Dæmi um "eitthvað annað".

CCP er gott dæmi um það sem stóðiðjusinnar hafa kallað í lítillækkandi og háðslegum tóni "eitthvað annað" þegar þeir hafa haldið því fram að ekkert annað en stóriðja og stórkarlalegur verksmiðjuiðnaður geti bjargað atvinnumálum þjóðarinnar. Varaþingmaður Frjálslynda flokksins talar háðslega um það að ekki sé hægt að lifa af grasi og káli.

Viðmælandi minn einn sagði við mig að við yrðum að halda áfram að virkja alla orku Íslands fyrir álver. "Stefna þín leiðir til þess að við förum aftur inn í torfkofana", sagði hann. "Það er bara um tvennt að velja, fjallagrös eða ál."

Engu breytti fyrir honum þótt ég benti honum á við framleiddum þegar fimm sinnum meiri raforku en við þyrftum til eigin nota og því væri vandséð hvernig við færum aftur inn í rafmagnslausa torfkofa þótt við færum ekki hans leið sem myndi enda með því að við framleiddum tíu sinnum meiri raforku en við þyrftum til eigin nota og útveguðum samt ekki nema 2% af vinnuafli landsins atvinnu.

Fiskveiðar og landbúnaður eru mjög lítill hluti af þjóðarframleiðslu Dana og þeir eiga engar orkulindir né hráefni. Danska þjóðin, 5,4 milljónir manna eða átján sinnum fleira fólk en Íslendingar verður því að lifa af "einhverju öðru" og er með einhver bestu lífskjör í heimi.

Danir eiga nær enga skóga en húsgagnaframleiðsla þeirra tekur fram stærstu atvinnuvegum á Íslandi. Þótt Danir lifi nær eingöngu á "einhverju öðru" eru þeir ekki á leið inn í torfkofa eða á hungurgöngu út á jóskar heiðar til að bíta gras. Danskur stjórnmálamaður, sem vildi láta reisa kjarnorkuver til að knýja álver myndi ekki eiga mikla möguleika á að fá hljómgrunn.


mbl.is CCP með flesta starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutur iðnaðar í vergri landsframleiðslu var NÁKVÆMLEGA SÁ SAMI, 26,3%, í Danmörku og á Íslandi árið 2007.

DANMÖRK:


Verg landsframleiðsla (GDP) árið 2007:

Landbúnaður: 1,6%,
iðnaður: 26,3%,
þjónusta: 72,1%.

Vinnuafl árið 2004:

Landbúnaður: 3%,
iðnaður: 21%,
þjónusta: 76%.


ÍSLAND:

Verg landsframleiðsla (GDP) árið 2007:

Landbúnaður: 5,3%,
iðnaður: 26,3%,
þjónusta: 68,4%.


Vinnuafl árið 2005:

Landbúnaður: 5,1%,
iðnaður: 23%,
þjónusta: 71,4%.


Denmark
Economy 2008, CIA World Factbook
.

Verg landsframleiðsla
(Gross Domestic Product) er verðmæti allra vara og þjónustu sem framleidd er í landinu á ári. (Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra).

Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 12:35

2 identicon

Sæll Ómar.

Thú gleymir einu í sambandi vid audlindir Dana. Thad er ekki rétt hjá thér ad Danir lifi eingöngu á "know how". Reyndin er sú, ad Danir eiga olíu- og gaslindir í Nordursjónum, sem t.d. Mærks (eitt stærsta einkafyrirtækid í DK) og DONG (ríkisfyrirtæki) sjá um ad ná upp úr idrum jardar. Ástædan fyrir thví  í dag ad brúttónationalpródúktid er í plús hér í DK, er ad Danir hafa undanfarin ár geta selt olíuna á hærra verdi en hefur gerst í mörg ár. Danir framleida og flytja meira magn af olíu út til útlanda en their flytja inn til eigin nota. Gasid nota their t.d. til upphitun húsa osfrv. Thad er mikid búid ad ræda um thad hvada veruleiki taki vid hérna í DK eftir ca. 15 - 20 ár thegar olían og gasid er búid.....hvad gerist thá t.d. í sambandi vid velferdarkerfid sem er brjálædislega dýrt hérna en samt er fullt af grunnskólum í algjörri nidurnýslu og ekki er ástandid á spítölunum betra (var um daginn á einum hér í Köben) og sá ad thakid lak og gluggarnir voru óthéttir!!! Samt borgar madur upp undir 67% skatt af tekjum sínum til bæjarfélagsins/ríkisins ef madur er med hærri tekur en ca. 340.000 dkr (sem er ad mínu mati ekki hátekjur!). Thad verdur sem sé spennandi ad sjá hvad gerist thegar olían er búin!

Thú mátt ekki misskilja mig, en ég hef sjálf verid á móti stóridjunni heima og finnst líka ad madur eigi ad nota meira "know how" eins og sumar thjódir hafa getad gert. Ég vildi svona séd bara leidrétta thann misskilning um ad Danir eigi ekki audlindir. Í Evrópu eru Danir t.d. 3ji stærsti olíuframleidandinn....

Steingerdur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Svo getur eftirspurn eftir áli, frekar en fiski, og landbúnaðurvörum aukist endalaust. Fólk hefur ekki endalausa þörf fyrir þetta, þannig að það er ekki hægt að ana áfram og búa til meira og meira ál. Nú halda allir að lausnin sé að framleiða "eitthvað áþreifanlegt", af því að síðasti hagvöxtur byggðist á lofti. En menn verða að passa sig að fara ekki úr einum öfgum í aðra. Bendi annars á þessa fínu grein:  http://deiglan.com/index.php?itemid=12431

Sindri Guðjónsson, 19.2.2009 kl. 12:43

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég misritaði. Fyrsta setningin átti að vera svona: "Svo getur eftirspurn eftir áli EKKI aukist endalaust, frekar en eftirspurn eftir fiski, eða landbúnaðaravörum".

Sindri Guðjónsson, 19.2.2009 kl. 12:45

5 identicon

Kæri Ómar.

Ef við mælum þessa álumræðu sem er í þjóðfélaginu sem keppni þá hafið þið álaniistar algjörlega undirtökin. Ykkur hefur tekist að móta stórkostlega neikvæða ímynd af áliðnaðinum. Í mínum hug hefur það kostað stórkostleg verðmæti, hvernig ykkur hefur tekist að sverta þennan iðnað niður í svaðið. Hvernig? Það er t.d mjög skýrt hvernig rektor Háskólans í Reykjavík stillir sér upp við hliðina á Björk (álantiista no 1) og talar um tækifæri. Í álverunum sem starfrækt eru hér á landi eru stórkostleg tækifæri fyrir ungt fólk. Þannig hefur rektor Háskóla Reykjavíkur freka ýtt nemendum sínum frá álverum, í stað þess að opna augu nemenda sinna fyrir tækifærum sem þar eru. Fyrirsögn þín í þessum pistli er dæmigerð. "Dæmi um eitthvað annað". Ég veitt ekki til þess að áliðnaðurinn hafi ýtt út af borðinu einu einasta starfi eða tækifæri til starfa. Þannig held ég að ccp geti frekar notið góðs af áliðnaði frekar en að áliðnaðurinn sé eitthvað að þvælast fyrir þeim. Hættu að sverta þennan iðnað og tala niður til hans, hann er og verður okkur of mikilvægur til þess.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:44

6 identicon

Já, þetta er dæmi um eitthvað annað, sem þrífst bara á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.

Á Höfuðborgarsvæðinu er allt til alls svo að sprota- og frumkvöðlafyrirtæki geti blómgast, þetta er ekki svo úti á landsbyggðinni.

Af hverju eru ekki "frumkvöðlafyrirtæki" sem eru í einhverj öðru eins og t.d. Marel, Actavis, Össur og CCP ekki með neinar starfstöðvar úti í heinum dreifðu byggðum á landsbyggðinni? 

Það er út af því að engin tengd fyrirtæki eru þar til staðar svo að slík frumkvöðlafyrirtæki geti þrifist og dafnað þar.  Ekkert þolinmótt fjármagn er heldur til að til svo að slík fyrirtæki geti fest rætur á landsbyggðinni.  Nærmarkaður úti landi er auk þess of lítill svo að sprotafyrirtæki geti dafnað.  Álfasteinn á Borgarfirði Eystra lenti í vandræðum og er í vandræðum, Pólstækni á Ísafirði fór í þrot, og svona mætti lengi telja.  Þessvegna þurfa heilu landshlutarnir að reiða sig á beislun orku til atvinnuuppbyggingar, þó svo að slíkt sé helgispjöll í huga fólks eins og þér, Ómar minn.

Bjarki Þór Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:47

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bjarki, CCP mætti reka á Höfn í Hornafirði ef starfsfólk myndi vilja flytja þangað. Það er ekkert því til fyrirstöðu.

Meðvituð byggðastefna þungavigitarafla í samfélaginu hefur verið að safna saman öllu á höfuðborgarsvæðið og veikja þar með áfallaþol samfélagsins.

Ómar haltu þínu starfi áfram, þú ert klassísk nútímahetja og ég fagna þér og elju þinni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 19.2.2009 kl. 15:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Strákar mínir. Þið fáið bullandi niðurgang af því að æsa ykkur svona mikið út af engu.

Fólk á landsbyggðinni gæti allt haft góðan starfa af fiskveiðum, landbúnaði og ferðaþjónustu. CCP á Grandagarði gæti greitt öll laun og launatengd gjöld allra verkamanna sem vinna í öllum álverunum hér með gjaldeyristekjum af þjónustu við erlenda áskrifendur Netleiksins EVE Online, sem er um hálfur milljarður króna á mánuði.

Gjaldeyristekjur okkar af erlendum ferðamönnum verða um eitt hundrað milljarðar króna í ár, þeir eyða þessum gjaldeyri að langmestu leyti á landsbyggðinni og erlendir ferðamenn koma hingað allt árið. Síðustu fjóra mánuðina í fyrra, haust- og vetrarmánuði, komu í Leifsstöð að meðaltali 31 þúsund erlendir ferðamenn á mánuði en allt árið í fyrra komu hingað að meðaltali 42 þúsund ferðamenn á mánuði.

Höfuðborgarsvæðið nær frá Borgarnesi að Selfossi. Sumir búa í Reykjavík en vinna í Borgarnesi, að sögn sveitarstjóra Borgarbyggðar, en aðrir búa í Hveragerði en vinna í Reykjavík. Strætisvagnaferðir eru á milli Hveragerðis og Reykjavíkur, svo og Borgarness og Reykjavíkur. Landsbyggðin er því fyrir utan þetta svæði.

Álverin hér eru í eigu erlendra fyrirtækja og við Íslendingar seljum ekki ál. Hins vegar flytja íslenskir bændur út landbúnaðarafurðir í stórum stíl, því hálf milljón erlendra ferðamanna kaupir að sjálfsögðu mikið af íslenskum landbúnaðarafurðum í verslunum og veitingahúsum hér.

Gengi krónunnar var alltof hátt skráð hér undanfarin ár, meðal annars vegna Kárahnjúkavirkjunar, en með gengislækkun krónunnar hafa sjávarútvegsfyrirtækin hér fengið mun hærra verð í krónum talið fyrir afurðir sínar og ferðaþjónustan fyrir þjónustu sína en síðastliðin ár. Í ársbyrjun í fyrra kostaði Bandaríkjadalur um 63 krónur en núna kostar hann 114 krónur og "eðlilegt" gengi væri um 90 krónur.

Og vegna gengisfalls krónunnar ferðast mun fleiri Íslendingar hér innanlands en áður, bæði sumar og vetur. Framsóknarmaðurinn og veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson er til dæmis á skíðum fyrir norðan en hugsanlega er hann genginn úr flokknum, eins og Þráinn Bertelsson.

Mikill uppgangur er í Vestmannaeyjum, mikið byggt og konur aldrei feitari. (Þetta er ekki skot á Framsóknardömuna og Eyjapíuna Eygló Harðardóttur, vinkonu mína, sem hefur aldrei verið sexíari.)

Hversu mörg álver eru á Dalvík og í Vestmannaeyjum og hversu mörg álver verða þar í framtíðinni? Þegar Landeyjarhöfn í Bakkafjöru verður tilbúin næsta sumar fara að sjálfsögðu mun fleiri ferðamenn en áður út í Eyjar, bæði innlendir og erlendir, jafnvel sjálfur Hund-Tyrkinn.

Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 15:43

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stórkostlegu tækifærin" fyrir unga fólkið í álverunum sáust vel í margendurteknum auglýsingum Alcoa Fjarðaráls í fyrra þar sem auglýst var eftir starfsmönnum og sérstaklega tekið fram að "engrar sérstakrar menntunar sé krafist."

Ég kannast ekki við að hafa "svert" álframleiðluna neitt í líkingu við þau lýsingarorð sem eru notuð um mig og mín skoðansystkin. Við erum kölluð "öfgafólk", og kennd við fjallagrös, torfkofa, fúakofa o. s. frv.

Öfgar okkar felast í því að reyna að bjarga einu virkjanasvæði af fimm á Hellisheiði en vera samt skömmuð fyrir að hafa ekki barist gegn Hellisheiðarvirkjun.

Með ofnýtingarstefnunni á háhitasvæðunum hér syðra er stefnt að því að á þessari öld verði öll háhitasvæði og vatnföll á sunnanverðu landinu virkjuð og talað um að það fólk, sem stefnir að þessu, sé hófsamt en við sem viljum reyna að bjarga einhverju erum kölluð öfgafólk.

Ómar Ragnarsson, 19.2.2009 kl. 17:33

10 identicon

Ómar.

Þvílík hræsni þvílíkur hroki. Þegar ég sagði að það séu stórkostleg tækifæri í áliðnaði á ég við að innan eins álvers eru rúm fyrir allar tegundir verkfræði, tæknifræði, fjármálafræði og arkitektúr. En það sem skýrir það í þínum huga hvaða tækifæri er fyrir ungt fólk er einhver auglýsing sem þú sást. Þetta er það forkastanlegt að ekki er hægt að eiga skoðanaskipti við svona menn. Þú verður að vera málefnalegu og bera virðingu bæði fyrir því starfsfólki sem vinnur í þessum iðnaði og heiðalegu gagnvart umræðunni.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:50

11 Smámynd: Ólafur Als

Ég hef ekki áður séð þig skjóta svona hátt yfir markið í málflutningi þínum, Ómar. Orðræða þín er farin að bera svip örvæntingar og fátítt að sjá þig misfarast jafn hrapallega í fullyrðingum á borð við orkulindir og hráefni Dana. Hér verða menn að gera betur, til þess að mark verði á mönnum takandi.

Ólafur Als, 19.2.2009 kl. 20:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Egill Jón Kristjánsson. Hrokinn kemur einmitt frá stóriðjusinnum. Um 20% starfsmanna álveranna hér eru háskólamenntaðir og að sjálfsögðu starfar fjöldinn allur af háskólamenntuðu og öðru langskólagengnu fólki til dæmis í ferðaþjónustunni, til að mynda á ferðaskrifstofum, hótelum, flugvöllum og í flugi.

Og laun í ferðaþjónustunni eru engan veginn lægri en laun í álverum hérlendis, eins og ég hef áður sýnt fram á hér. (Sjá launakönnun VR á vef VR og laun í álverinu á Grundartanga á vef Verkalýðsfélags Akraness.)

Þar að auki
reisa iðnaðarmenn hótel og veitingahús, og halda þeim við, vörubílstjórar og jarðýtustjórar leggja vegi, og halda þeim við, og bifvélavirkjar gera við rútur og leigubíla, svo einhver störf séu nefnd sem snerta samgöngur og ferðaþjónustu.

Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 20:39

13 identicon

Úrdráttur úr grein ,,Á ferð um fagra Ísland'' eftir undirritaðann. Greinin  birtist í Fréttablaðinu, mars 2004. 

Verðmæt auglýsing
Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að vel til takist í samskiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða landið, að í einni tjaldferðinni þar sem greinarhöfundur var bæði bílstjóri og fararstjóri kynntist ég heimsþekktum ljósmyndara Heinz Zak sem fór fyrir hóp ljósmyndara í þessari ferð, sérhæfir hann sig í myndatökum m.a af fjallaklifi og landslagi. Hann hyggur á útgáfu ljósmyndabókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð.

Ferðamennirnir í þessari ferð voru sammála að Ísland væri paradís ljósmyndarans, var einhugur þeirra allra að koma aftur til landsins við fyrsta tækifæri.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ.

P.S. Það eru myndir úr þessari tjaldferð af Skógafoss a.m.k. á www.heinzzak.com

Ég hitti einn úr þessari ferð fyrir hreina tilviljun 4 arum seinna eða í febrúar 2006 í Hveragerði. Sá aðili var hér með tvo aðra einstaklinga með sér hérna á Fróni í vikuferð til þess að mynda Gullfoss og fleirra í vetrarbúningi. Í þetta sinn skiftust við á símanúmerum svo þegar og ef við hittumst næst verður það væntanlega ekki tilviljun.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:39

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta var ekki "einhver auglýsing sem ég sá." Auglýsingarnar birtust vikum saman og voru allar á eina lund.

Hvað varðar margumtalaðan olíuauð Norðmanna og Dana má minna á það að þegar ég fór ofan í þessi atriði í þjóðarbúskap Norðmanna um það leyti sem sagt var hér á landi að þeir hefðu efni á því að friða vatnsföll sín vegna hins mikla auðs, kom í ljós að hlutfall olíunnar í þjóðarbúskap þeirra var álíka mikill hlutfallslega og hlutur sjávarútvegsins á Íslandi.

Eftir stendur að milljónir Dana lifa á því sem hér á landi hentar að að kalla "eitthvað annað."

Ómar Ragnarsson, 19.2.2009 kl. 22:18

15 identicon

Danir hafa mikið fjármálvit og er snillingar að koma sínum vörum á markað vítt og breitt um Jörðina. Þeir kasta aurnum í stað krónunnar sem er öfugt farið hjá okkar snillingum.Þegar ég bjó í Danmörku spurðu mig Danir hvað það væri sem fengi Íslendinga til að flytja til Danmerkur frá svo fallegu landi sem Ísland væri. Ég svaraði að ef dansk siðferði í pólitík og viðskiptavit sem væri það besta í heimi væri til staðar á Íslandi væri Ísland paradís á Jörðu.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, segir að bygging álvers fyrirtækisins í Helguvík sé til athugunar og nýjar framkvæmdir hafi verið stöðvaðar að mestu. Þá sé verið að endurskoða fjármögnun og umfang verkefnisins í heild.

Launakostnaður Century Aluminum hér hefur hins vegar lækkað um 70% frá sama tíma í fyrra vegna gengisfalls krónunnar. Þar að auki er verð á raforku hér til stóriðju sjö sinnum lægra en á meginlandi Evrópu og þrisvar sinnum lægra en í Bandaríkjunum.

Century Aluminum tapaði 700 milljónum Bandaríkjadala, um 80 milljörðum króna á núvirði, síðustu þrjá mánuðina í fyrra:

Forstjóri Century Aluminum um skuldir fyrirtækisins.

Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 23:31

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forstjóri Century Aluminum um rekstrartap fyrirtækisins, átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 19.2.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband