10.3.2009 | 21:48
Mesta íþróttaafrekið ?
Það er kannski rétt fyrir mig að fara örlítið fyrr í háttinn en venjulega vegna þess að ég er beðinn um að koma á Morgunvaktina á RUV í fyrramálið og rifja upp hið magnaða afrek Guðlaugs Friðþórssonar fyrir réttum 25 árum þegar hann synti í ísköldum sjó 5,5 kílómetra til lands eftir að vélbáturinn Hellisey sökk.
Ef sund Grettis úr Drangey var eitt af mestu íþróttaafrekum Íslandssögunnar var afrek Guðlaugs enn meira. Ég mun rifja upp viðtalið við Guðlaug fyrir 25 árum og kynni mín af honum síðar í eftirminnilegri ferð með honum og Árna Johnsen út í Surtsey. Ég held að sund Guðlaugs sé mesta líkamlega afrek sem nokkur Íslendingur hefur unnið.
Einnig reikna ég með því, ef tími vinnst til, að fjalla um örlagaríkasta sund Grettis, sem hann synti í Noregi um hávetur suður af Stað til að ná í eld í land.
Það sem gerðist í þeim leiðangri Grettis leiddi hann til útlegðar. Ég hef komið á staðinn þar sem þetta gerðist og einnig í NIðarós (Þrándheim) þar sem Gretti mistókst að vinna eiðinn sem hefði getað bjargað honum frá útlegðardómi.
Athugasemdir
Sund-laugur var ótrúlegur!
Flosi Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 22:17
Sæll Ómar, það eru ýmis afrekin, núna ert þú einn frægasti maðurinn í Ástralíu.
Hér er myndband Icelands frozen future ýtið á takkann watch þá birtist myndbandið.
Sturla Snorrason, 11.3.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.