Getur einhver vís maður svarað mér fávísum?

Einhvern tíma var notað orðtakið að spyrja eins og fávís kona en nú ætla ég að spyrja eins og fávís maður í framhaldi af viðtali við formann VR í Kastljósi í kvöld:

Er hugsanlegt að á stjórnarfundi í fyrirtæki komi það fram að stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu stilli stjórninni upp við vegg með tveimur kostum: 1. Annað hvort seljum við allir á einu bretti bréfin okkar í fyrirtækinu og þá fer það í þrot eða: 2. Persónulegar ábyrgðir okkar vegna skulda okkar við fyrirtækið verði felldar niður.

Ég gat ekki betur skilið en að formaður VR segði í kvöld að um þessa tvo afarkosti hefði verið að ræða og að hinn síðari hefði verið skárri, - sem sé þetta gamla góða; -  tilboð sem ekki var hægt að hafna. 

Formaðurinn sagði að Kaupþing hefði staðið traustum fótum í september en samt hefði verið rætt um stórfellda sölu hlutabréfa og þar með keyrslu fyrirtækisins í þrot.

Þetta kemur ekki heim og saman í mínum huga og þá vaknar spurning hins fávísa manns sem gott væri að einhver mér miklu vísari um hin mörgu hýbýli föður míns á fjármálahimni gæti svarað. Það er spurningin sem ég setti fram í upphafi þessa pistils. 

Ég vil ekki að spurning mín sé tekin sem dylgjur heldur sem fræðilegt álitaefni.  


mbl.is Hugsanlegt brot gegn hegningarlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ekki ætla ég að þykjast sérstaklega vís í þessu máli. En ég finn þó megnustu skítalykt af þessu öllu. 

Þú ert ekkert að misskilja Ómar. Það er verið að mismuna hluthöfum. Starfsmenn bankanna fengu að kaupa eins stóra hluti og þeir vildu með margra ára greiðslufresti. Þeir áttu skv. því bara að njóta hækkunar hlutabréfaverðsins eins og Bjarni Ármannsson í Glitni sem afgreiddi sig með stórgróða upp á hundruð milljóna á einum degi með kaup og sölu bréfa í Glitni, og slapp svo af landi brott. Þessi svikamylla gekk bara ekki upp fyrir alla aðra annarsstaðar í bankakerfinu.

Þetta er að sjálfsögðu riftanlegur gjörningur m.t.t. gjaldþrotalaga og væntanlega sæmilega heiðarlegum bústjóra í þrotabúi Kaupþings ber því að innheimta allar þessar kröfur án nokkurrar miskunnar. Hann má ekki mismuna kröfuhöfum.

Að þessu sögðu ber þó að skoða að ríkið gekk fram með óheiðarlegum hætti með setningu neyðarlaga og lögleiddi í raun þjófnað í skjóli kennitöluflakks. Sú vitleysa sem fór í gang með neyðarlögunum verður ekki hægt að leiðrétta með neinu góðu móti og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þessu ótrúlega dómgreindarleysi. Ég óttast hreint og klárt upplausnarástand í framhaldinu.

Verst er þó að þeir sem sigldu öllu í strand telja sig þess umkomna að standa í "björgunaraðgerðum" og frábiðja sér það að "persónugera" sökudólga í þessu máli. - Yeah right!

Haukur Nikulásson, 5.11.2008 kl. 23:05

2 identicon

Takk fyrir góða punkta Ómar. Mikið rétt hjá þér, engin ástæða til að ætla annað en þetta hafi verið staðan hjá Kaupþingi miðað við það sem kom fram hjá Gunnari Páli Pálssyni. Almennt sé þarf þetta þó ekki að gilda enda geta stórir hluthafar selt bréf sín án þess að flagga beri til Fjármálaseftirlitsins vegna sölu þeirra. Sú staðreynd að sala lykil starfsmanna gerir kröfu til formlegrar tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins gerir þetta mál sérstætt og sérlega viðkvæmt. Tilkynningaskyldan á eignahreyfingum stjórnenda markast m.a. á mikilvægi þess að standa vörð um að innherjaviðskipti verði sem minnst og/eða grundvallist á upplýsingum sem markaðnum eru kunnar. Markaðurinn er mjög næmur fyrir því ef eigendur eru að breyta stöðum sínum í fyrirtækinu. Sala lykil starfsmanna kallar á mun kröftugri viðbrögð en kaup þeirra í flestum tilfellum en auðvita ráðast viðbrögðin af heilsufari mrkaða almennt þegar viðskipti eiga sér stað, gengissögu fyrirtækis á markaði, rekstrarumhverfi fyrirtækja, rekstrarheilbrigði þeirra o.s.fr.

Staða Kaupþings á þessum tíma var klárlega þannig að  áhætta hluthafa hafði aukist verulega um að frekari hækkun væri ekki í sjónmáli. Þó má svo sem segja að flestir í þjóðfélaginu hafi sameinast í afneitunarsöngnum um að allt fær. Ef ég man rétt þá var erlendur fjárfestir að taka stöðu í bankanum ( 10M) um þetta leiti þar sem allt grundvallast á ,, truverðugleika " - Því árans orði. Og það án þess að gömul og góð gildi séu til staðar sem vistuð eru í orðunum áreiðanleiki og heiðarleiki   - sjá pistil um trúverðugleika  http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/day/2008/10/1/

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég skildi þetta svona. Hverjir ættu að hafa stillt þeim upp við vegg. Ekki fara litlir hluthafar að krefjast þess að ábyrgðir á lánum tíl stærri hluthafa verði felldar niður því annar selji þeir. Menn voru einfaldlega að misnota stöðu sína og ræna bankann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:13

4 identicon

Þú vísar til þíns föður á fjármálahimninum. Hugsa að lexían sem við erum að læra núna sé einfaldlega að skilja okkar eigin ábyrgð og skilja hafrana frá sauðunum.  hvað getum við lært? Jú, að krefjast lagasetninga sem koma í veg fyrir að það sem hefur gerst geti gerst aftur og ábyrgt kerfi fylgi þeirri lagasetningu eftir. Það er gott að til eru menn eins og þú Ómar sem berst fyrir verndun náttúrunnar ásamt fleirum. Af hverju hefur ekki verið tekið meira mark á málflutningi þínum, ábendingum, allri þinni vinnu og upplýsingaöflun af hálfu stjórnvalda? Einfaldlega vegna þess að stjórvöld eru blinduð af einhverju sem heitir dollaramerki í augunum. Kannski verður þessi kreppa til þess að stjórnvöld stokki upp forgangsröðina hjá sér. Valdið þarf að færast meira til fólksins sem stritar í þessu landi, bláeygt af sakleysi gagnvart spillingu stjórnvalda. Gangi þér allt sem best í haginn. Ég dáist að baráttu þinni og því hve vel þú fylgir þinni sannfæringu. Haltu því endilega áfram.

Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Ég,fávís kona, stóð uppi með stórt spurningarmerki, eftir að hafa hlustað á þessar samræður. Brotalamirnar eru greinilega víða og einkennilegt hvað lögð er mikil áhersla á að réttlæta allar þær misgjörðir sem hafa verið framkvæmdar. Ég gat ekki betur skilið, eins og þú, að hlutkesti hefði verið varpað um þessa tvo kosti, svo gáfulegt sem það nú er. Hann nýtur samt enn fyllsta trausts meðstjórnenda,  þessi blessaði maður. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Ég held nú samt að með áframhaldandi aðkomu almennings þá hljóti eitthvað að fara að gerast. Það bara verður. Því lengra sem frá líður, því erfiðara.

Það er skelfilegt til þess að hugsa hversu flatt fólk hefur farið á græðginni einni saman. Hún "græðgi" er afar sterk og svífst einskis þegar hún fer af stað, það erum við búin að sannreyna. Við þurfum erlenda aðila hér inn hið fyrsta til að grandskoða þetta allt eins og það leggur sig. Þetta er orðinn slíkur skrípaleikur að engin orð eru til yfir það.

Það er von mín að hægt verði að byggja upp betra og réttlátara samfélag þegar þeir sem ráðið hafa koma sér frá. Það er að vísu ansi dýrkeypt.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þessi maður er í Vandræðum.  Rök hans eru algerlega ógild og mjög í mótsögn!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég bloggaði um þetta í gær, ég var eitt spurningamerki eftir þetta kastljós, þessi Gunnar var ekki á réttum stað, mér fannst eins og það sé verið að hengja bakara fyrir smið, þessi aumingjast maður kom mjög illa út. Var þessi maður sendisveinn (gólf-tuska), fyrir fyrrverandi  forstjóra Kaupþings, Hvar eru þeir ???

Sigurveig Eysteins, 6.11.2008 kl. 01:12

8 identicon

Ég á sennilega eftir að yðrast þessi lengi að hafa ekki kosið þig! Ekkert hafa þessi gerpi gert fyrir okkur. Og enn bólar ekkert á athöfnum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að reyna að bjarga smáum fyrirtækjum og fjölskyldum en íslenska ríkisstjórnin er að reyna að þrýsta út síðasta súrefninu úr hagkerfinu með stýrivöxtum. Hvar í ósköpunum endar þetta?

Bjarni Hákonarson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 02:18

9 Smámynd: Páll Jónsson

Stopp stopp stopp...

Það er varla sanngjarnt að setja þetta svona upp. Segjum að ég sem einstaklingur hafi keypt mikið af hlutabréfum út í reikning af fyrirtæki sem ég vinn hjá, gegn veði í þessum sömu hlutabréfum og á mína persónulegu ábyrgð.

Bréfin falla í verði en ekki lánin (eða önnur persónuleg vandræði koma til) og þá kemur upp sú staða að ég annað hvort neyðist til að selja bréfin strax eða fara jafnvel sjálfur í gjaldþrot. Þetta segi ég stjórn fyrirtækisins því ég veit að ef ég sel bréfin þá gæti skapast ótti á markaðnum og fyrirtækið jafnvel farið í þrot.

Fyrirtækið velur þann kost fremur að fella niður persónulega ábyrgð mína og láta hlutabréfin standa ein sem veð gegn láninu. Þetta er ekki litið á sem neitt átakanlega vondan kost þar sem enn er þónokkuð verðmæti í bréfunum... stuttu seinna hverfur það verðmæti.

Það þarf ekki endilega að vera neinn "vondur kall" í þessu máli. Allir virðast hafa verið frekar óskynsamir og einfaldlega treyst því að aðstæður á markaði héldust góðar en það er ósanngjarnt að mála fólk sem krimma vegna þess.

(Ég tek fram að ég er 23 ára nemi sem á bara skuldir og er engum tengdur í þessu)

Páll Jónsson, 6.11.2008 kl. 05:33

10 Smámynd: Páll Jónsson

Það er auðvitað samt ekki sjálfgefið heldur að hér sé ekki um neina vonda kalla að ræða

Páll Jónsson, 6.11.2008 kl. 05:48

11 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég skil ekki þessi rök Gunnars Páls í þessu máli,  Því lá á að selja bréf lykilstarfsmanna þegar bankinn stóð vel.  Það hlýtur að hafa verið byrjað að falla undan fæti hjá þeim þegar þeir taka svona ákvörðun.   Gunnar Páll ætti að hætta strax í stjórn VR þar sem áður en hann kemur þeim í meiri vandræði

Þórður Ingi Bjarnason, 6.11.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband