvikinda líki og spila með Þór.

Allir áttu þessar persónur sem ég hef nefnt það sameiginlegt að setja heiður, vináttu tryggð ofar öllu.  Fóstbræðralagið var innsigli á ævilanga tryggð sem ekkert fékk grandað.

Mér finnst stundum að stjórnmálamenn nútímans hefðu gott af því að lesa sögurnar og reyna að læra örælítið af þeim. Sérstaklega finnst mér að þeir í Frjálslyndaflokknum þurfi að læra hvað  heiður og tryggð raunverulega þýðir. Þeir eiginleikar eru nefnilega jafn mikils virði í dag og þeir voru fyrir 1100 árum.  Menn sem eru samherjar í stjórnmálaflokki vega ekki hver annan. Stjórnmálaflokkur er svo sem ekkert fóstbræðraígildi. En það er vettvangur sem menn hafa lýst yfir vilja að berjast saman á. Þegar samstaða bregst var það kallað ótryggð í Íslendingasögunum. Verra orðspor var ekki hægt að fá á sig á þeim tíma.  

Dunni, 5.10.2008 kl. 09:55

3 identicon

Það er með ólíkindum og gríðarlega alvarlegt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar leki ummælum sem þessum út fyrir veggi ríkisstjórnarinnar. Sá sem það gerði er ekki starfi sínu vaxinn og gerir sér enga grein fyrir því alvarlega og viðkvæma ástandi sem nú ríkir.

Ég hélt að fyrr myndi ég dauð liggja en fara að verja Davíð Oddsson en mér finnst það dapurlegt að verða vitni af þeim árásum sem Samfylkingarfólk lætur dynja á honum við þessar erfiðu aðstæður.

Helga Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:01

4 identicon

Jú samanvafin erum við speglingu lífskvæðisorðanna urður, verðandi og skuld.

Auðvitað er auðvelt að tengja þessu þeirri efnahagslegu siglingu sem við eigum um landshafið, þó svo að viðmiðun beinist meira að trúarlegum böndum. En hlutlaustast er þó að horfa til þess sem sköpunar hvers sem er á þann hátt að það spegli veltu sérhvers þess sem gerist og þróast.

K.O. Schmith sem var hér í heimsókn í byrjun sjöunda áratugar fyrri aldar hafði orð á því að hér á landi ríkti eins konar ættvígatillhneyging. Mætti það þó hverfa með aukinni vitund mannlegs eðlis að slíkt byggir á bristandi virðingu fyrir þeirri sameiginlegu ábyrgð sem við höfum sem mannlegir hugsuðir fyrir framtíð og velgengni þessa lands. Varla getur nokkur auður verið meira virði á sama hátt og virði barns er ómetanlegt.

ee (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Raunsæið sem felst í hinum 20 ára gömlu ummælum hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar og jákvæðu hliðarnar blasa við.

Neikvæða hliðin er sú þegar menn setja mælikvarða hvíts og svarts á öll við horf sín og gjörðir og fóstbræðaralagið, vináttan og tryggðin bera með sér spillingu samtryggingar, sem ameríkanar hafa orðað svo vel með samlíkingu við hesta: You scratch my back and I scratch yours.

Og ekki er það betra þegar skiptingin í vini og óvini hefur í för með sér valdníðslu gagnvart þeim eru ekki í náðinni.  

Ómar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband