19.2.2009 | 14:45
"Alltaf er nú munur að fara í hreint."
Náungi einn sem ég hitti fyrir nokkrum dögum hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að Framsókn minnti sig á kerlinguna, sem ætlaði að hífa sig upp úr skítnum, dubba sig flotta upp og fara á ball þar sem átti að slá í gegn og verða stelpan sem færi heim með sætasta stráknum eftir ballið.
Kerlingin byrjaði á því að fara úr nærbuxunum, sneri þeim úthverfum, fór í þær aftur og sagði: "Alltaf er nú munur að fara í hreint."
Segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flokksvélin hjá Framsókn verður ekki rifin á nokkrum dögum, hafi einhver haldið það. Það mundi flýta verkinu töluvert ef búið væri að endurskoða stjórnarskrá og kosningareglur.
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 15:17
Þú ert að tala um þessar gömlu góðu Framsóknar madömmu nærbuxur? Þessar bleiku prjónasilki nærbuxur með teygjubandi í mittið og í skálmunum?
Það hlýtur að vera eitthvað á bak við þetta. Gefðu vísbendingu.
Tuttugu spurningar.Eru nærbuxurnar orðnar skítugar?Er hvað heitir hann nú aftur búinn að ákveða að snúa þeim við, enn einu sinni? Er hann búinn að setja þær í hreinsun? Hvað með Þráinn? Stendur hann nú nærbuxnalaus? Er ekki betra að veifa röngu tré en öngu?
Hvað með nærbuxnaeign FORUSTUMANNA okkar svona almennt? Er Geir virkilega í ljósbláum boxer short með tannlausu tígrisdýri' á miðri framhliðinni? Hvað er hann búinn að snúa þeim oft? Hvað með Ingibjörgu Sólrúnu (fölbleikt með hvítum fílum)? ÓRG í ekta kínversku silki með Suðurhafseyja perlur til áherslu? D.O? Útrásarvíkingarnir?
Gætir þú ekki nýtt þessa nærbrókarhugmynd þína til að stofnsetja "sprotafyrirtæki" ?
Oft er þörf en nú virðist nauðsyn!
"Guð blessi Ísland"
Agla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:24
B-lista púka á bita,
Bertelsson vildi fita,
og kallinn fór í fjósið,
þar flokkurinn bar út ljósið.
Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 16:35
En við erum ekki það bláeygð að við sjáum ekki neitt.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:07
Ég heyrði helv. góða samlíkingu um daginn hjá eldri manni á Snæfellsnesi.Hann vildi helst líkja þessum lífseiga Framsóknarflokki við miltisbrand, þegar við höldum að við séum búin að urða hræið og koma í veg fyrir faraldur þá kemur einhver vitleysingur og fer að kroppa ofan af haugnum og þá gýs þessi óáran upp aftur! alveg óþolandi
Tjörvi Dýrfjörð, 20.2.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.