Mesta ábyrgðin lá ofar.

Það er áreiðanlega rétt hjá Jóni Sigurðssyni að ábyrgðin á bankahruninu lá í meginatriðum hjá þeim sem lögðu línurnar, höfðu forráð á afli stofnana og settu löggjöfina. Gallað regluverk og andvaraleysi ollu því að bankakerfið gat vaxið stjórnlaust án þess að eftirlitsstofnanir væru efldar. 

Röng stefna Seðlabankans og kynding undir þensluna af völdum stjórnvalda olli því að krónan var allt of hátt skráð, þjóðinni boðið upp á skefjalausa skuldasöfnun og erlendum fjárfestum leyft að hengja það Daemoklesarsverð upp yfir þjóðina sem Jöklabréfin eru. 

Ekkert var gert til að efna gjaldeyrisvaraforðann meðan það var hægt, og þegar loks var reynt að bregðast við var það um seinan. 

Þess vegna er það með ólíkindum eftir að ríkisstjórnin sagði af sér og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins voru látnir taka pokann sinn skuli stjórnendur Seðlabankans vera þeir einu sem enn sitja. 

En það verður vonandi ekki mikið lengur. Þegar þeir eru farnir hafa öll slagorðin af Austurvelli haft áhrif: 1. Við viljum ríkisstjórnina burt. 2. Við viljum stjórn Seðlabankans burt. 3. Við viljum stjórn Fjármálaeftirlitsins burt. 4. Við viljum kosningar.

Segi menn svo að mótmæli utan þings hafi ekki áhrif.  


mbl.is Fjármálaráðuneyti of svifaseint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ómar, bara smá athugasemd, það brjóta ekki allir lög þó þeir geti það. Þar tekur samviskan eða ekki samviskan við.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki má gleyma því að jafnskjótt og Davíð kom sér fyrir í Seðlabankanum lagði hann drög að hæstu stýrivöxtum sem þekktir eru. Þeir voru meginástæðurnar fyrir því hve Icesafe reikningarnir urðu vinsælir, gríðarlegt erlent fé sogaðist inn í bankanna en því miður, virðist hafa gjörsamlega gufað upp.

Hvað varð um þetta gríðarlega fé? Er það enn í vörslum íslenskra bankamanna og annarra braskara?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband