Þurfa að losa sig við...

Framsóknarflokkurinn hefur alla sína tíð róið á miðju hægri-vinstri litrófsins og því átt að vera með mikið fylgi. Því miður hefur hann alla tíð hengt sig á málefni óréttlætis og spillingar sem hafa fælt frá.

Lengi vel var það hrópandi óréttlæti kjördæmaskipunarinnar sem flokkurinn barðist fyrir og smám saman einnig sjálftökustjórmál SÍS-veldisins í helmingaskiptum við Sjálfstæðisflokkinn.

Núna er þrennt sem gerir flokkinn óaðlaðandi.

1. Sjálftökustjórnmálaspillingin sem kristallaðist í einkavinavæðingu bankanna.

2. Stefna náttúruspjalla og stóriðju, alger andstæða stefnu Eysteins Jónssonar, forystumanns flokksins um miðbik síðustu aldar.

3. Frumkvæði og fylgispekt við verstu galla kvótakerfisins.

Ef unga fólkið í flokknum gerir ekki upp við þetta þrennt sé ég enga framtíð fyrir Framsóknarflokkinn. Hann rær á svipuð miðjumið 80% kjósenda og Samfylkingin, Frjálslyndir og Íslandshreyfiingin, auk þess stóra hluta sjálfstæðismanna sem vilja hóflegt fjálsræði og samfélagskennd í verki. Framsóknarflokkurinn hefur klemmst á milli og verður að rífa sig lausan frá þeim steinrunnu afturhalds- og sérgróðaöflum sem hafa ráðið flokknum síðari ár.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ekkert breytist í spilltasta greni landsins 

Framsóknarspilling í kjallaranum er uppfærsla á gömlu leikriti sem var endurflutt í kvöld í Þjóðleikhúsinu, í dimmum kjallaranum. Enda þolir það sem þarna er að gerast ekki dagsins ljós. Nú eru flokkseigendafélag Finns Ingólfssonar & Co búið að finna… Meira

Ástþór Magnússon Wium, 7.1.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það væri nú ekkert verra að fá þig í Framsóknarflokkinn Ómar:-)

Það er mikið að gerast þar og ég hugsa að þínar hugmyndir hafi miklu meiri hljómgrunn núna en fyrir nokkrum misserum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.1.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Offari

Framsókn þarf að skilja við fortíðina og hefja nýja sókn.  Nú er tækifæri til breytinga.

Offari, 7.1.2009 kl. 01:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt greining.  Af einhverjum ástæðum hefur Framsóknarflokkurinn ekki viljað gera upp við spillinguna og því mæti ætla að þau kunni best við sig í dauninum

Sigurður Þórðarson, 7.1.2009 kl. 02:20

5 identicon

Taka raunverulega til - Losa sig við gamla framsóknarþingmannahópinn og þá sem ungir eru og falla engu að síður undir sömu fortíðarfötlun.

Sverja af sér opinberlega flokkseigendafélagið, nafngreina það og vísa því úr flokknum.

Gera upp við fortíðina, kvótakerfið o.s.frv.

Ef þeir gera þetta, og þá skal ég kjósa Nýja Framsókn.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband