12.3.2009 | 08:18
Spillum ekki grónum samböndum.
Hin einstæða afhending handritanna 1971, sem á sér enga hliðstæðu í heiminum, var þáttur í því að náið samband Íslands og Danmerkur þróðist úr sambandi hins sterka nýlenduvalds við hálfgerða nýlendu yfir í samband tveggja jafn rétthárra bræðraþjóða.
Það kom mér skemmtilega á óvart eitt sinn er ég dvaldi í Danaveldi að heyra lesnar veðurfregnir í danska útvarpinu eldsmemma um morgun þar sem farið var yfir allt hið forna Danaveldi um Færeyjar, Ísland og Grænland. Þarna var hægt að heyra allt um veðrið á Íslandi.
Sonur minn naut sérstakra fríðinda í háskólanum í Horsens fyrir það að vera sonur foreldra, sem höfðu verið þegnar Danakonungs í frumbernsku, faðirinn í þrjú ár og móðirin í eitt ár.
Þegar Ísland varð fullvalda árið 1918 sáu Danir um landhelgisgæslu hér við land fyrir okkur fram að stríði.
Þeir sjá enn um landhelgisgæslu í löndunum sitt hvorum megin við okkur, Færeyjum og Grænlandi, og Ísland liggur því vel við til þess að þeir veiti okkur aðstoð og hafi við okkur samvinnu.
Nú hefur það verið staðfest af sérstakri nefnd að staða Íslands er á ný orðin svipuð og hún var fyrstu áratugi 20. aldar.
Bandaríski herinn fór vegna þess að engin sérstök hernaðarvá steðjar að landinu eins og er. Öryggismál okkar liggja því á ný á svipuðu sviði og fram að 1940 og beinast að öryggi á sjó og aðgerðum gegn vá vegna mengunarslysa og annarra sjóslysa. Árekstur tveggja kjarnorkukafbáta nýlega sýnir að á því sviði er fyrst og fremst nauðsyn stórefldra varna.
Varðskipin eru búin vopnum og við höfum háð þrjú þorskastríð við einn stærsta sjóher heims. Landhelgisgæslan er að þessu leyti sjóher Íslands og miklu skiptir fyrir öryggi Íslands að hún geti átt sem nánasta, milliliðalausasta og traustasta samvinnu við hinn danska sjóher.
Danski sjóherinn hikar í samstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, það borgar sig ekki að spilla grónum samböndum eins og ættingja og vina samböndum innan gæslunnar til að auðvelda ráðningarferli starfsmanna. Skítt með danska sjóherinn, Goggi forstjóri á enga ættingja þar sem þarf að passa upp á hagsmunina fyrir...
corvus corax, 12.3.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.