"Ef við styðjum hvert annað..."

Ég er ánægður með það að Bubbi skuli koma og slá svipaðan tón á mótmælafundi og ég gerði í upphafi mótmælanna með aðstoð Halla Reynis á fundi á tröppum Ráðherrabústaðarins í haust í laginu "Styðjum hvert annað."

Það munar um Bubba. Hann sló þennan sama tón fyrstur allra síðastliðið haust og kemur nú sterkur inn.

Okkur Íslendinga kann að greina á um margt en fyrir öllu er að í róðrinum af strandsstað í gegnum brimskaflana verði handtökin taktföst sem við verðum að sameinast um að taka.

Í því sambandi minni ég á diskinn "Birta - styðjum hvert annað" sem er til sölu hjá Skífunni, Smekkleysu, Olís og Bónusi.

Þar syngur sönghópurinn "Birta", ungu söngvararnir Edgar Smári Atlason og Elísabet Ormslev ásamt Halla Reynis, Helgu Möller og Kristjönu Stefánsdóttur lagið "Styðjum hvert annað", en önnur lög á diskinum fjalla um land og þjóð, æðruleysi, hugrekki og samstöðu.

Allt söluandvirðið hefur frá upphafi runnið óskipt til Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík.

Áður en dagur er runninn stefni ég að því að setja lagið "Styðjum hvert annað" á tónlistarspilarann hér við hliðina þar sem lagið "Saga Jóhönnu" er þegar komið á bloggfóninn.


mbl.is Bubbi rokkar Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Baráttukveðja.

hilmar jónsson, 10.2.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband