Ljós í myrkrinu.

Stofnun Auðlindar og ekki síður nöfn fólksins, sem standa að henni, er mér gleðiefni. Þetta er ljós í því myrkri sem íslenskur þjóð gengur nú í gegnum og stofnar dýrmætustu auðlindum landsins í meiri hættu en nokkru sinni fyrr vegna þeirrar skammsýni og örvæntingarfullrar ásóknar í verðmæti, sem taka á frá afkomendum okkar.

Auðlindin mesta er einstæð náttúra landsins, eitt af helstu undrum veraldar, sem okkur ber að varðveita fyrir mannkyn allt.

1. desember 1918 var þjóðin í öldudal síðustu stóru drepsóttarinnar, hafíss og kreppu, sem fór dýpra árið áður en nokkur önnur á 20. öldinni. Þá var fullveldið ljós í myrkrinu og í hönd fór áratugur batnandi hags og framfara.

Það fer vel á því að á 90 ára afmæli fullveldisins kvikni enn ein samtökin sem nú spretta upp í grósku áhugasamtaka á rústum hins gamla Íslands spillingar og græðgi sem víkur vonandi fyrir nýju Íslandi, þar sem vikið verður burtu því tillitsleysi gegn komandi kynslóðum sem viðgengist hefur.


mbl.is Ný samtök um náttúruvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst vanta eitt nafn í þennan hóp: Ómar Ragnarsson.

Sævar Helgason, 25.11.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Þetta eru gleðitíðindi.  Mér þykir miður hve margir Íslendingar vilja ekki bara nýta náttúruauðlindir okkar Íslendinga heldur eyða með því að ofnýta, burtséð frá áhrifum á vistkerfið í heild sinni og framtíð næstu kynslóða.  Því er gríðarleg þörf fyrir samtök af þessu tagi, ekki síst nú til dags þegar margir virðast vera tilbúnir til að henda öllum eldspýtnastokknum á glóðina til að lífga eldinn við án þess að hugsa um yl morgundagsins.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 25.11.2008 kl. 23:27

3 identicon

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Ómar. Frábært framtak. Ég var síðast í gær að útskýra fyrir 10 ára barnabarni hvað það þýðir að Landið fýkur burt. hvað það skiptir miklu máli að vernda náttúruna.  En svo vkil ég ekkert í þessari ásókn að láta álver spretta upp eins og gorkúlur. Vitandi það, að innan fárra ára , ef tækninni fleygir fram eins og hingað til, verður komið eitthvert allt annað efni, trúlega náttúruvænt, sem verður notað í staðinn fyrir ál. Og hvað þá með þessar álverksmiðjur hér? Og virkjanirnar sem knýja orku fyrir þær? Grotna þær bara niður? Það er svo margt annað hægt að gera til að auka peningastreymi í landinu heldur en byggja álver. Svo vona ég bara að fólki auðnast að forða olíuhreinsunarstöð að rísa í landinu.

Nína S (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:05

4 Smámynd: Ingibjörg SoS

Þau náttúruspjöll sem búið er að vinna á náttúru Íslands gera mig ekki einungis reiða. Ég upplifi sorg og sársauka í hvert sinn sem hróflað er við.

Ómar, þú ert hetja! þér myndi ég treysta fyrir því starfi sem nefnist; Umhverfismálaráðherra

Ingibjörg SoS, 26.11.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Friðrik Höskuldsson

Ómar. Sammála. Sé að bæði imba og Sveinn Sigurður fundu sig knúin til að kommentera. Ég líka. Finnst Ísland vera að blæða, jafnvel ganga okkur úr greipum. Og ég er sár. Sérstaklega yfir því að við skulum þurfa að fagna því að stofnuð hafi verið enn ein samtökin til verndar okkar ástkæra Íslandi. Í einfeldni lifði ég þann sannleik að við elskuðum ÖLL þetta sama land. Svo var ekki.

Á mínu bloggi er að finna sönnun um grunnhyggið fólk, sem dæmir aðra og er ekki til í umræðu nema á sínum eigin undarlega uppbyggðu hámenntuðu forsendum.

Friðrik Höskuldsson, 26.11.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband