3.1.2009 | 20:51
Hvaðan og hvernig á að fá viðbótarorkuna?
Nú liggur fyrir að álverið í Helguvík verði 120 þúsund tonnum stærra en búið var að lofa í upphafi að það yrði. Jafnvel þá var erfitt að sjá hvernig ætti að tryggja orkuna nema að slátra öllum háhitasvæðum Reykjanesskagans og ofnýta þau jafnframt svo skefjalaust að orkan yrði uppurin á þeim flestum eftir 50 ár.
Jafnframt virtist ljóst að Neðri-Þjórsá yrði fórnað fyrir álverið. Enginn virðist hafa reiknað orkudæmið til enda þannig að hagsmundir kynslóða framtíðarinnar yrðu ekki fyrir borð bornir.
2002 var því lofað að ekki yrði um þensluhvetjandi virkjanaframkvæmdir að ræða á Suðvesturlandi á meðan Kárahnjúkavirkjun væri í byggingu.
Það var svikið umsvifalaust en lofað að viðbótar stóriðja á Suðvesturhorninu yrði "hófleg." Álverið í Helguvík aðeins 240 þúsund tonn og aðeins helmingurinn af því byggður til að byrja með.
Það var svikið og allur gangur þessa mála hefur verið í svipaða lund og virðist eiga að verða áfram.
Helguvík í gang 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarf ekki að spyrja sig fyrst hvar LV á að fá peninga til að gera þessar virkjanir, þar sem það var frétt nýlega um að þeir ættu í miklu basli við að redda sér erlendum lánum. AGS gæti einhver hér svarað, en mig minnir að ég hafi lesið nýlega um það að hann gagnrýnir þessar virkjanaframkvæmdastefnu þar sem hún skapaði of mikla þenslu.
Ari (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:02
Kæri Ómar
Það er þér og fleirum öfgamönnum að þakka að á endanum verður orkan tekin úr háhitasvæðum Þingeyjarsýlslna. Hvenær hefur ykkar barátta verið "hófleg". Þið eruð alveg eins, umhverfissnobbið og stjórnmálamennirnir. Enda á sama meðið. Svíkið, ljúgið og prettið til að skruma og skæla raunveruleikann. Við aumingjarnir erum svo endalaust þolendur gjörða ykkar. Svei ykkur.
Sigurjón Benediktsson, 3.1.2009 kl. 21:02
Er þetta ekki frambjóðandi sjálfstæðisflokksins á norðurlandi, sem engin vildi? How come? Það kemur ekkert annað en demónískur reiðilestur frá þér Sigurjón minn og aldrei nokkur vitræn innlegg í umræðuna. Hvað er að plaga þig? Þú ert í ferðaiðnaðinum og heldur því fram að álver muni styrkja hann og auka aðsókn ferðamanna. Ég hef aldrei heyrt neinn hafa jafn frumleg rök með virkjunum og álvæðingu og þú. Það máttu eiga.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 21:22
Er aldrei heil brú í því sem við gerum? að byggja álver í Helguvík og leiða orkuna eftir öllu Reykjanesi með tilheyrandi sjónmengun er álíka gáfulegt og byggja alla helstu starfsemi vestur í gamla bæ Reykjavíkur og leiða alla umferðina þangað í jarðgöngum.
Ætli það sé engin skipulagsstofnun í þessu landi?
Sturla Snorrason, 3.1.2009 kl. 21:35
Sérfræðingar í ferðaiðnaði sem Landvernd leitaði til þegar þeir gáfu út áróðurs og bullskýrslu sína árið 2001 gegn Kárahnjúkavirkjun, fullyrtu að ferðamönnum á Austurlandi myndi fækka um 50%, ef af framkvæmdunum yrði og um 30% á landinu öllu vegna hinnar neikvæðu ímyndar sem þetta meinta voðaverk skapaði.
Þrátt fyrir að þessi náttúruverndarsamtök leggðu sitt á vogarskálarnar til þess að sverta sem mest íslensk stjórnvöld á erlendum vettvangi, þá vita allir í dag hverslags eindemis rugl þetta var í þessum sérvöldu sérfræðingum Landverndar.
Ef þeir sem eru á móti virkjunum og stóriðju á Íslandi í dag, ætla að beita fyrir sig ofþensluáróðri við þær aðstæður sem þjóðin býr við í dag, þá blasir við enn ein hneisan í fullyrðingaflauminu sem frá þeim hefur komið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 21:37
Jú, ég er hann. Læt nú bara nægja að minna á inlegg þitt um daginn : "Gagnger uppbygging í ferðaiðnaði og samhæfing hans, sem hefur gríðarleg margfeldisáhrif á smáiðnað" (JSR).!!!!
Hvílíkt innlegg, hvílík vitræna!'
Á Ómar ekki skilið betri málsvara?
Sigurjón Benediktsson, 3.1.2009 kl. 21:39
Hvurslags iðnaður er þessi ferðaiðnaður? Er það einhvers konar kjötiðnaður, eða járniðnaður. Það er betra að tala um ferðaþjónustu eða ferðamennsku, drengir.
Haraldur Bjarnason, 3.1.2009 kl. 21:43
Þetta snýst mikið um kjöt og ferð þess um líkamann og svo svefniðnaðinn og svo skemmtiiðnaðinn. En af kurteisi er rétt að kalla þetta eitthvað annað. Sumir vilja endilega eitthvað annað.Ekki rétt að eyðileggja blogg Ómars með þessum vangaveltum.
Sigurjón Benediktsson, 3.1.2009 kl. 23:13
Tannálfurinn á Húsavík getur nú fengið útlendinga í ódýrar tannviðgerðir í boði Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Briem, 3.1.2009 kl. 23:27
Setti þetta jú fram í framhjáhlaupi ásamt mörgu öðru í umræðu um álverið, en ekki var það sett fram sem einhverskonar allsherjarlausn. Þetta er úr samhengi. En sem slíkt, þá stend ég alveg við það og hef fyrir mér dæmi frá noregi, sem ég hef kynnt mér.
Þér bregst ekki hrokinn og sleggjudómarnir. Ekki get ég gert neitt í þeirri vanlíðan þinni. Vona bara að þú eyðir púðrinu frekar í uppbybbingu ferðaiðnaðar, sem er bara gott mál. Biturð þín er með eindæmum út í allt og alla og hrein upplifun að lesa í gegnum bloggið þitt. Bendi mönnum endilega á að lesa. Einnig orðaskipti okkar á mínu bloggi um daginn og dæmi svo hver fyrir sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 23:47
Man nokkur lengur eftir öllu endemis ruglinu í þessum sérvöldu sérfræðingum Landverndar hér fyrir nokkrum árum þegar var verið að undirbúa brúargerð yfir Gilsfjörð, þá var því haldið fram blákalt að allt fuglalíf eða bara allt líf mundi drepast í Gilsfirði.
Í dag vill enginn tala um það vegna þess að gróska hefur ekki áður verið meiri að sögn kunnugra fyrir svo utan að öll sú framkvæmd hefur aukið umferðaröryggi til muna.
krumminn, 4.1.2009 kl. 00:06
Já, og Ásta Þorleifsdóttir, eitt helsta tromp Íslandshreyfingarinnar í síðustu Alþingiskosningum, sem er að ég held með fimm háskólagráður í jarð og umhverfisfræðum, hélt því fram þegar fyrirhuguð var bygging Ráðhússins í Reykjavík, að allt vatnið úr Tjörninni hyrfi ef af framkvæmdunum yrði. Til vara, ef það gerðist ekki, að fugla og dýralífi yrði nánast útrýmt.
Nú skilst mér að Ásta hafi komist í feitt embætti hér eystra nýlega, sem aldrei hefði orðið nema vegna stóriðjunnar. Fyrrverandi þingmaður VG, Árni Steinar Jóhannsson býr hér einnig vegna álversins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 00:30
Og Tannálfurinn fitnar eins og púkinn á fjósbitanum.
Hefur aldrei haft það betra.
Karíus og Baktus með lögheimili á Húsavík.
Og Jónína Ben á leiðinni með dítoxið í Mývatnssveitina.
Þorsteinn Briem, 4.1.2009 kl. 00:36
"Sem aldrei hefði orðið til nema vegna stóriðjunnar.." segir Gunnar um starf Ástu. Starf Ástu hefði verið eitt af fyrstu störfunum, sem komið hefði verið á fót ef farin hefði verið sú leið að leggja milljarðana, sem fóru í stóriðjuvirkjunina í sams konar uppbyggingu og á hliðstæðum náttúruverðmætasvæðum erlendi.
Fróðlegt er að sjá hvernig virkjanafíklarnir skauta alveg framhjá einu aðalefni bloggs míns varðandi fyrirhyggjuleysið og rányrkjuna sem stefnt er í í nýtingu jarðvarmans.
Ómar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 00:37
Gunnar, er ekki Árni Steinar garðyrkjustjóri sveitarfélagsins þíns. Hann kom alla vega undir þeim formerkjum. Það tengist ekki álveri nema á þann veg að gróður vinnur gegn menguninni frá álverinu.
Haraldur Bjarnason, 4.1.2009 kl. 00:53
Nei, hann er ekki garðyrkjustjóri heldur forstöðumaður umhverfissviðs og markmið embættisins er ekki að auka gróður í sveitarfélaginu þó vissulega komi það inn á það svið umhverfismála. Ég leyfi mér að efast um að sveitarfélagið hefði ráðið í slíkt embætti, nema fyrir tilkomu álversins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 01:25
Ómar, ef starf Ástu átti að vera eitt af fyrstu störfunum í stað stóriðju, þá er hún nú samt komin með starfið... þrátt fyrir álverið. Hver segir svo að eitt útiloki annað?
Góðir hlutir gerast hægt
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 01:31
Já hún er sannarlega björt, framtídin.
Búid ad binda komandi kynslódir á klafann og eydileggja náttúruperlur.
Er ekki komid ad thví ad setja upp sólgleraugu?
Jóhann (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:26
"Ég leyfi mér að efast um að sveitarfélagið hefði ráðið í slíkt embætti, [forstöðumaður umhverfissviðs] nema fyrir tilkomu álversins."
Hér í Árborg er nýbúið að ráða sérfræðing á umhverfissviði, samt er hér ekkert álver og ekki einu sinni fyrirhugað.
Æ, Gunnar Th., ósköp ertu einsýnn á það um hvað umhverfismál snúast.
Bíð spennt eftir svörum við málefnalegri spurningu Ómars: Hvaðan á að fá orkuna til álversins í Helguvík og hvaða áhrif hefur það á orkuauðlindirnar sem sótt verðu í? Spyr líka: Hvernig á að afla peninga til þeirra virkjanaframkvæmda? Á hvaða verði á að selja orkuna? Og síðast en ekki síst, hvaða möguleikar verða þá eftir til orkuöflunar fyrir aðra nýja starfsemi á SV-horni landsins?
Soffía Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:43
Soffía, í Fjarðabyggð hafði verið stöðug fólksfækkun í um 15 ár og íbúatalan komin niður í um 3.000 sem dreyfðist á þrjá byggðakjarna. Það er ekki óeðlilegt að haldið sé að sér höndum við mannaráðningar í ný embætti á vegum sveitarfélagsins við slíkar aðstæður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 16:52
Rétt er það að fólki fækkaði á Austurlandi á síðustu tuttugu árum. Þegar hins vegar er litið á íbúatölur kjördæmanna frá 1959 kemur í ljós fólki fjölgaði í Austurlandskjördæmi um 30% á sama tíma og fólki fækkaði í Norðurlandskjördæmi vestra og í Vestfjarðakjördæmi.
Austurland hefði haft miklu meiri möguleika til að nýta einstæðar náttúruperlur sínar en norðvesturland og Vestfirðir vegna þess að bæði hefur Austurland yfir mun einstæðari náttúruperlumn að ráða og þar að auki millilandaflugvelli.
Ómar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 19:07
Austurlandskjördæmið gamla var stærsta og dreifbýlasta kjördæmið. Að tala um einhverja sérstaka íbúaþróun á svo stóru landssvæði og fjölbreyttu segir lítið, því ekki þarf nema lítilsháttar fjölgun eins og t.d. á Egilsstöðum, Norðfirði eða Hornafirði til þess að fá fjölgun í öllu kjördæminu og það þó fækki meira í prósentum talið á öðrum stöðum.
Nú virðist hlakka í mörgum álversandstæðingum þegar tölur um íbúaþróun sýna fækkun á Austfjörðum, þrátt fyrir álverið. Það er álíka viskuleg umræða eins og að segja að íbúum á Rifi á Snæfellsnesi fækki, þrátt fyrir álverið á Grundartanga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 20:23
Mér finnst það vera ábyrgðarmál, að ákveða fyrst stærð álvers og fara svo að leita orkunar, hvort sem ég er fylgjandi stóriðju eða ekki. Það var ekki raunin hér fyrir austan, það var vel vitað hvaðan orkan ætti að koma og með hvaða hætti hún yrði til.
En varðandi íbúaþróunn á Austurlandi þá er ég einmitt með smá Hugrenningar um það hér: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/762523/
Eiður Ragnarsson, 5.1.2009 kl. 11:00
Það er ekkert skrýtið að ítbúum Austurlands fækki. Það erlenda starfsfólk, ca. 3.300 manns sem starfaði við uppbyggingu álversins og Kárahnjúkavirkjunarinnar, var skráð sem íbúar á Austurlandi.
Nú hefur þetta fólk lokið störfum sínum á svæðinu og flyst til annarra svæða í heiminum og afskráir sig því sem íbúar á Austurlandi. Þetta er einskonar vertíðarfólk. Þess vegna hefur fólki fækkað á Austurlandi þrátt fyrir álverið.
Skoðið betur hvað er bak við tölurnar virkjunar- og álversandstæðingar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:07
Hrafn. Við Kárahnjúkavirkjun störfuðu gríðarlega margir útlendingar, sem eru nú aftur fluttir til útlanda, og þeir fluttu einnig launatekjur sínar að langmestu leyti úr landi, enda litlu hægt að eyða á Kárahnjúkum, nema þá sjálfu landinu.
Og samkvæmt Hagstofunni FÆKKAÐI íbúum á Austurlandi Í SJÖ sveitarfélögum af AF NÍU á milli 1. desember 2007 og 2008 en þar er nú splunkunýtt álver.
Útlendingarnir, sem unnu við virkjanaframkvæmdirnar og að reisa álverið, bjuggu langt frá því í öllum þessum níu sveitarfélögum.
Þorsteinn Briem, 5.1.2009 kl. 23:15
Ertu þá ekki að sama skapi hissa á því að íbúum fækki á Rifi, þrátt fyrir Grundartanga?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 01:17
Gunnar. Þrátt fyrir gríðarlega miklar framkvæmdir á vegum ríkisins og tilheyrandi kostnað á Austurlandi undanfarin ár fjölgaði íbúum þar einungis í tveimur sveitarfélögum af níu á síðastliðnu ári.
Sjávarútvegur er hins vegar að sjálfsögðu stundaður í öllum sjávarþorpum á Austfjörðum og veruleg lækkun krónunnar undanfarið kemur þeim öllum til góða, þrátt fyrir miklar skuldir sjávarútvegsins, en skuldir Landsvirkjunar einnar, sem er í eigu ríkisins, voru um 455 milljarðar króna á núverandi gengi um mitt síðastliðið ár.
Hátt verð í erlendri mynt hefur fengist fyrir íslenskar sjávarafurðir undanfarin ár. Landsvirkjun fær hins vegar mjög lágt verð fyrir raforku til álvera og verðið hefur lækkað mikið undanfarið, þar sem raforkuverðið er tengt heimsmarkaðsverði á áli sem lækkaði um 56% síðastliðna sex mánuði.
Gengi krónunnar var alltof hátt skráð undanfarin ár, meðal annars vegna ofþenslunnar sem hinar gríðarlega miklu framkvæmdir við Kárahnjúka ollu. Þar af leiðandi fengu sjávarútvegsfyrirtækin alltof lágt verð í krónum fyrir afurðir sínar og þau söfnuðu skuldum. Og að sjálfsögðu liðu öll íslensk sjávarþorp fyrir það, til dæmis Vopnafjörður, með of lágum launum og fólksfækkun.
Þorsteinn Briem, 6.1.2009 kl. 02:39
Það er rangt hjá þér að Karahnjúkar hafi valdið ofþenslunni, nema að litlu leyti. Hreinn hroði snýttur úr hornös VG og umhverfisverndarsinna.
Steini, þú virðist oft glúrinn að gúggla upp tölum og lagabókstöfum máli þínu til stuðnings. Gúgglaðu nú upp hversu mikl fjármagni var dælt í íslenska hagkerfið með íbúðalánakerfinu, og berðu það svo saman við fjármagnið sem fór í Kárahnjúka. Dragðu svo frá því, það hlutfall af sjármagni sem þú segir að hafi farið beint úr landi í gegnum erlendu starfsmennina, því varla hefur það fjármagn valdið þenslu hér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 03:11
Gunnar. Þú getur sjálfur gúgglað það sem þig langar að gúggla. Ég hef þessar tölur frá Hagstofunni og Landsvirkjun. Það þýðir nú lítið að gapa hér án alls rökstuðnings, eins og þú ert vanur að gera.
Alltof há íbúðalán hér frá árinu 2004 í boði bankanna og Framsóknarflokksins ollu engri þenslu á landsbyggðinni, til dæmis Austurlandi, því þau voru ekki í boði þar.
Hallur Magnússon, sem lengi var starfsmaður Íbúðalánasjóðs:
"Bankarnir tryggðu öllum - nema landsbyggðinni - 90% - 100% lán - þannig að þensluáhrif ÍLS lána voru engin - umfram það ástand sem bankarnir höfðu þegar skapað."
Hagfræðingurinn Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á alla þensluna sem hinar gríðarlegu framkvæmdir við Kárahnjúka ollu hér undanfarin ár:
"... á sama tíma var lagt í lítt grundaðar og illa tímasettar stórframkvæmdir, sem ásamt auknum fjármálaumsvifunum leiddu til þess að staða íslensku krónunnar varð alltof sterk og gerði það að verkum að þjóðin gat lifað um efni fram árum saman eins og viðvarandi viðskiptahalli ber vott um. Verðfall krónunnar og verðbólga af þeim sökum var aðeins tímaspursmál."
Hingað voru fluttir þúsundir útlendinga, aðallega frá Póllandi, til að byggja þúsundir íbúða á höfuðborgarsvæðinu á alltof skömmum tíma, þannig að íbúðaverð og húsaleiga á svæðinu hækkaði um 100% á fjórum árum, frá árinu 2004.
Og fluttir voru inn þúsundir útlendinga, til að mynda Ítalir, Portúgalar og Kínverjar, til að byggja Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði.
Allir þessir útlendingar sendu vinnulaun sín að langmestu leyti úr landi, marga milljarða króna, og alls óvíst að margir þeirra greiði einu sinni skatt af launum sínum hér vegna fáráðlingsháttar núverandi fjármálaráðherra og þeirra sem hann ber ábyrgð á í fjármálaráðuneytinu.
Þorsteinn Briem, 6.1.2009 kl. 04:43
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar í fyrra.
Fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Og 24 þúsund manns gætu búið í þeim íbúðum, miðað við fjóra íbúa að meðaltali í hverri íbúð, eða sami fjöldi og bjó í Hafnarfirði 1. desember það ár.
Þorsteinn Briem, 6.1.2009 kl. 06:10
Það er rangt að bankarnir hafi ekki lánað 100% lán á landsbyggðinni, þeir gerðu það á völdum stöðum, m.a. á Reyðarfirði og víðar. En þegar Íbúðalánasjóður hækkaði lánshlutfall sitt og bankarnir eltu það, þá fór 7 sinnum meira fjármagn út í hagkerfið en sem nemur heildarkostnaði við Kárahnjúka. Stór hluti af því fjármagni fór í neyslu en ekki í byggingu nýs íbúðarhúsnæðis vegna þess að lán voru tekin til að endurfjármagna gömul lán. Peningunum var eytt í annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 08:18
Gunnar. Ég var að vitna hér í Hall Magnússon um alltof há lán bankanna og landsbyggðina og hafi einhverjir fengið slík lán til íbúðakaupa á Reyðarfirði hafa þau væntanlega verið veitt vegna álversins þar.
Hallur Magnússon:
"Bjarni [Ármannsson] hefði átt að halda því til haga að Íbúðalánasjóður fékk ekki lagaheimild til að veita allt að 90% lán fyrr en í desember 2004 - löngu eftir 100% lán bankanna. Einnig að lán Íbúðalánasjóðs takmörkuðust af brunabótamati og lágri hámarksfjárhæð og voru því sjaldnast raunveruleg 90% lán. Lán Bjarna og bankanna takmörkuðust hins vegar ekki við brunabótamat - og engar hámarksfjárhæðir.
Einnig hefði Bjarni átt að minnast á að ástæða þess að Íbúðalánasjóður hóf að veita 90% lán í desember 2004 en ekki vorið 2007 var sú að bankarnir höfðu að engu tekið tillit til efnahagsástandsins og þenslunnar í taumlausum útlánum sínum þar sem krafa var gerð að lán Íbúðalánasjóðs yrðu greidd upp - og því skipti engu máli hvort hófleg lán Íbúðalánasjóðs væru 90% eða lægri."
Ég svara þér betur síðar í dag.
Þorsteinn Briem, 6.1.2009 kl. 14:20
Gunnar. Fólk þurfti engan veginn að kaupa hér íbúðir síðastliðin ár til að geta farið í skemmtireisur til útlanda og keypt nýja bíla. Einstaklingar gátu auðveldlega fengið hér há neyslulán hjá bönkunum án veða og yfirdrátt upp á eina milljón króna.
Meðalkaupverð hvers fermetra í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 103% frá og með árinu 2003 til og með 2008, úr 129.268 krónum, í 262.503 krónur, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Á Austurlandi hækkaði meðalkaupverð hvers fermetra í íbúðahúsnæði hins vegar um 121% á sama tíma, úr 52.304 krónum í 115.533 krónur, eða 18% meira en á höfuðborgarsvæðinu.
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar í fyrra og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006 en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.
Og Skipulag Reykjavíkurborgar gerði ráð fyrir í febrúar í fyrra að alls yrðu byggðar 17.400 íbúðir í Reykjavík á árunum 1998-2024, eða að meðaltali 644 íbúðir á ári á þessum 27 árum, en íbúðir í Reykjavík voru 64% af öllum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2006.
Ef byggðar yrðu hlutfallslega jafn margar íbúðir í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu yrðu því byggðar þar alls eitt þúsund íbúðir að meðaltali á ári 1998-2024.
Vísitala launa hækkaði um 46% frá nóvember 2003 til sama mánaðar 2008, úr 240,7 stigum í 351,3 stig en vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 43%, úr 229,3 stigum í 327,9 stig. Mismunurinn er því einungis 3%.
Þorsteinn Briem, 6.1.2009 kl. 18:39
Það breytir engu þó þú uppreiknir verðið á Kárahnjúkum, þú þarf að gera það líka með húsnæðislánainnspýtinguna. Þetta 7x meira fjármagn sem fór út í hagkerfið vegna húsnæðislánanna fór ekki nærri allt í íbúðabyggingar, heldur í NEYSLU og hún olli þenslu.
Kaupmáttur launa hækkaði myn meira en 3% á þessum 5 árum. Það er það sem skiptir fólk mestu máli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 19:13
Gunnar. Enda þótt kaupmáttur hafi aukist undanfarin ár verður að líta á heildarmyndina. Þúsundir manna hafa tekið hér alltof há lán hjá bönkunum til að kaupa húsnæði og bíla, auk þess að vera með gríðarlega háan yfirdrátt á 25% vöxtum.
Þar að auki hafa gríðarlega margir tekið hér myntkörfulán til að kaupa húsnæði og bíla en í fyrra hækkaði evran gagnvart krónunni um 86%, Bandaríkjadalur um 96%, svissneskur franki 106% og japanskt jen um 138%.Fólk er því að greiða hér 250 þúsund krónur á ári af einnar milljónar króna yfirdrætti, sem er algengur, enda þótt yfirdráttarvextirnir séu þeir sömu og dráttarvextir.
Þegar undanfarin ár eru gerð upp hjá öllu þessu fólki, þúsundum, ef ekki tugþúsundum manna, er kaupmáttaraukningin því minni en engin, enda er margt af því að missa núna íbúðirnar og bílana sem það keypti á þessum árum. Og í mörgum tilfellum eru lánin, sem tekin voru til að kaupa íbúðirnar, orðin hærri en verðið sem gæti fengist fyrir þær.
Hins vegar getum við sagt sem svo að allt þetta fólk geti sjálfu sér um kennt, rétt eins og allir aðrir sem hafa ráðist í fjárfestingar sem reynast óhagkvæmar þegar upp er staðið.
En meðalkaupverð á hverjum fermetra í íbúðarhúsnæði á öllu Austurlandi hefur að sjálfsögðu ekki hækkað um 121% síðastliðin sex ár.
Og margir íslenskir iðnaðar- og byggingaverkamenn verða atvinnulausir á næstunni, þar sem hér voru fluttir inn þúsundir erlendra iðnaðar- og verkamanna undanfarin ár til að byggja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á of skömmum tíma.
En að sjálfsögðu mun fólk að lokum búa í öllum þessum íbúðum og margar þeirra verða leigðar út á næstunni, enda sárvantaði leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Og húsaleigan lækkar en hún hækkaði á þessu svæði einnig um 100% síðastliðin sex ár á sama tíma og vísitala launa hækkaði um 46%.
En þúsundir unnu við að byggja Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði. Allt að 1.800 manns unnu við byggingu álversins frá árinu 2004 til 2007. Eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, byggingaverkamönnum og fleira starfsfólki var því gríðarleg, sem olli miklum launahækkunum í öllu þjóðfélaginu.
Við búum í einu minnsta þjóðfélagi heims og að sjálfsögðu valda slíkar stórframkvæmdir mikilli þenslu í þjóðfélaginu á sama tíma og miklar framkvæmdir eru í gangi annars staðar á landinu.
Og 146 milljarða króna framkvæmdir frá árinu 2003 við Kárahnjúkavirkjun eina og einn milljarð Bandaríkjadala við álverið á Reyðarfirði, samtals um 200 milljarða króna framkvæmdir á þávirði, hefðu að sjálfsögðu einnig valdið þenslu í þjóðfélaginu, enda þótt bankarnir hér hefðu ekki veitt alltof há lán til íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma.
Þenslan hefði hins vegar orðið minni en ella, rétt eins og hún hefði einnig orðið minni ef Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið byggð en bankarnir veitt þessi lán.
Það sem mestu máli skiptir er hins vegar árangurinn, niðurstaðan, og hún er sú að þúsundir manna eru að missa hér íbúðirnar sínar og íbúum á Austurlandi FÆKKAÐI í SJÖ sveitarfélögum AF NÍU í fyrra.
Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005: "Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.
Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda. Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands."
Þorsteinn Briem, 6.1.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.