27.1.2009 | 00:03
Breytingar á kosningalögunum.
Atli Gíslason þingmaður í Suðurkjördæmi sagði á borgarafundi í kvöld að VG myndi í ríkisstjórn beita sér fyrir breytingum á kosningalögum að minnsta kosti að því leyti að afnema þann ósanngjarna þröskuld á atkvæðismagn sem samkvæmt síðasta þjóðarpúlsi Gallup hefði svipt 16 þúsund kjósendur rétti til fulltrúa á þingi.
Þetta eru næstum því eins margir kjósendur og voru samtals í Norðvesturkjördæmi og ekki myndu menn una því að heilt kjördæmi fengi engan þingmann.
Viku eftir að ég ræddi persónukjör og afnám þröskulds í Moggagrein tók Steingrímur J. Sigfússon í svipaðan streng í grein í blaðinu.
Komið hefur fram að Samfylkingin vilji hvort eð er breyta stjórnarskránni vegna ESB málsins og ætti þá að vera hægur leikur í leiðinni að lagfæra kosningalögin, sem ekki eru hluti af stjórnarskránni.
Og nú er að sjá hvort ráðamenn VG standa á skoðun sinni í væntanlegri stjórn.
Ekki verið samið um neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Atli Gíslason lögfræðingur yrði flottur dómsmálaráðherra næstu árin.
Eðalnáungi og traustur sem Ford Fairlane árgerð 1957. Sami skriðþungi.
Lærði hjá honum lögfræði í MH og lagadeildin í Háskólanum gat þar engu við bætt.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.