Annað hvort eða...

Annað hvort verður að standa almennilega að rannsókn á efnahagshruninu eða sleppa því alveg. Þetta hefur legið fyrir frá upphafi sem og það að vegna tengsla, vensla og hagsmunaárekstra í okkar litla samfélagi verður sá sem hefur yfirstjórn rannsóknar með höndum að vera algerlega óháður innviðum íslensks samfélags og hafa um rannsóknina úrslitavald og bera á henni ábyrgð.

Sem þýðir helst erlendan sérfræðing og tugi rannsóknarmanna. Þetta verður auðvitað dýrt en ef það verður ekki gert af alvöru er bara miklu betra að sleppa þessu alveg.

Síðan er það athyglisvert að Bretar, sem hlúa að mesta skattaskjóli og spillingarneti heims skuli hafa sett hryðjuverkalög á okkur.


mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Guðmann Jónsson

Ég kýs kaus þig

Bjarni Guðmann Jónsson, 10.3.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Rétt gagnrýni. Annað hvort verður allt skoðað ofan í kjölinn eða alls ekki. Ég mæli með rannsókn og að niðurstöður hennar verði síðan birtar og boðnar hverju mannsbarni. Niðurstaða rannsóknarinnar verið síðan gerð að skyldulesefni í Viðskipta og hagfræðiskorum allra skóla sem veita framhaldsmenntun á þessu sviði. 

Baldur Gautur Baldursson, 10.3.2009 kl. 19:19

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Auðvita verðum við að skoða þetta allt ofan í kjölinn,við meigum ekki spá í hvað þetta er dýrt,við verðum að fá staðreyndir upp á borði,hvað sem það kostar,verðum að vita hverja við eigum að draga til saka,hver er orsökinn á þessu öllu hruni,svo í lokinn Ómar ertu ekki búinn að taka áhvörðun varðandi samfylkinguna.???Ertu ekki að koma til okkar.?????

Jóhannes Guðnason, 10.3.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég stóð að ályktun stjórnar Íslandshreyfingarinnar þess efnis að úr því að ekki þótti takandi áhættan af því að ná ekki inn mönnum og gera jafnvel ógagn, myndi stjórnin leggja það fyrir aðalfund hinn 19. mars að Íslandshreyfingin sækti um að verða aðildarfélag að Samfylkingunni og legðist þar á árar með þeim stækkandi hópi þar sem telja má til grænu fylkingarinnar.

Ég hef bloggað um þær stóru línur að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haldi meirihluta sínum á þingi.

Fram yfir aðalfund hlíti ég lögum Íslandshreyfingarinnar þess efnis að félagar hennar megi ekki vera félagar í öðrum stjórnmálahreyfingum.

Ég hef komið á tvo fundi hjá Samfylkingunni til að leggja mitt til mála þar á bæ og bíð þess að aðalfundi Íslandshreyfingarinnar og landsfundi Samfylkingarinnar ljúki svo að samþykki beggja aðila liggi fyrir um þetta efni.

Ómar Ragnarsson, 10.3.2009 kl. 20:59

5 identicon

Algjörlega sammála.  Rannsaka ofan í kjölinn annars er hægt að sleppa þessu.

'Eg held reyndar að margir heiðarlegir Íslendingar muni ekki þola "yfirborðs skýrslu" þar sem enginn verður sakfelldur.

Við höfum séð of mikið í vetur til að trúa því að þetta séu bara ein allsherjar mistök hinna vænstu manna sem stunduðu viðskipti nú eða stjórnmál í "góðri trú".   Þannig er veröldin bara ekki og ekki Ísland heldur. 

Ásta B (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband