10.3.2009 | 13:18
Færeysk innrás í annað sinn.
Fyrir rúmum 50 árum horfði til vandræða á íslenska fiskiskipaflotanum vegna manneklu. Það varð til bjargar að allmargir Færeyingar komu til Íslands og björguðu málum. Margir þeirra ílentust hér.
Þegar ég vann verkamannavinnu við lagningu hitaveitu í Reykjavík var einn helsti samverkamaður minn Færeyingur að nafni Leifur Grækarisson, vænn maður og skemmtilegur.
Frumraun mín í ræðustóli á Sal Menntaskólans var ræða, þar sem ég lagði meðal annars fram nýstárlegar hugmyndir um að námsmenn fengju fræðslu í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og fengju greitt svonefnt "sementskaup" fyrir, en ég hafði kynnst þeim launakjörum þegar ég vann við uppskipun á sementi við Reykjavíkurhöfn, sem var bæði erfið og heilsuspillandi.
Nú koma Færeyingar enn til skjalanna og höfðu áður orðið fyrstir þjóða til að bjóða okkur hjálp vegna efnahagshrunsins. Sannast hið fornkveðna að "ber er hver að baki nema sér bróður eigi."
Vilja kaupa tryggingafélag hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú læt ég verða af því að kaupa aftur innbústryggingu en í mörg ár hef ég ekki viljað kaupa slíkar tryggingar af þeim glæpafélögum sem hér starfa.
Eitt sinn kom hér á markaðinn nýtt tryggingafélag og þegar kviknaði í þurrkara sem ég átti heimtaði félagið að fá að greiða allar hugsanlegar skemmdir vegna eldsins, meira að segja á inniskóm sem ég skæddist í mínu frækilega slökkvistarfi.
Þorsteinn Briem, 10.3.2009 kl. 14:07
Ég réði mig í þriggja mán. sumarstarf í Færeyjum, árin urðu ellefu! Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 10.3.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.