Endurhæfingin hafin ?

Þegar fíkillinnn fer í meðferð og endurhæfingu þarf hann að uppfylla nokkur skilyrði. Vilja sjálfur fara í meðferð, víkja burtu afneituninni, viðurkenna mistök og vanmátt sinn, leita sér hjálpar og taka nógan tíma í meðferðina.

Hann þarf að rífa niður til þess að geta byggt aftur upp.

Hjá mönnum tekur hún minnst ca 48 daga sem einstaklingurinn eyðir eingöngu í gagngera endurskoðun á öllu sínu lífi, starfi og mati á lífsgildum. Höfuðnauðsyn er að hann geri ekkert annað allan þennan tíma.

Í pólitísku lífi flokka tekur hún venjulega jafnmarga mánuði og meðferð einstaklingsins tekur í dögum, þ. e. 48 mánuði, eitt kjörtímabil. Á þeim tíma endurmetur flokkurinn alla sína hluti, kemur aftur til leiks og býður fram krafta sína, hress og endurnærður, sannfærður um að sín sé þörf og að hann vilji, geti og sé tilbúinn. (Ready, able and willing)

Nútíma þjóðfélagi er þörf á raunhæfum valkostum í stjórnmálum til hægri og vinstri. Til þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti aftur orðið raunhæfur valkostur, þarf hann að gefa sér gott frí og koma síðan aftur sterkur inn.


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Svo sannarlega er þetta góð ábending hjá þér.

Spurningin er  .

Er fólkið tilbúið að bæta ráð sitt ?

Þá er vel.

Takk fyrir, góða ábendingu, og kveðja til þín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:08

2 identicon

Úlfurinn er að strá hveiti á blá loppuna og bryðja krítarmola. Mjúkmáll og blíður - en ekki lengur en fram á kjördag!

Látið ekki blekkjast. Rifjið heldur upp og hafið hugfast hvernig flokksskríllinn hefur hagað sér á Alþingi undanfarnar vikur.

Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn unnið þjóðinni?

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.

Rómverji (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Klemenzson, hagfræðingur í Seðlabankanum, analíserar afleiðingar af stefnu Sjálfstæðisflokksins og gefur afleiðingunum, en ekki stefnunni, stólpípu að hætti Jónínu Ben:

Analísering afleiðinganna (ekki fyrir viðkvæma).


Og nú á sem sagt að breyta afleiðingunum en ekki stefnunni en hún er þessi:

1. Drambsemi,
2. Ágirnd,
3. Óhóf,
4. Óskírlífi,
5. Öfund,
6. Reiði,
7. Leti.


Ráðist gegn afleiðingunum af stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 2.3.2009 kl. 11:11

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Þekkt staðreynd er lika þráhyggjan!  Kannast einhver við þráhyggjutendensa gagnvart Davíð Oddsyni til dæmis?

Að velja sér vini sem eru verri en maður sjálfur, svo maður líti betur út.  Hvað var Íslandshreyfingin að gera með að ganga til liðs við Samfylkinguna?

Björn Finnbogason, 2.3.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er myndræn lýsing Ómar sem þú býður uppá, en ég dreg í efa að hún sé rétt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fíkill, heldur þverskurður af fólkinu í landinu. Hann er lang stærsta stjórnmálahreyfing landsins og kjölfesta þjóðarinnar. Án Sjálfstæðisflokksins væri nú þegar búið að fórna sjálfstæði þjóðarinnar og auðlindum.

Hefur þú veitt því athygli að forusta Samfylkingarinnar neitar að fara í afeitrun ? Þetta er þó flokkurinn sem þú hefur gengið til liðs við og úthlutað honum kjósendum Íslands-fylkingarinnar. Þú ættir að beita fjölþættum hæfileikum þínum á Samfylkinguna og veita henni siðræna tilsögn. Hvað er hæfileg betrunarvist fyrir Samfylkinguna ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.3.2009 kl. 13:44

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekki "úthlutað neinum kjósendum". Kjósendur gera hlutina upp fyrir sig sjálfa.

Ég persónulega úthlutaði heldur ekki neinu heldur var augljóst af þeim viðbrögðum sem fengust hjá 80% félaga hreyfingarinnar sem fengu tölvubréf frá stjórninni um viðbrögð við því hvort bjóða skyldi fram í vor, að flokksmenn tölu það of áhættusamt og erfitt og hætta á því að framboðið yrði til ógagns á meðan hinn ósanngjarni 5% atkvæðaþröskuldur er við líði.

Úr því að fyrir lá að ekki yrði boðið fram var spurningin um það hvernig afl hreyfingarinnar nýttist best. Niðurstaða stjórnarinnar liggur fyrir um það mál og verður tekin til umfjöllunar á aðalfundi okkar eins fljótt og verða má.

Ég hef áður bloggað um þær stóru línur, sem eru hinar sömu og við síðustu kosningar, að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fái meirihluta á þingi.

Reynslan frá síðustu árum sýnir þessir flokkar neyta úrslitaaðstöðu sinnar til að keyra stóriðjustefnuna áfram og nú síðast þegar VG er með umhverfisráðuneytið.

Ég minni á fyrri blogg mín um það hvað ég hefði talið réttast að gera eftir bankahrunið, sem sé það að mynda utanþingsstjórn og láta yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits víkja.

Ekkert bendir til annars í skoðanakönnunum en að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin fái meira en 50% fylgi í komandi kosningum. Í skoðanakönnunum hafa þeir í allan vetur haft um 80%.

Íslandshreyfingin er fyrsti og eini flokkurinn hér á landi sem hefur græna stefnu efst á dagskrá sinni og skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri.

Hún getur því ekki gerst aðili að VG og ekki er framkvæmanlegt að hún fari í kosningabandalag með VG, það er of seint og þyrfti samþykki í hverju kjördæmi fyrir sig.

Stóriðjuflokkarnir, Sjálfstæðis-Framsóknar- og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki til greina. Þá er bara einn flokkur eftir, Samfylking sem er nágranni okkar í hægri-vinstri litrófi íslenskra stjórnmála.

Nema menn vilji að Íslandsheyfingin sem slík beiti sér aðeins með starfi og ályktunum, sem fjölmiðlarnir stinga undir stól.

Hreyfingin er fjárvana og skuldug eftir síðstu kosningabaráttu og heldur engar dýrar ráðstefnur eða fundi.

Ég tel vænlegra til árangurs eins og nú er komið málum að koma til liðs við öflugan hóp umhverfisverndarfólks innan Samfylkingarinnar svo að möguleikar þess á að hafa áhrif á stefnu flokksins aukist. Ekki veitir af. Eina vonin, eins og 2007, er að afnema úrslitaáhrif stóriðjuflokkanna.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband