Þrjár pólitískar keilur hjá Einari K.G.

Einar K. Guðfinnsson slær þrjár pólitískar keilur í einu með reglugerðinni um hvalveiðar. Stærsta keilan er sú að með þessu stofnar hann til ágreinings milli stjórnarflokkanna og flokkanna tveggja sem ætla að verja stjórnina vantrausti.

Bæði framsóknarmenn og frjálslyndir vilja hvalveiðar og yfirlýsingar þeirra í dag benda til að þeir verði ófúsir til að styðja stjórn sem ræðst á reglugerð Einars G.

Þetta truflar stjórnarmyndunarviðræðurnar og stillir stjórnarflokkunum upp við vegg varðandi það hvort og þá hve langt þeir geti gengið í að breyta þessari ákvörðun.

Hætt er við að láta verði minni hagsmuni víkja fyrir meiri, það er að láta loforð Framsóknar og Frjálslyndra um að verja stjórnina vantrausti vega þyngra en stefnu stjórnarflokkanna í málinu.

Keila númer svínvirkar hjá þeim sem eiga hagsmuna að gæta eins og sést á ályktun útvegsmannafélaga.

Keila númer þrjú og ekki sú minnsta er að Einar rær á gjöful atkvæðamið innan Sjálfstæðisflokksins og víða um land með þessu.


mbl.is Fagna hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann heitir Einar K. Guðfinnsson

Ríkharður (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 19:24

2 identicon

Keila fjögur: ef ákvörðun stendur munu lönd innan ESB gagnrýna og Íslendingar verða enn fráhverfari aðildaviðræðum - verði bakkað með ákvörðun mun íhaldið garga hátt um hvernig Samfylking lúffi stöðugt fyrir ESB og þjóðin mun gleypa við.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Sævar Helgason

Verða svona mál ekki leidd til lykta eftir kosningar í vor?. Þessi stjórn sem nú er verið að mynda tekur ólíklega á svona máli- það eru allt önnur og brýnni mál sem að henni snúa að næstu 2 mánuðum .  Þannig að þetta er hreint klámhögg hjá Einari K. G.

Sævar Helgason, 28.1.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Drepfyndinn er D-listinn,
dellumakari er Kristinn,
kúffullur skítakjallarinn,
kominn er þar Einar inn.

Þorsteinn Briem, 28.1.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Ríkarður. Þegar ég skrifa Einar G. getur G-ið reyndar verið skammstöfun fyrir Guðfinnsson en síðan sló ég reyndar G í staðinn fhyrir K. í pistlinum. Er búinn að leiðrétta þetta núna klukkan 22:45.

Ómar Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband