27.1.2009 | 16:35
Gullkornin falla.
Gullkorn Ingibjargar Sólrúnar halda áfram að falla. Hún kom á málfund í Háskólabíói og lét 1500 fundargesti vita af því að þeir væru líkest til ekki fulltrár þjóðarinnar. Þetta varð fleygt og féll í grýttan jarðveg. Mér fanst þetta vanhugsað hjá Ingibjörgu úr því að hún kom á þennan málfund og sat hann allan.
Með þessu talaði hún niður til þjóðarinnar sem sat heima í stof og fylgdist með og tók þetta til sín, að minnsta kosti að stórum hluta. Hún var greinilega ekki í jarðsambandi við grasrótina.
Ummæli hennar í dag voru hins vegar gullkorn að mínu mati. Þegar upp átti að hefjast þref um ummæli forsetans, sem kom Ingibjörgu og Steingrími J. ekki við, valdi hún hárrétt tækifæri til að fara af vettvangi með skemmtilegum ummælum.
Ekki tími fyrir málfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú erum föst á Ísalandi,
í svaka skuldasúpu.
Hallir byggðar vorúr sandi.
fengum rýra rjúpu.
Mikill höndum er á vandi,
sárt að vera á kúpu.
Óvíst náum nokkuð landi,
Davíð býr í púpu.
(H.F)
Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:01
Á Bessastöðum bóndi var,
í bæjar stuttu leyfi þar,
þá kýrin litlum kálfi bar,
gaf kona í bessaleyfi svar.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 17:26
Og fyrst minnst er hér á gull:
Davíð Oddsson læsir sig trúlega inni í hvelfingu Seðlabankans en fyrir henni er handleggsþykk stálhurð, enda fjögur tonn af gulli í hvelfingunni og einungis tveir menn þekkja talnalásinn á hurðinni.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 17:37
ekkert gull er í hvelfingunni því það er geymt kyrfilega læst niður í banka hennar hátignar í bretalandi ;)
Óskar Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 17:56
Skari minn, ég vann sem öryggisvörður í Seðlabankanum og passaði upp á að gullinu yrði ekki stolið.
Lofttæmi er á milli veggjanna í kringum hvelfinguna og ef einhver borar sig í gegnum ytri vegginn, þannig að loft streymi inn á milli veggjanna, fara í gang viðvörunarbjöllur sem vekja loksins alla á Akureyri.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 18:08
Steini minn
Er þetta ekki bara glópagull ? Þetta eru nú ekki miklir bógar þarna til að leggja mat á raunveruleg verðmæti. Það er hlegið að bankastjórunum um heim allan eins og Bakkabræðrum.
Sævar Helgason, 27.1.2009 kl. 18:21
Ég lyfti þessum gullklumpum, Sævar minn, og þeir voru greinilega þyngdar sinnar virði, eins og stelpa sem ég var einu sinni með á Vopnafirði.
Seðlarnir og klinkið kemur frá Englandi og er einnig geymt í hvelfingunni í Seðlabankanum. Seðlarnir koma frá De La Rue og klinkið í stórum áldollum frá Royal Mint í London. Fyrir framan hvelfinguna eru seðlatalningarvélar og ónýtir seðlar eru brenndir.
Við höfum átt þetta gull, sem er margra milljarða króna virði, allt frá því að íslenska krónan var miðuð við gullfót en þá eru útgefnir seðlar innleysanlegir með gulli.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 18:48
Fjögurra tonna gulleign Seðlabankans er hluti af gjaldeyrisforða bankans.
Fyrir kílóið af gulli fást nú um 3,5 milljónir króna, þannig að gulleign Seðlabankans er um 14 milljarða króna virði.
Þorsteinn Briem, 27.1.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.