31.10.2008 | 20:31
Enn glæsilegra en Jónas hélt.
Varnargarðarnir sem liggja á heiðum og ásum um alla Þingeyjarsýslu sýna að það var öflug og rík þjóð sem gat byggt slíkt. Svipað er að segja um aðrar fornminjar frá Landnámsöld og Þjóðveldisöld. Örnefni á Seltjarnarnesi (sem nær raunar austur að Elliðaám) eins og Rauðarárholt og Kleppsholt vitna um skógi vaxið land, samanber orðtakið "oft er í holti heyrandi nær" og þýska orðið holz.
Glæsimyndin sem Jónas Hallgrímsson dregur upp af Íslandi og Íslendingum á þjóðveldisöld hefur stundum verið talin máluð í of rósrauðum litum rómantíkurinnar. Uppgötvanir síðustur ára og áratuga benda þó til mun meiri glæsileika en Jónas vitnaði um í ljóðinu "Ísland, farsælda frón."
Í Noregi á þeim tíma voru þéttir og hávaxnir skógar og jarðvegurinn þéttur undir. Hér á landi voru hins vegar aska og fokgjarn vikur í jarðvegi þannig að þegar kjarr og skógar voru hoggin hér á landi blés landið upp, jarðvegurinn fauk burtu og eftir stóðu hin beru holt sem báru ekki lengur nafn með rentu.
Með versnandi árferði gengu forfeður okkar frá þessum öldum á landið og hver kynslóð skilaði landinu verra til afkomendanna en hún tók við því.
Skógunum var eytt að milklu leyti á ótrúlega skömmum tíma á fyrstu öldum byggðar. Þó var öllum skógi og kjarri ekki verið eytt á nokkrum áratugum. Okkar kynslóð ætlar hins vegar að eyða orkunni úr stórum svæðum austan og sunnan Reykjavíkur á þeim hraða.
Við ættum að vita betur um afleiðingar gjörða okkar en fólkið sem smám saman eyddi gróðri í baráttunni við sult fyrr á öldum. En svo virðist sem núlifandi Íslendingar ætli samt að halda svona áfram.
Fótspor Ingólfs við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hefnist umhverfissóðunum fyrir stóru jeppana og álversdraumana sína, sem hafa breyst í eina stóra stóra martröð afturgenginna bóksala og endurskoðenda.
Þorsteinn Briem, 31.10.2008 kl. 20:54
Vonandi kunnum við að meta þær gersemar sem þarna er að finna og búum þeim umgjörð sem þeim sæmir.
Marinó G. Njálsson, 31.10.2008 kl. 22:08
Og á 10. öld var hér fjöldinn allur af álverum og jeppum úti um allar koppagrundir.
Þá var heldur ekki búið að finna upp rómantíkina. Hún var fundin upp af Gúgúl í bílskúr Jónasar Hallgrímssonar og þá varð fólk skyndilega á móti álverum.
En á Bakka eru ennþá risaeðlur, sem verða stoppaðar upp og hafðar til sýnis á Tittlingasafninu á Húsavík.
Þorsteinn Briem, 31.10.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.