Loksins !

1942 varð að halda tvennar alþingiskosningar vegna breytingar á stjórnarskránni. Sama gerðist aftur 1959. Það var arfavitlaust fyrirkomulag, einkum vegna þess að með því var öllum öðrum málefnum í stjórnmálunum blandað saman við stjórnarskrárbreytingarnar.

Ferleg tregða hefur ríkt gagnvart því sjálfsagða lýðræðisfyrirkomulagi að láta þjóðina taka beint ákvörðun um stór og einföld mál.

Tillögum í upphafi stóriðjuæðisins um þjóðaratkvæðagreiðslur var hafnað og satt að segja mátti halda að tregðan gegn þessu sjálfsagða lýðræði, sem við í Íslandshreyfingunni lögðum til 2007, myndi koma í veg fyrir að svona sjálfsögð bót í lýðræðismálum næmi hér land.

Ég minnist þess nú að í allstóru viðtali við mig í Morgunblaðinu fyrir kosningarnar fannst blaðamanninum, sem viðtalið tók, það merkilegast í mínum málflutningi sem ég sagði um umbótatillögur okkar í lýðræðis- og stjórnskipunarmálum og setti yfir viðtalið fyrirsögnina: "Þjóðin ráði sjálf í stærstu málum" eða eitthvað á þá leið.

Ef samstaða næst hjá öllum flokkum á þingi um að opna þennan glugga er það lítið skref í rétta átt, of lítið að vísu, en samt skref. Loksins !


mbl.is Geta fellt sig við þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nóg með það að öðrum málefnum hefur ávallt verið blandað við stjórnarskrárbreytingu - og í raun verið að kjósa um þau en ekki hana - þá hefur hefðin verið þverpólitísk samstaða um breytinguna.

Hvaða flokk áttu þá kjósendur sem voru á móti stjórnarskrárbreytingunni að kjósa?

Það er því nokkuð broslegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn kvarta yfir því að ekki sé nógu mikil sátt og samstarf um stjórnarskrárbreytinguna. Með því að veita henni ekki atkvæði sitt þá gefa þeir kjósendum kost á að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni. Ég efa reyndar að Sjálfstæðisflokkurinn græði mörg atkvæði á því - þessi stjórnarskrárbreyting er allri þjóðinni til heilla.

Guðlaugur Kr. Jörundsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það broslega við kenninguna um að samstaða þurfi að vera hjá öllum flokkum til þess að einhverjar breytingar verði hefur ekki staðist. Í þau skipti sem ekki var samstaða, 1934, 1942 og 1959 náðust fram einu breytingarnar sem skiptu einhverju verulegu máli.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 23:22

3 identicon

Sjálfstæðismenn og Framsókn henntu inn breytingarfrumvarpi á Stjórnarskrá rétt fyrir síðustu kosningar, þannig að það er bara hallærislegt að vera væla þetta. Eina ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkur vill ekki að þetta stjórnarskrárfrumvarp fari í gegn, er vegna auðlindamálsins, þeir hefa aldrei getað sætt sig við að geta ekki komið eigum þjóðrinnar í hendurnar á einkavinum sínum. Þetta er skíta flokkur með skítlegt eðli.

Valsól (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég held reyndar að Sjálfstæðismenn séu ekki mjög hrifnir að því ef ráðherravaldið minnkar eins og er nokkuð öruggt að gerist við endurskoðun stjórnarskrár.Með ráðherravaldinu hafa þeir í gegnum tíðina svo dæmi sé tekið, raðað í embætti þvers ohg kruss í kerfinu. Ég er ekki að gera lítið úr andstöðu þeirra við auðlindaákvæðið. Svo er líka eitt stórt vandamál til viðbótar og það er að nú ráða þeir ekki ferðinni. ææ

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.3.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband