Sumir græða alltaf einhvern veginn.

Sumir græða alltaf einhvern veginn. Þeir græða á þenslunni og þegar kreppan nálgast forðast þeir tap öllum öðrum fimlegar og finna jafnvel leiðir til að græða á henni og tapi allra annarra.

Þegar kreppan er komin og gjaldeyrishöft sprettur upp svartur markaður og alls kyns starfsemi sem byggist jafnvel beinlínis á því að græða á kreppunni, jöklabréfunum og hverju sem vera skal.

"Seppa bregst ekki snuddvísin" segir í Þrettándakvöldi Shakesepeares. "Það er lítið sem hundstungan finnur ekki" segir íslenskt máltæki.

Mennsk bresk hýena kom umsvifalaust hingað til lands þegar bankarnir hrundu í haust til að gæða sér á líkinu af íslenska bankakerfinu með því að nýta sér til hins ítrasta örvæntingu augnabliksins og nýta sér lögmál brunaútsölunnar.

Rússneskt máltæki segir: "Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp." Það máltæki má skilja á marga vegu.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta mars byrjar alltaf vorið í Rússlandi. Síðasta dag febrúarmánaðar í 35 stiga frosti, þegar allir skólar eru lokaðir vegna kuldans og hægt að senda gaddfreðnar buxurnar í spásséritúra og útréttingar, segir Misha si sona við Möshu:

"Það er dáldið kalt í dag." En þá svarar Masha að bragði: "Á morgun kemur vorið."

Eitt sinn var ég að vinna með Gústa Bakkabróður. Þá átti hann ekki bót fyrir boruna á sér og á morgun er hann kannski í sömu stöðu, borubótarlaus í 35 stiga gaddi í Rússlandi.

Það er hringrás lífsins.

Þorsteinn Briem, 7.3.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Allt er hey í harðindum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 21:38

3 identicon

Sæll

Mig langaði til að samfagna þér með endurnýjunina í Samspillingunni en nei annars enga kaldhæðni ég samhryggist þér

Vilmundur það hefur EKKERT breyst. Með vinsemd og virðingu og þakklæti fyrir allt.

Árni Hó

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband