Fleiri á sveif með Íslandshreyfingunni.

Stjórn Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands setti fram þá hugmynd í haust að höggvið yrði á þann hnút og rofin sú sjálfhelda, pattstaða og truflun, sem ríkt hefur í ESB-málum hér á landi með því að taka það mál út úr flokkafarvegi og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það sérstaklega hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

VG ljáði þessari hugmynd máls nýlega og nú telur forsætisráðherra þetta koma til greina.

Þetta mál er það stórt að jafnvel það eitt hvort láta eigi reyna á aðildarviðræður er bært sem þjóðaratkvæðismál. Þar að auki hefur sundrung nær allra flokka vegna málsins gert þeim erfiðara að vera vettvangur fyrir stjórn landsins með tilliti til mismunandi áherslna til hægri eða vinstri.

ESB-málið er að mörgu leyti líkt sjálfstæðismálinu fram til 1916-18. Eðlileg flokkamyndun fram til þess tíma, grundvölluð á mismunandi sýn á þjóðfélagsskipan, var ekki möguleg vegna þess að sjálfstæðismálið klauf allar eðlilegar fylkingingar um önnur mál í herðar niður.

Stofnun Framsóknarflokks og Alþýðuflokks var viðleitni til að færa flokkapólitíkina frá sjálfstæðismálinu, en það var ekki fyrr en með sambandslögunum 1918 að grundvöllur myndaðist að þeirri skiptingu þjóðarinnar í flokka til hægri og vinstri sem varð að mestu fullmótuð á þriðja áratug síðustu aldar.

Rétt eins og sambandslögin tóku sjálfstæðismálið að mestu út úr flokkafarvegi og gerði flokkum kleift að staðsetja sig með tilliti til mismunandi áherslna á gildi markaðshyggju og félagshyggju getur færsla ESB-málsins yfir á vettvang þjóðaratkvæðagreiðslna haft svipuð áhrif, níutíu árum síðar.


mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt, Jón Frímann, að þjóðaratkvæði um það hvort sækja eigi um aðild hefur galla. En stundum er það þannig í pólitík að ekki er hægt að fara beinustu leið heldur verið að leita að leið sem meirihluti er fyrir.

Ef eina leiðin til að hreyfa málin er sú, sem Íslandshreyfingin og nú bæði Sjálfstæðismenn og VG ljá máls á, virðist það vera eina leiðin til að meirihluti á flokkavísu myndist um málið því að varla getur Samfylkingin verið á móti því þessari leið.

Raunar er tregða við að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í stórum málum bagaleg hér á landi og því þarf að breyta.

Ef fellt verður í þjóðaratkvæðagreiðslu að láta reyna á aðildarviðrærður er það mál afgreitt, - í bili að minnsta kosti.

Ef samþykkt verður að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi fara fram önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan samning. Og hvað er svona voðalegt við það þótt atkvæðagreiðslurnar yrðu tvær?

Norðmenn gerðu þetta tvisvar og gætu þess vegna átt það til að gera það í þriðja sinn.

Lýðræði getur verið tafsamt en skárri leið hefur því miður ekki fundist enn, - eða hvað?

Ómar Ragnarsson, 31.12.2008 kl. 07:56

2 Smámynd: Offari

Sammála síðasta ræðumanni.   

Offari, 31.12.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

ESB að hrynja innan frá? Óttaleg vitleysa er þetta í fólki. Hvað eiga menn við? Og hver hefur sagt þeim þetta?

Held að menn verði að passa sig á að líta ekki á ESB sem ríki. Heldur er þetta samvinna 27 þjóða sem hafa ekki alltaf sömu skoðanir. En þar sem að þjóðirnar eru þarna á jafnréttisgrundvelli þá eru engar stórar ákvarðanir teknar sem fallla undir samstarfið nema að allar þjóðir samþykki það. Og því gustar þarna stundum um. En engin þjóð hefur lýst því opinberlega að hún vilji út úr ESB sem segir okkur nokkuð. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2008 kl. 09:52

4 identicon

Ómar - greyið farðu að hætta þessu bulli - það er enginn að fara að veita þessum klúbb þínum brautargengi í pólitík. Það er orðð aumkvunarvert að hlusta á og lesa klórið þitt þegar þú ert að reyna að finna eitthvað sem alvöru stjórnmálamenn segja og tengja það við einhvern þvætting í þér.

Hættu þessu þetta er orðið leiðinlegt

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

ESB aðild eða ekki. Viðhorfin eru eiginlega bara svart/hvít: Ég er með ...af því bara og ég er á móti... af því bara.

Við stöndum frammi fyrir að byggja upp Nýja Ísland. Verðum að vega og meta hvernig okkar hagsmunum er best borgið í framtíðinni.

Ofsatrú á ekki við hér, frekar en annars staðar.

Ég legg til: Sækjum um sem fyrst, notum tímann til að fræða þjóðina, þannig að hún geti tekið vitlega afstöðu þegar kemur að því að kjósa um þann samning sem verður í boði.

Jón Ragnar Björnsson, 31.12.2008 kl. 11:19

6 identicon

Sígandi lukka er best. Íslandshreyfingin mælist jafn stór og Frjálslyndi
flokkurinn um þessar mundir og fylgið fer vaxandi. Íslandshreyfingin ætti
að toppa á næsta kjördegi sem væntanlega verður í vor þ.a.s. ef
lýðræðið(kjósendur)þrái breytingar. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

Þetta hér fyrir neðan má finna á vefslóð:http://www.capacent.is/?PageID=762&NewsID=1087 frá 3.des
2008 sem staðfestir að Íslandshreyfingin er á réttri leið.

,,Stuðningur við ríkisstjórnina er nú í sögulegu lágmarki og þarf að leita
aftur til október 1993 til að finna jafnlítinn stuðning við sitjandi
ríkisstjórn. Stuðningur við stjórnina minnkar verulega milli mánaða eða um
14 prósentustig og mælist nú liðlega 32%. Vinstrihreyfingin - grænt framboð
mælist með mest fylgi í nóvember en 32% segjast myndu kjósa flokkinn færu
Alþingiskosningar fram í
dag. Fylgi flokksins hefur aldrei mælst eins mikið í Þjóðarpúlsi Gallup.
Litlu færri eða 31% segjast myndu kjósa Samfylkinguna og breytist fylgi
flokksins lítið milli mánaða. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
minnkar verulega annan mánuðinn í röð og mælist flokkurinn nú með 21%
fylgi. Fylgi flokksins er í sögulegu lágmarki. Stuðningur við
Framsóknarflokkinn mælist nú um 8%, en um 3% segjast ætla að
kjósa Frjálslynda flokkinn og sama hlutfall styður Íslandshreyfinguna -
lifandi land. Athygli vekur að 3% segjast ætla að kjósa eitthvað annað en
þá flokka sem buðu fram í síðustu alþingiskosningum.
Tæplega 10% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og næstum
16% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.

 

B.N. (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Er ekki tími til kominn að sóa svolítið tímanum. Kjósa fyrst hvort við viljum vera í EES. Síðan ef fyrirliggur almenn sátt um það kjósa um aðildarviðræður. Nú ef það yrði samþykkt þá yrði gerð gallúpkönnun á ÖLLU því sem þjóðin vill ná fram í slíkum viðræðum. Svo yrðu markmiðin sett í þjóðaratkvæði og 10 efstu látin ráða úrslitum. Sem sagt skýr og greinanleg markmið ÞJÓÐARINNAR sem fengi þá fyrst að kjósa sér fulltrúa við samningaborðið og þá er nýr Gallúp fyrir það og svona getum við drepið tímann. Á meðan getur alþingi sett bráðabirgðar og neyðarlög á næturnar án nokkurs samráðs enda ekki tími til slíks. Það skilja nú allir. Þessu er þjóðin náttúrulega alveg innilega sammála.

Gísli Ingvarsson, 31.12.2008 kl. 12:23

8 identicon

Nei, er ekki betra að fara hina þaulreyndu leið og kjósa um ESB þangað til aðild er samþykkt af þjóðinni.  Þetta er margreynd leið sem leysir þetta mál í eitt skipti fyrir öll?

itg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:02

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar "alvörustjórnmálamennirnir" Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon og flokkur hans segja það sama og ég hef sagt telur Ólafur Hrólfsson það vera "þvætting", bara vegna þess að ég hafi sagt það áður. Fróðlegt sjónarmið.

Ómar Ragnarsson, 1.1.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband