22.11.2008 | 05:16
Eldarnir og þeir sem tróðust fyrst undir.
Fyrir nokkru líkti ég Íslandi við lítið hús í húsaröð milli sambyggðra skýjakljúfa. Í öllum væri starfsemi með miklum eldsmat og brunavörnum áfátt en ástandið hvergi verra en í íslenska húsinu. Þegar eldur kæmi síðan upp í ameríska skýjakljúfnumn og breiddist út í hin húsin, fuðraði minnsta húsið fyrst upp í miklum sprengingum.
Og eins og í eldsvoða træðust þeir fyrst undir á flóttanum út úr húsunum, sem minnstir væru.
Það logar enn eldur í breska skýjakljúfnum og glæringarnar hafa fokið yfir öll húsin í hverfinu og kveikt í þeim. Hvergi hefur eldurinn verið slökktur þótt slökkvistarf sé á fullu. Þess vegna veit enginn hver endalokin verða í þessum eldi í Kaupinhafn fjármálaheimsins.
Bretland sömu leið og Ísland? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kínverjar, kommúnistarnir, hafa lánað Bandaríkjamönnum gríðarlegar fjárhæðir og Íraksstríðið, sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson studdu, hefur kostað heimsbyggðina sitt. Bush Bandaríkjaforseti álitinn afglapi, bæði í eigin ranni og annarra manna húsum.
Skósveinn hans og blýantsnagarinn Davíð flengdur undir Svörtuloftum, svo undan hefur sviðið, og sleikir nú afturendann á Kremlverjum í von um lán að austan.
Og því er nú spáð að Bandaríkjadollar verði sífellt minna virði.
Heimsmarkaðsverð á olíu og áli hefur hrunið, enda hefur bílaframleiðsla dregist gríðarlega saman í heiminum. Hvítvoðungar skeindir með hlutabréfum í álfyrirtækjum. Verð á hlutabréfum í Century Aluminum, eiganda Norðuráls á Grundartanga, hefur lækkað um rúm 89% frá því í maí síðastliðnum:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/11/19/verdmat_century_aluminum_laekkad/
Þorsteinn Briem, 22.11.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.