Rússar hnykla vöðvana.

Ef einhverjir hafa haldið að það áfall, sem alþjóðlega fjármálakreppan leiðir yfir Rússa eins og aðra, dragi úr getu þeirra eða áhuga til að beita sér í deilum þeirra við nágrannaþjóðirnar, sýna nýjustu atburðir annað.

Rússar munu hugsanlelga þvert á móti eflast í andstöðu sinni við áform NATÓ um uppbyggingu herbúnaðar við bæjardyr þeirra og sýna hvers þeir eru megnugir.

Erfitt er að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti ásakanir Rússa um vanskil Úkrainumanna eiga við rök að styðjast eða ásakanir um að Ukrainumenn steli gasi úr leiðslum í gegnum landið, en hvort sem það er rétt eða sýnir lokunin fyrir gasflutningana getu þeirra til að valda usla ef þeim býður svo við að horfa.

Þeir hnykla vöðvana um þessar mundir rétt eins og í Georgíu í fyrra.


mbl.is Ekkert gas til Evrópu um Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Meiru vöðvarnir...

Siggi Lee Lewis, 7.1.2009 kl. 12:09

2 identicon

Fyrir það fyrsta þá skulda Úkranía miljarða fyrir gas. Það er óumdeilt. Þessi meinti þjófnaður er annað mál,enn Rússar eru nú sennilega ekki að bulla bara eitthvað þar. þeir hljóta að vilja selja gasið sitt svo ekki skrúfa þeir fyrir bara uppá djókið!

óli (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 12:14

3 identicon

Óli: Nei, þeir skrúfa fyrir til að sýna að þeir stjórni gasinu.

En ég er hlynntur þessu hjá Rússlandi, ég vil sjá svimandi hátt olíu- og gasverð aftur. Það er eina leiðin til að fá iðnríkin til að vinna að endurnýjanlegum orkubera og ef það kostar kreppu, þá verður bara að hafa það. Olía og gas eru valdatæki nútímans og án þeirra er ekkert lengur til að fara í stríð yfir.

Nema kannski mannréttindi og lýðræði. Það væri ágætis tilbreyting að fara í stríð af slíkum ástæðum frekar en einfaldlega efnahagslegum ástæðum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gerskir á fullu gasi,
í gasalegu þrasi,
botni náðu í brasi,
og biluðu því masi.

Þorsteinn Briem, 7.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband