27.1.2009 | 09:45
Síðustu fjörbrotin í Kastljósinu.
Það vakti athygli mína hvað Ágúst Ólafur Ágústsson var uppspenntur og ákafur í Kastljósinu í gærkvöldi. Þar þrætti hann meðal annars fyrir það að hann hefði hvað eftir annað verið settur út í kuldann af Ingibjörgu Sólrúnu.
Hún byrjaði með því að gera hann ekki að ráðherra og síðan hélt þetta áfram og birtist best og sjáanlegast í lokaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn þegar formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins komu á fundinn en Ingibjörg var studd af Össuri svila sínum inn til viðræðnanna og Ágúst Ólafur var víðs fjarri.
Nú kemur í ljós að það voru síðustu pólitísku fjörbrot hans sem birtust okkur í Kastljósinu. Hann hafði alltaf átt undir högg að sækja eftir eftirminnilega kosningu sem varaformaður á landsfundi flokksins sem Halldór Blöndal lýsti þannig að hann hefði fengið 900 atkvæði á 600 manna fundi.
Ágústi Ólafi tókst aldri að sanna sig sem varaformaður enda virtist flest gert til þess að hindra hann í því.
Ágúst Ólafur hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst Ágúst góður í gær og mér hefur fundist hann oft koma með skemmtilega og ferska sýn á þessa flóru. Það er alveg rétt að hákarladeildin sem fékk falleinkun á sama landsfundi og Ágúst hefur ekki gert honum auðvelt fyrir. Ummæli Halldórs Blöndal um þennan fund eru lýsandi fyrir innréttingarnar þar á bæ.
Grímur Atlason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:58
Ég fann hálf til með honum í Kastljósinu. Hann var svo tættur eitthvað.
Gott hjá honum að fara. Virðist mannskemmandi að vera í pólitík upp á gamla mátann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 10:03
Já þetta er eiginlega svolítið "trist". Að yngra fólki sé ekki treyst.
Að ekki sé nú talað um þegar það hefur afdrifaríkar afleiðingar. Eins var nefnilega með Björgvin hinn unga. Hann vissi að eigin sögn ekki af viðvörunum Seðlabankans fyrir rúmu ári síðan. Sólrún og Haarde héldu þeim upplýsingum hins vegar fyrir sig af óskiljanlegum ástæðum.
Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:01
Ágúst Ólafur Ágústsson er nú bara rétt rúmlega þrítugur, fæddur 1977, sonur Ágústs Einarssonar, rektors Háskólans á Bifröst, sem stofnaði árið 1994 stjórnmálahreyfinguna Þjóðvaka ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, nú verðandi forsætisráðherra, eftir að hafa klofið sig úr Alþýðuflokknum.
Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Þjóðvaka og þingmaður fyrir hreyfinguna, eins og Ágúst Einarsson, á árunum 1995-1999 en Samfylkingin varð til við samruna Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka árið 2000.
Og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, verður 33ja ára núna á sunnudaginn.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 11:26
Ingibjörg tók Ágúst aldrei í sátt....Ágúst bauð sig fram til varaformennsku á sama tíma og ingibjörg ýtti Össurri til hliðar. Ást Ingibjargar á lýðræði nær í það minnsta ekki svo langt að hún taki mark á kosningum á landsfundi Samfylkingarinnar.
Haraldur Baldursson, 27.1.2009 kl. 12:38
Ekki fæ ég skilið hvernig VG-maðurinn, Grímur Atlason getur dæmt um innræti Halldórs Blöndal fyrir þessi ummæli sín, nema hann meini hvað Halldór er réttsýnn. Hef reyndar ekki trú á að hann sé að meina það.
Kosningabarátta og aðferðir ÁÓÁ í varaformannsslagnum voru vægast sagt umdeilanlegar og trúverðugleiki hans bar aldrei sitt barr eftir það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 12:49
Mér fannst ÁGÚST MJÖG heiðarlegur í þessu samtali ef ég segi eins og er. Hvað fór á milli þeirra og Ingibjörgu veit ég ekkert um og mér fannst sýna ábyrð með því að segja af sér. Það má ekki gleyma því að Ingibjörg hefur sjálf kosið að víka allaveganna tímabundið og ber það vott um að það séu endurnýingar í gangi í politík.
Brynjar Jóhannsson, 27.1.2009 kl. 12:49
Það kemur náttla endurnýjun ekkert við að Ingibjörg sé að taka sér frí, það eru veikindin sem spila þar inní. Ágúst Ólafur er síðan EKKI að segja af sér, hann er að fara utan í nám og öfugt við Gísla Martein ætlar hann ekki að sitja í stjórnunarstöðum á Íslandi á meðan. Það er þess vegna algjörlega ómögulegt að spá fyrir um það hvort að honum skoli uppá pólitískar fjörur aftur, rétt um þrítugt maðurinn
Eiríkur Guðmundsson, 27.1.2009 kl. 12:58
Ágætur kallinn en kom alltaf f. sjónir eins og ákafur fermingardrengur með dálítið af pópúlisma og fagurgala. Hefur ekki næg bein í nefinu til að vera pólítíkus í þessu ástandi núna.
Ari (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.