10.2.2009 | 19:18
Gömul saga: Hver lak ?
Alltaf finnst mér jafn dásamlegt þegar stórmál koma upp í kjölfar þess að leynilegum trúnaðarupplýsingum hafi verið "lekið" að þá snýst málið upp í það að aðalatriðið sé hver lak því í fjölmiðla eða til almennings en innihald þess sem lekið var verður að aukaatriði.
Davíð Oddsson var snjall í því á sínum tíma að halda upplýsingum leyndum ef með þurfti og var klassadæmi um það þegar því var haldið vandlega leyndu fyrir kosningarnar 2003 að herinn væri á förum.
Og nú ræða menn um ekki síðri snilli Davíðs að leka heppilegum upplýsingum eða að láta í veðri vaka að hann búi yfir óþægilegri vitneskju, samanber ræðuna frægu hjá viðskiptaráðinu í haust.
Birgir aflétti leynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eiginlega finnst mér nú að þessi þjóð eigi ekki innstæðu fyrir meiri virðingu en þarna lýsir af. Í næstu alþingiskosningum er mikil þörf á að fjarlægja flesta okkar fulltrúa út af löggjafarþinginu. Og lofta vel út áður en nýir fá að spreyta sig.
Árni Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 19:35
.
Það er eitt sem kannski styður þessa kenningu um leka flokksholls starfsmanns í ráðuneyti Jóhönnu
Það er þessi frétt
Nema lekinn hafi komið úr Svörtuloftum. Fær ekki Seðlabankinn afrit?
101 (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:42
B.N. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:23
Forsætisráðuneytið fékk eitt eintak og Seðlabankinn eitt eintak og allt í trúnaði. Það er síðan Sjálfstæðismaður sem gerir fyrirspurn um málið á alþingi- áður en forsætisráðherra hefur vitneskju um að þessi tölvupóstur sé til. Sigurður Einarsson fv bankastjóri Kaupþings kvartar sáran yfir því að trúnaðarsamtöl við Seðlabankastjórann hafi yfirleitt birst í Mbl. daginn eftir í umsjón Agnesar B. á Mbl. Mikill lekandi þar.
Sævar Helgason, 10.2.2009 kl. 21:49
Davíð á einhverjar óþægilegar upplýsingar um flesta samstarfsmenn sína segja menn. Hann getur því sent þeim eitraðar pillur ef þeir svíkja hann. Sumir segja að þetta sé ástæðan f. því að Geir og co. verja hann fram í rauðan dauðann.
Ari (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 02:39
Halldór Blöndal heitir einn,
hans er sonur ekki seinn,
og dáða var bankadrengur,
hann Davíð en ekki lengur.
Þorsteinn Briem, 11.2.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.