15.12.2008 | 23:18
Góðar fréttir.
Það fór ekki fram hjá mér þegar ég heimsótti Seacology-umhverfissamtökin og Yellowstone þjóðgarðinn í haust að umhverfisverndarfólk batt miklar vonir við Barack Obama og vonaði að hann kæmist til valda og gerði það sem hann ætlar nú að gera.
Fólk hafði ekki hátt um þetta. Ýmist var það á milli vonar og ótta um það hvort þetta tækist eða það mátti stöðu sinnar vegna ekki láta þetta uppi opinberlega.
Í tíð Bush voru helstu ráðgjafar og ráðamenn í umhverfismálum komnir beint frá olíufélögunum, sem studdu þennan líkast til versta forseta í sögu landsins.
Ef Obama tekst að gera Bandaríkin að forysturíki í þessum efnum verður það mikill álitsauki og sigur fyrir Bandaríkin og bandarískt lýðræði, sem margir voru farnir að óttast að væri að spillast af peningahyggju og takmarkaðri þekkingu og áhuga á stjórnmálum og heimsmálum.
Það er ekki alltaf gefið að aburðamenn séu spámenn í eigin föðurlandi, en það virðist Obama ætla að verða, fatist honum ekki flugið.
Ný forysta í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi ruggar hinn nýji forseti ekki bátnum svo harkalega, að fé verði sett til höfuðs honum. Ég væri skíthræddur í hans sporum... verandi svartur í ofanálag Menn hafa verið drepnir fyrir minna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 23:34
Ekki er litlaus Obama,
allflestum þó er sama,
hann er svartur,
hann er bjartur,
í Framsókn ei fengi frama.
Þorsteinn Briem, 16.12.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.