Tapað - ekki fundið.

"Tapað - fundið " er kannski nafn sem menn vildu helst að ætti við um þá leit sem nú er hafin að verðmætum sem virðast hafa gufað upp ef þau voru þá nokkurn tíma til. En nú virðist aðeins fyrra orðið, "tapað" eiga við. Ég skal ekki eyða fleiri orðum í þetta því að frétt Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur um bankamenn á flótta er best gerða sjónvarpsfrétt sem ég hef séð í mjög langan tíma.

Hún hefur allt sem hægt er að krefjast af sjónvarpsfrétt, frábæra greiningu, knappan, hnitmiðaðan texta, humor og beitt háð. Þóra Kristín talar beint út og segir að skylda ætti alla landsmenn til að horfa á auglýsingamyndir bankanna frá himinskautaárum þeirra.

Ég vil bæta við: Það ætti að skylda alla fjölmiðlamenn til að horfa á þessa frábæru frammistöðu Þóru Kristínar. Helst vildi ég að hún fengi sérstök auka- Edduverðaun næstkomandi sunnudag.


mbl.is Húsleit hjá Stoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Missti af þessari frétt, hvar og hvenær var hún?

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hún er á mbl.is og sést þar efst til hægri. Þegar ég var í Ameríku í haust hreifst ég mjög af ungri, bandarískri sjónvarpskonu að nafni Rachel Maddox sem brillerar þar og ætti að vera fyrirmynd fyrir íslenskst sjónvarpsfólk.

Björgvin Halldórsson myndi lýsa þessari frétt Þóru Kristínar með orðunum: Þessi frétt er svo mikið erlendis!"

Ómar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 00:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nánar tiltekið: Með því að fara inn á mbl.is sést efst í horninu "Mbl sjónvarp" Þar er fréttin frábæra.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn segja að peningarnir hafi verið bóla. Það er gefið í skyn að þeir hafi bara gufað upp. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur í gegnum kaup og sölu (verðmyndanir). Slíkt er hægt að rekja. Þetta er ekki yfirskilvitlegt eða púff eins og menn vilja vera láta. Þarna liggja gjörðir manna að baki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þóra Kristín er flott og þakka þér fyrir að benda á þessa frétt hún fór fram hjá mér.

María Kristjánsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað heitir fréttin ég finn hana ekki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

búin að finna hana

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:21

8 identicon

Þetta er skórskemmtileg frétt, takk fyrir að benda á hana. Ég var pínu hræddur um að þetta breyttist í "oppinion piece" eins og þeir kalla það ytra en þetta var allan tímann sólíd fréttamennska.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:28

9 identicon

Tek undir þetta, frábærlega vel gerð frétt hjá Þóru Kristínu. Megi aðrir fréttamenn taka sér þetta til fyrirmyndar.

Og þú Ómar, eins og Spaugstofan, hefur "blómstrað" í kreppunni. Bloggið þitt verið áhugavert upp á síðkastið, vona að þú haldir áfram á sömu braut.

Baráttukveðjur

ASE (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:28

10 identicon

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:29

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já athyglisverð nálgun hjá henni.

Óskar Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 00:30

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þóra Kristín er í fremstu víglínu faglegra fréttamanna

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 00:38

13 identicon

Kæri Ómar

Alltaf er eitthvað svo ljúft og gott að lesa bloggið þitt. Mér finnst þú setja skoðanir þínar fram á málefnalegan hátt, sem í fyrstu virðist einfaldleikinn uppmálaður og afslappaður, en djúpar þegar betur er að gáð. Hugsjónamaður og frábær spekúlant. Gangi þér ævinlega sem best.  

Nína S (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 02:07

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt Íslandshreyfingin hafi mælst í skoðanakönnunum að undanförnu með fylgi sem samsvarar um 4000 manns hafa fjölmiðlar sniðgengið hana. Ályktanir hennar eru ekki birtar og fjölmiðlar sniðgengu að mestu aðalfund hennar sem var haldinn í ágúst.

Ég hef sjálfur unnið á fjölmiðlum og þekki þetta heilkenni. Fjölmiðlafólk er upp fyrir haus í verkefnum og það er þægilegra að sleppa eina flokknum sem ekki á fulltrúa á Alþingi. 

Einu skiptin þar sem minnst er á Íslandshreyfinguna er þegar ekki verður hjá því komist vegna niðurstaðna skoðanakannana.

Í frétt sjónvarpsins af fundinum í Iðnó s.l. laugardag kom þó fram að einu formenn flokkanna sem hefðu komið á fundinn værum við Steingrímur J. Sigfússon.

Ég man þá tíð þegar nær alltaf var rætt við fulltrúa R-lista og D-lista um borgarmálefni en Ólafur F. og F-listinn komust ekki að.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 12:20

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ríkjandi hugmyndir um völd skipta miklu máli um það hverjir komast að og hvað er álitinn vera fréttamatur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband