4.3.2009 | 11:43
Til vinstri á miðjunni.
Sagt er að 80% íslenskra kjósenda hafi verið á miðjunni í litrófinu hægri-vinstri. Sjálfstæðisflokkuinn sótti sinn mikla styrk lungann úr síðustuu öld með því að sveipa flokkinn að hluta til í frjálslynda félagshyggju.
Íslandshreyfingin - lifandi land hefur sótt fylgi sitt víðs vegar að en skilgreint sig sem fyrsta græna framboðið, sem eri hvorki til hægri né vinstri
Sjálfstæðisflokkurinn kom á almannatryggingakerfi 1946 með vinstri flokkunum og félagslegum íbúðum og lífeyrissjóðum á sjöunda áratugnum. Hann byggði völd sín í borginni meðal annars á því að standa fyrir félagslegum lausnum, þótt hann þekkti ekki vitjunartíma sinn í leikskólamálum þegar hann missti meirihlutann 1994.
Framsóknarflokkurinn, sem hefur verið miðjuflokkur, náði 28% fylgi um miðjan sjöunda áratuginn með því að höfða til kjósenda vinstra megin á miðjunni. Sama gerði Alþýðuflokkurinn í kosningunum 1978.
En nú missa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fylgi á miðjunni vegna mesta ósigurs í efnahagsmálum, sem þjóðin hefur beðið í beinu framhaldi af tólf ára samfelldri valdasetu þessara tveggja flokka.
Samfylkingin ber að vísu hluta af ábyrgðinni en sat þó aðeins í stjórn í einn tíunda hluta af þeim tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn sat samfellt að kjötkötlum valdanna og réði þar ferð.
VG er úti á vinstri kanti stjórnmálanna og því er takmarkað hvað kjósendur af miðjunni treysta sér til að fara langt til vinstri til þess að refsa Sjöllum og Framsókn og setja þá á varamannabekk í eitt kjörtímabil.
Þetta er skýringin á því af hverju Samfylkingin fær svona mikið fylgi í skoðanakönnunum nú. Best hefði verið að stór flokkur vinstra megin á miðjunni, sem alls ekki hafði komið nálægt hruninu, hefði verið til staðar. Hreinast hefði verið að Sjallar og Framsókn hefðu borið einir ábyrgð á hruninu.
En þannig er það ekki og stjórnmál gefa stundum ekki hreina valkosti, heldur skárri kostinn af tveimur. Mín pólitíska afstaða liggur örlítið hægra megin við miðju. Ég hafna samt ekki félagslegum lausnum ef þær bera sannanlega árangur fram yfir markaðs- eða einkaframtakslausnir.
Ég vil þess vegna blandað hagkerfi, það besta frá hægri og vinsgtir og heilbrigðis- og tryggingakerfi í ætt við hið skandinaviska módel en geld vara við forsjárhyggju og of mikilli afskiptasemi.
Ég er í stórum hópi miðjumanna sem færir sig nú um set til vinstri á miðjunni, að minnsta kosti í bili, af því að nú er nauðsynlegt að gefa þeim sem eru hægra megin nauðsynlegan tíma til endurhæfingar svo að þeir geti komið aftur inn og boðið upp á raunhæfan valkost fyrir 80% íslenskra kjósenda.
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get aðstoðað þig í að skilgreina hvoru megin við miðju þú og þinn flokkur er:
http://www.politicalcompass.org/test
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2009 kl. 13:25
Hægra megin við miðju,
á móti stórri iðju,
gengur í smáa smiðju,
hjá Samfó í miðri hryðju.
Þorsteinn Briem, 4.3.2009 kl. 13:49
Ég hef alltaf talið mig hægra meginn en veit vel að það þarf að færa sig til vinstri til að laga það sem fór úrskeiðis. Ég hef verið hlyntur stóriðjum og því ekki viljað kjósa VG. Ég hef verið bæði með og á móti ESB en núna er ég alfarið á móti ESB og því hef ég líka útilokað að exið mitt lendi á samfylkinguni.
Eftir standa þá Sjálfstæðisflokkur með hrunið kerf. Nýr framsóknarflokkur á gömlum grunni. Frjálslyndir sem vilja forðast líðræðisreglurnar og einhver ný framboð sem lofa góðu en hafa ekkert fylgi. Þannig að í raun er ekkert í boði fyrir mig. Ég hef aldrei skilið hvernig hægt var að setja ESB inn í einn flokk því þar eru bæði hægri og vinstri með og á móti.
Offari, 4.3.2009 kl. 14:13
Ómar, þú skilgreinir þig og þinn flokk, "Opinn í báða enda". Það hefur stundum þótt vænlegt til vinsælda. En hefur þú gefið þig á vald Samfylkingarsvartholsins, þaðan sem þú átt ekki afturkvæmt. Verði þér að góðu.
Ég man ekki betur en þú hafir gagnrýnt svartholið fyrir litlar efndir í "Fagra Ísland".
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 14:23
"En nú hefur þú gefið þig á vald Samfylkingarsvartholsins..." átti þetta að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 14:24
Offari minn góður. Stjórnmálaflokkarnir ákveða ekki sjálfir hvort Ísland gengur í Evrópusambandið, heldur meirihluti kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningur um aðild Íslands að sambandinu liggur fyrir.
Þú færð að sjá brúðina áður en þú ákveður að kvænast henni.
Þetta verður ekki indverskt brúðkaup.
Þorsteinn Briem, 4.3.2009 kl. 14:43
Undir stjórn Davíðs og Geirs var Sjálfstæðisflokkurinn færður lengst til hægri í anda Margaret Thatsher og ég spái því að hann muni standa fastur þar í boði N1 undir stjórn Bjarna Ben. Það væri því óskandi að fólk kjósi nú með opin augu og eyru og kjósi EKKI Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.
Stefán (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.