1937 og 67 upp á nýtt?

Fyrri hluta árs 1967 var kreppa í aðsigi á Íslandi. Norðmenn og Íslendinga höfðu ofveitt síldina, sem hafði verið gjöful árin á undan og gíðarlegt verðfall varð á fiskafurðum erlendis. Krónan var allt of hátt skráð.

Landsmenn höguðu sér svipað og hermenn í stríðinu sem átti að senda í lífshættulega leiðangra og djömmuðu áður en áfallið dyndi yfir. Farnar voru skemmtiferðir á þremur skemmtiferðaskipum, bílum mokað inn í landið og stofnsett sjónvarpsstöð. Þá, eins og nú, hrópuðu ráðamenn: "Sjáið þið ekki veisluna?"

Þegar Bretar felldu gengi pundsins felldu Íslendingar gengi krónunnar tvívegis og ég söng: "Fella gengið hrika-ganta-gríðar-yndislega!" Atvinnuleysi hélt innreið sína og fjöldi Íslendinga flutti til Svíþjóðar og Ástralíu. Hljómar kunnuglega? Já, en sveiflan upp og niður er miklu meiri núna.

1937 lokaðist saltfiskmarkaður á Spáni og heimskreppan var í gangi. Krónan var allt of hátt skráð. Innflutningshöft komu að vísu í veg fyrir svipaða ofneyslu og var undanfari kreppunnar núna en 1939 var landið á barmi gjaldþrots og stærsta útgerðarveldi landsins, Kveldúlfur, varð gjaldþrota. Mynduð var þjóðstjórn 1939 og öll sund virtust lokuð þegar stríðið og Bretinn og kaninn komu og björguðu málum.

Slíkt mun varla gerast nú. Við horfumst sennilega í augu við gjaldþrot stefnunnar "þetta reddast einhvern veginn."


mbl.is Sölutregða á þorski og ýsu ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er bara eðlilegt að markaðsverð á íslenskum fiski lækki eitthvað núna, því það hefur hækkað mikið undanfarna áratugi og íslenskur fiskur er sá dýrasti í heimi.

En við erum 13. mesta fiskveiðiþjóð í heiminum, íslenskur fiskur er seldur út um allan heim, til dæmis til annarra Evrópulanda, Bandaríkjanna og Asíu. Hann er ekki seldur til fátæklinga og markaðurinn fyrir íslenskan fisk er ekki sá sami nú og 1968 eða 1991, þegar Sovétríkin hrundu. Við seldum þangað árlega 100 þúsund tunnur af saltsíld, frystan þorsk og karfa.

Markaðir fyrir fisk breytast eins og aðrir markaðir, til dæmis álmarkaðir, en fyrir íslenskan fisk fæst alltaf hæsta verðið, því hann er gæðavara úr hreinum sjó. Nú fást um 92% fleiri krónur fyrir hvern dollar en í ársbyrjun og því hefur verð fyrir hvert kíló af útfluttum íslenskum fiski hækkað gríðarlega á þessu ári í krónum talið.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um helming í dollurum frá því í vor og þegar gengi íslensku krónunnar hækkar aftur gagnvart dollar verður væntanlega hægt að lækka hér umtalsvert verð á olíu til útgerðarinnar. Og vextir hér verða mun lægri á næsta ári en þeir eru nú og verðbólgan mun minni, sem kemur öllum íslenskum fyrirtækjum til góða.

Heimsbyggðin verður ekki öll fátæklingar á næstunni, fólk heldur áfram að kaupa í matinn úti um allan heim og við erum ekki að fá lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum núna vegna þess að verð á íslenskum fiski hafi lækkað erlendis, heldur fyrst og fremst vegna þess að okkur skortir erlendan gjaldeyri.

Stál er algengasta efnið, sem notað er í bíla, Úkraínumenn flytja út mikið af stáli og gríðarmikill samdráttur verður á næstunni í bílaframleiðslu í heiminum, til dæmis fyrir markaðinn í Kína. Og því fá Úkraínumenn nú lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ál er næstalgengasta efni, sem notað er í bía, og þess vegna, meðal annars, hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað gríðarlega undanfarið.

Og raforkuverð Landsvirkjunar til erlendu álveranna hér er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Landsvirkjun skuldar um 3,7 milljarða Bandaríkjadala og þessi upphæð hefur að sjálfsögðu hækkað gríðarlega undanfarið í íslenskum krónum talið, rétt eins og skuldir íslensku útgerðarinnar, en um 80% af skuldum íslenskra fyrirtækja er í erlendri mynt.

Þorsteinn Briem, 30.10.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ál er næstalgengasta efnið, sem notað er í bíla, átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Notkun áls í bíla hefur farið vaxandi undanfarin ár, þar sem það er mun léttara en stálið, og því léttari sem bílarnir eru, því minni olíu eða bensín þarf til að knýja þá. Mikill samdráttur í bílaframleiðslu nú er því alvarlegri fyrir álframleiðslu í heiminum en ella.

Þorsteinn Briem, 30.10.2008 kl. 10:54

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Góðir punktar Ómar!  Alltaf gott og uppbyggjandi að lesa þín orð. Fáir sem gefa því sem mest er virði eins mikinn gaum og þú!  Landið, verndun þess, virðing fyrir lífi, fjölskyldugildin. Takk!

Baldur Gautur Baldursson, 30.10.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband