Allir á flótta.

Í viðbót við fréttina af risalánum Kaupþings til eiganda fyrirtækja á kúpunni erlendis bætist við fyrsta frétt Sjónvarpsins í kvöld sem sýnir að strax í ágúst, ef ekki miklu fyrr, voru háir sem lágir í bankakerfinu komnir á hraðan flótta til að bjarga eigum sínum af öllu tagi.

Þetta gerðu þessir eigendur og stjórnendur á sama tíma sem það var básúnað út hve vel bankarnir stæðu. Frétt Þórdísar Anljótsdóttur í kvöld var frábær að öllu leyti hvað snerti innihald, efnistök og framsetningu. Til hamingju, Þórdís og fréttastofan !


mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ein þar trappa annarri lægri,
upp á lappaði Sjö það hægri,
æ það óhapp hjá frúnni frægri,
félag það "crap" á einu dægri.

Þorsteinn Briem, 28.1.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sammála þessu. Athafnir bankanna og persónulegar athafnir stjórnenda og millistjórnenda hljóta að vera í besta falli hrikalega siðlausar, ef ekki lögbrot. Stjórnendurnir voru á harðaflótta á sama tíma og bankinn var að narra viðskiptavini sína til að afhenda eignir sínar í hendur þessara voðalegu manna.

Sveiattann!

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Er möguleiki á að útrásarvíkingarnir hafi sett inn eiturlyf á markaðinn til að villa um fyrir þjóðinni,

ég vil benda á að Hummer jeppi með 3.farþega ók á ungan mann á ofsahraða miðað við umferð.

þeir voru ca. 25.ára gamlir engin þeirra hafði manndóm til að stöðva bílinn, en þeir eru vitorðsmenn með glæpnum,Er búið að festa eignir glæpalýðsins.

Bernharð Hjaltalín, 28.1.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Fréttastofan hefur heldur betur verið að sýna klærnar undanfarið, sem og Kastljóss-fólk og Spegillinn o.fl. Þessi frétt Þórdísar var mjög skörp. Landsmenn fá mikið fyrir peningana hjá RÚV þessa dagana, sýnist mér og heyrist.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 28.1.2009 kl. 23:14

5 identicon

Góð grein hjá þér.

Er þetta ekki bara örlítið brot af "pakkanum", hvað er ennþá "undir yfirborðinu" ?

Ef þessir menn eru ennþá í vinnu hjá bönkunum, þarf þá ekki að hreinsa til þar ?

Hvernig eru annars "íslensk lög" ná þau ekki yfir þessa "glæpi" ? 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband