Ekki lengur Þórunni að kenna.

Fylgjendur álversins á Bakka hafa haft allt á hornum sér varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna virkjana á norðausturlandi og kennt Þórunni Sveinbjarnardóttur um seinkun á framkvæmdum sem matið muni valda. Nú verður það varla lengur hægt.
mbl.is Fresta rannsóknarborunum að Þeistareykjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú eru þeir Bakkabræður rósrauðir á afturendanum eftir þessar flengingar.

Þorsteinn Briem, 31.10.2008 kl. 20:41

2 identicon

Mikið var Þórunn heppin...  úrskurður hennar er eftir sem áður óskiljanlegur- það hefði átt að setja Álverið, vegalögnina, línulögnina og hafnargerð  í heildstætt umhverfismat- virkjanasvæðið hefði undir öllum kringumstæðum átt að vera utan við það mat- orkuna höfum við alltaf not fyrir og kannski aldrei meira en nú. 

Það er erfitt að sætta sig við að þurfa að taka fullan þátt í timburmönnunum eftir neyslufylleríið á SV horninu án þess að hafa tekið þátt í veislunni sjálfri. Ætli það eigi ekki einhverjir aðrir en "Bakkabræður" að vera með rósrauðan rass þessa dagana.

Regína Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Regína.

Þeir sem ekki drekka fá aldrei timburmenn.

Engin ástæða, hvorki fyrir Húsvíkinga né aðra, að fara á fyllerí. Geti verkamenn, sem búa við íslenska sjávarsíðu, ekki unnið í fiski, geta þeir heldur ekki unnið í álveri.

Fjöldinn allur af útlendingum hefur unnið í fiskvinnslunni á Húsavík undanfarin ár og þeir hafa verið yfir 20% af félagsmönnum í verkalýðsfélaginu þar. Því hefur engan veginn skort vinnu fyrir verkamenn á Húsavík og um fjórir af hverjum fimm starfsmönnum í álverinu á Grundartanga eru verkamenn.

Álverin hér eru erlend og útlendir eigendur þeirra geta ákveðið að loka þeim verði þau ekki lengur hagkvæm.

Og hérlendis eru fleiri þorp en Húsavík, hátt í 100 talsins, og þau byggja afkomu sína fyrst og fremst á sjávarútvegi og ferðamennsku, sem hafa búið við alltof hátt gengi krónunnar undanfarin ár.

En vegna hruns á heimsmarkaðsverði olíu og gengi krónunnar í ár geta þessar greinar hins vegar greitt hærri laun strax á næsta ári. Og erlendum ferðamönnum hefur nú þegar fjölgað hér gríðarlega vegna hruns á gengi krónunnar.

Því vænkast hagur Strympu og konur aldrei feitari á landsbyggðinni.

Þorsteinn Briem, 1.11.2008 kl. 00:01

4 identicon

Það tók umhverfisráðherra 4,5 mánuði að kveða upp úrskurðinn. Það tók ráðuneyti hennar og stofnanir 2,5 mánuði að útskýra úrskurðinn. Úrskurðurinn er orsök tafa í verkefninu. Þið getið þakkað raðherranum fyrir.

Það hefur enginn gert athugasemdir við eðlilegt umhverfismat heldur óskiljanlegan úrskurð ráðherra. Kynntu þér málin svona til tilbreytingar.

Það er fagnaður hjá óvinum landsbyggðarinnar. Fátæk sveitarélög verða enn fátækri og fleiri flytja burt. Norðurþing hefr flutt út sitt atvinnuleysi. Hér hefur snarfækkað í aldurshópnum 15- 35 ára. Okkar viðspyrna er nýting okkar orku í héraðinu með álveri í Bakka við Húsavík. Kemur ykkur ekkert við nema þið flytjið hingað.

Sigurjón Benediktson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 06:57

5 identicon

Fiskvinnsla Vísis á Húsavík var lokuð í 5 mánuði á þessu ári! það er því eðlilegt að menn leiti eftri annarri vinnu.  Það er lélegt að bera það uppá verkamenn á Húsavík eða annarsstaðar að þeir vilji ekki vinna- þeir vilja örugga vinnu og lái þeim hver sem vill að sækja í heilsársstörf!

Regína Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband